Í eldhúsi Evu: Kjúklingur saltimbocca Eva Laufey skrifar 12. maí 2017 21:00 Kjúklingur saltimbocca. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram hinar ýmsu kræsingar. Hér má finna uppskrift að kjúklingi saltimbocca. Kjúklingur saltimbocca Fjórar kjúklingabringur 8 hráskinkusneiðar 10-12 fersk salvíublöð Salt og nýmalaður pipar 1-2 msk. ólífuolía Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið eitt salvíublað ofan á kjúklingabringuna og vefjið hráskinkunni utan um hvern bita. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í smá stund á hvorri hlið eða þar til þær eru brúnaðar á öllum hliðum. Leggið bringurnar því næst í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 20 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum útbúið þið sósuna og kartöflumús. Kartöflumús með parmesanosti 500 g soðnar kartöflur 30 g smjör 1 dl mjólk Salt og nýmalaður pipar 1 dl rifinn parmesan-ostur Afhýðið kartöflurnar og bræðið smjörið. Setjið kartöflurnar út í smjörið og takið pottinn af hitanum, stappið kartöflurnar vel saman við smjörið og hellið volgri mjólk út í í smáum skömmtum. Bætið ostinum við og stappið allt vel saman þar til réttri áferð er náð, það er smekksatriði hvað þið notið mikla mjólk en þið finnið það um leið ef þið þurfið að bæta við mjólk. Bragðbætið með salti og pipar. Hvítvínssósa 2 msk. smjör 6-7 fersk salvíublöð, smátt skorin 700 ml hvítvín 1 stk. kjúklingakraftur Nýmalaður pipar Bræðið smjörið á pönnu og steikið salvíublöðin. Hellið hvítvíninu út á og bætið kjúklingakraftinum saman við. Kryddið til með pipar. Leyfið sósunni að sjóða í smá stund, lækkið þá hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Eva Laufey Kartöflumús Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram hinar ýmsu kræsingar. Hér má finna uppskrift að kjúklingi saltimbocca. Kjúklingur saltimbocca Fjórar kjúklingabringur 8 hráskinkusneiðar 10-12 fersk salvíublöð Salt og nýmalaður pipar 1-2 msk. ólífuolía Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið eitt salvíublað ofan á kjúklingabringuna og vefjið hráskinkunni utan um hvern bita. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í smá stund á hvorri hlið eða þar til þær eru brúnaðar á öllum hliðum. Leggið bringurnar því næst í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 20 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum útbúið þið sósuna og kartöflumús. Kartöflumús með parmesanosti 500 g soðnar kartöflur 30 g smjör 1 dl mjólk Salt og nýmalaður pipar 1 dl rifinn parmesan-ostur Afhýðið kartöflurnar og bræðið smjörið. Setjið kartöflurnar út í smjörið og takið pottinn af hitanum, stappið kartöflurnar vel saman við smjörið og hellið volgri mjólk út í í smáum skömmtum. Bætið ostinum við og stappið allt vel saman þar til réttri áferð er náð, það er smekksatriði hvað þið notið mikla mjólk en þið finnið það um leið ef þið þurfið að bæta við mjólk. Bragðbætið með salti og pipar. Hvítvínssósa 2 msk. smjör 6-7 fersk salvíublöð, smátt skorin 700 ml hvítvín 1 stk. kjúklingakraftur Nýmalaður pipar Bræðið smjörið á pönnu og steikið salvíublöðin. Hellið hvítvíninu út á og bætið kjúklingakraftinum saman við. Kryddið til með pipar. Leyfið sósunni að sjóða í smá stund, lækkið þá hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
Eva Laufey Kartöflumús Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið