Þessir eru með lægsta viðhaldskostnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 15:46 Toyota Corolla er allra bíla bestur er kemur að viðhaldskostnaði. Við kaup á nýjum bílum er ávallt gott að hafa í huga reynsluna af viðgerðar- og viðhaldskostnaði þeirra. Vestur í Bandaríkjunum er til svokallaður „Repair Cost Index“ sem byggir á svörum eigenda nýrra bíla og eftir þeim er hægt að finna út hvaða bílar hafa lægstan viðhaldskostnaðinn. Í flokki minni fólksbíla er það Toyota Corolla sem hefur minnstan viðhaldskostnað, eða 341 dollar á ári og með því minnstan kostnað allra bíla. Það gerir um 37.000 kr. á ári. Í flokki millistærðarfólksbíla er það Honda Accord með 351 dollara viðhaldskostnað, eða 38.000 kr. Í flokki stærri fólksbíla trónir Toyota Avalon hæstur, eða öllu heldur lægstur með 388 dollara kostnað. Í flokki sportbíla krefst Ford Mustang 454 dollara kostnaðar og í flokki jepplinga er Honda CR-V bestur með 385 dollara. Í flokki jeppa er Nissan Pathfinder bestur með 406 dollara og í flokki fjölnotabíla er Honda Odyssey bestur með 403 dollara. Í flokki miðstærðarpallbíla er Toyota Tacoma bestur með 398 dollara og í flokki stærri pallbíla er Ford F-150 viðhaldsfríastur með 482 dollara og í flokki „Heavy Duty“-pallbíla er Nissan Titan XD bestur með 463 dollara viðhaldskostnað. Eins og fyrri daginn eru það bílar framleiddir af japönskum bílaframleiðendum sem eru bilanafríastir og verma því efstu sætin. Það er aðeins í tilfellum Ford Mustang og Ford F-150 sem bandarískir framleiðendur standa eftir á palli og athygli vekur einnig að enginn þýskur bíll er á lista þeirra bestu er kemur að lágum viðhaldskostnaði. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Við kaup á nýjum bílum er ávallt gott að hafa í huga reynsluna af viðgerðar- og viðhaldskostnaði þeirra. Vestur í Bandaríkjunum er til svokallaður „Repair Cost Index“ sem byggir á svörum eigenda nýrra bíla og eftir þeim er hægt að finna út hvaða bílar hafa lægstan viðhaldskostnaðinn. Í flokki minni fólksbíla er það Toyota Corolla sem hefur minnstan viðhaldskostnað, eða 341 dollar á ári og með því minnstan kostnað allra bíla. Það gerir um 37.000 kr. á ári. Í flokki millistærðarfólksbíla er það Honda Accord með 351 dollara viðhaldskostnað, eða 38.000 kr. Í flokki stærri fólksbíla trónir Toyota Avalon hæstur, eða öllu heldur lægstur með 388 dollara kostnað. Í flokki sportbíla krefst Ford Mustang 454 dollara kostnaðar og í flokki jepplinga er Honda CR-V bestur með 385 dollara. Í flokki jeppa er Nissan Pathfinder bestur með 406 dollara og í flokki fjölnotabíla er Honda Odyssey bestur með 403 dollara. Í flokki miðstærðarpallbíla er Toyota Tacoma bestur með 398 dollara og í flokki stærri pallbíla er Ford F-150 viðhaldsfríastur með 482 dollara og í flokki „Heavy Duty“-pallbíla er Nissan Titan XD bestur með 463 dollara viðhaldskostnað. Eins og fyrri daginn eru það bílar framleiddir af japönskum bílaframleiðendum sem eru bilanafríastir og verma því efstu sætin. Það er aðeins í tilfellum Ford Mustang og Ford F-150 sem bandarískir framleiðendur standa eftir á palli og athygli vekur einnig að enginn þýskur bíll er á lista þeirra bestu er kemur að lágum viðhaldskostnaði.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent