Porsche 911 verður ekki tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 11:24 Porsche 911 fær ekki Plug-In-Hybrid kerfi. Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent
Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent