Honda CR-V öruggasti jepplingurinn Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 09:54 Honda CR-V. Samkvæmt prófunum Insurance Institute for Highway Safety (IIHS) í Bandaríkjunum er Honda CR-V öruggasti jepplingurinn sem í boði er. Rannsakaðir voru þeir jepplingar sem eru á markaði af árgerðinni 2017. Í næstu sætum á eftir Honda CR-V komu svo í þessari röð jepplingarnir Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-3, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander, Nissan Qashqai, Subaru Forester og Toyota RAV4. Við kannanir IIHS eru framkvæmd 5 mismunandi árekstrarpróf og einnig metin öryggiskerfi bílanna við að verjast árekstri. Slík kerfi vara ökumenn við aðsteðjandi hættu og sum þeirra virkja hemlunarkerfi bílanna ef ökumenn bregðast ekki sjálfir við. Í könnun IIHS kemur fram að í aðeins einum af þessum 9 efstu bíla er slíkt kerfi sem hemlar sjálft í staðalbúnaði bílsins, þ.e. í Toyota RAV4, en í hinum er slíkt valbúnaður sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Verð á slíkum búnaði að viðbættu verði á grunnútgáfu hans getur þó breytt stöðu hvers bíls á þessum lista og náði Honda CR-V efsta sætinu þrátt fyrir að greiða þurfi sérstaklega fyrir þann búnað. Hafa skal í huga að miðað er við verð bílanna í Bandaríkjunum, en öðru gæti gilt hér á landi. Nokkra athygli vekur að allir efstu 9 jepplingarnir á lista IIHS eru annaðhvort frá Japan eða S-Kóreu, en enginn bíll frá bandarískum eða þýskum bílaframleiðendum. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Samkvæmt prófunum Insurance Institute for Highway Safety (IIHS) í Bandaríkjunum er Honda CR-V öruggasti jepplingurinn sem í boði er. Rannsakaðir voru þeir jepplingar sem eru á markaði af árgerðinni 2017. Í næstu sætum á eftir Honda CR-V komu svo í þessari röð jepplingarnir Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-3, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander, Nissan Qashqai, Subaru Forester og Toyota RAV4. Við kannanir IIHS eru framkvæmd 5 mismunandi árekstrarpróf og einnig metin öryggiskerfi bílanna við að verjast árekstri. Slík kerfi vara ökumenn við aðsteðjandi hættu og sum þeirra virkja hemlunarkerfi bílanna ef ökumenn bregðast ekki sjálfir við. Í könnun IIHS kemur fram að í aðeins einum af þessum 9 efstu bíla er slíkt kerfi sem hemlar sjálft í staðalbúnaði bílsins, þ.e. í Toyota RAV4, en í hinum er slíkt valbúnaður sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Verð á slíkum búnaði að viðbættu verði á grunnútgáfu hans getur þó breytt stöðu hvers bíls á þessum lista og náði Honda CR-V efsta sætinu þrátt fyrir að greiða þurfi sérstaklega fyrir þann búnað. Hafa skal í huga að miðað er við verð bílanna í Bandaríkjunum, en öðru gæti gilt hér á landi. Nokkra athygli vekur að allir efstu 9 jepplingarnir á lista IIHS eru annaðhvort frá Japan eða S-Kóreu, en enginn bíll frá bandarískum eða þýskum bílaframleiðendum.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent