Í kvöld verður annar þáttur í seríunni en með aðalhlutverk fara Steindi Jr., Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.
Fyrsti þátturinn var í opinni dagskrá og fékk hann mjög góðar viðtökur ef marka má samfélagsmiðlana og þá sérstaklega Twitter.
Eitt atriði í síðasta þætti vakti mikla lukku en þá lék Auðunn Blöndal mann sem fékk þá Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlingsson og Hilmar Snæ til að leika í boðskorti fyrir fermingarveislu. Þetta heppnaðist heldur betur vel.
Til að byrja með voru leikararnir ósáttir við hegðun leikstjórans en þegar leið á tökur sættust þeir.