Fyrsta torfæran ársins á Hellu um helgina Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 09:22 Víst má telja að boðið verði uppá mikil átök á Hellu á morgun. Á morgun, laugardag 13. maí kl 11:00 halda Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd Heklu fyrstu umferð Íslandmótsins í torfæru, Blakläder torfæruna. Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði FBSH við Gunnarsholtsveg rétt austan Hellu, líkt og undanfarin 44 ár. Undanfarin ár hefur keppnin verið vel sótt, keppendur hafa sýnt svakalegar listir og gríðarleg stemming myndast. Torfærukeppni þessi er skemmtun fyrir alla fjölskylduna og mikið fyrir augað þar sem keppendur keppast við að leysa þrautir í sandbrekkum, bröttum klöppum, í fleytingum á vatni og akstri í mýri. Lögreglan á Suðurlandi verður að sjálfsögðu við hraðamælingar á ánni og verður gaman að sjá hvort heimsmetið í hraðakstri á vatni falli. Sumarveður er í kortunum og keppnissvæðið á Hellu með áhorfendastúkur frá náttúrunnar hendi þannig allir geta látið fara vel um sig í brekkunum. Keppendurnir, sem eru 20 talsins í tveimur flokkum, eru nú í óða önn að leggja loka hönd á bílana sína en hér er örlítil umfjöllun um hvern þeirra fyrir sig. Sveinbjörn Reynisson keppir á bílnum Bazooku sem hann hefur verið að smíða í nokkur ár og er hér mættur í sína fyrstu keppni.Eðvald Orri Guðmunds hefur verið í toppbaráttunni í götubílaflokki í nokkur ár og aldrei unnið á Hellu en nú er búið að setja forþjöppu í Pjakkinn og verður gaman að sjá hvort þetta hafi allan tímann verið kraftleysi í bílnum að kenna eða bara honum sjálfum.Haukur Birgisson á sínum Þeytingi hefur keppt í götubílaflokknum í nokkur á. Hann hefur gert ýmsar breytingar á bílnum í vetur sem hann ætlar að reyna á Hellu.Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hefur keppt í það mörg ár í torfæru að keppnisstjórinn var ekki fæddur þegar hann byrjaði. Strumpurinn hefur verið sigursæll á Hellu í gegnum árin og er einn sá besti af götubílunum í því að keyra á vatni.Ragnar Skúlason á Kölska. Raggi Skúla er reynslubolti í sportinu, keppti á Galdragul í mörg ár hér árum áður, seldi svo bílinn en hélt mótornum eftir. Raggi seldi mótorinn svo í kölska og hefur Ívar Guðmundsson orðið íslandsmeistari í nokkur ár með hann undir húddinu. Það verður gaman að sjá hvort Raggi hafi einhverju gleymt á 15 árum.Arnar Elí Gunnarsson er mættur hér í sína fyrstu keppni. Hann mun taka sæti Alexanders Más á All-inn. Alltaf gaman að fá nýja keppendur inn. Bíllinn er farinn að skríða á tvítugsaldurinn og ætti að kunna eitthvað fyrir sér.Ingólfur Guðvarðarson og Guttinn Reborn mæta að venju á Hellu. Í vetur fór Guttinn á Dinobekk en hann er notaður til þess að mæla hestöfl í bílum. Nokkuð hefur verið á reiki í gegnum árin hvað torfærubílar eru mörg hestöfl. Oftar en ekki er talað um Torfæruhestöfl og eru þau að venju svona 30-50% fleiri en raunveruleikinn. Dinobekkur segir hinsvegar nákvæmlega til um hestöflin sem skila sér til hjólanna og mældist Guttinn sem er með V8 LQ9 vél og STÓRA forþjöppu 936 hestöfl. Þau ættu að jafnast á við 1.500 torfæruhestöfl. Ingólfur stefnir á að komast í allar brautirnar í ár en fyrstu brautirnar hafa tekið toll af Guttanum sem hefur verið í henglum í þeim síðustu í gegnum árin. Elías Guðmundsson keppti í sinni fyrstu torfærukeppni í fyrra en þar fékk hann lánaðan bíl og endaði í fjórða sæti. Sportið fangaði hann gersamlega og endaði þannig að hann keypti bíl frá Noregi í vetur og er mættu með hann hér til keppni. Bíllinn hét áður Rodeo, en hefur fengið nafnið Ótemjan. Þetta er sigursæll bíll og því pressa á Elíasi að standa sig.Magnús Siguðsson á Kubbi fer aðrar leiðir. Hann er sá eini í sportinu með 4 strokka vél sem er helmingi minni en hinir, sem hafa allir 8 strokka. Samt sem áður hjálpar stór forþjappa svo hann hefur ámóta mörg hestöfl og hinir. Maggi hefur verið í toppbaráttunni undanfarin ár.Geir Evert Grímsson á Sleggjunni keyrði frambúnaðinn í kássu í síðustu keppni á Hellu og var því lítið með í fyrrihlutanum. Við skulum vona að hann sé búinn að smíða hana undir aftur og láti hana hafa það í brekkunum.Guðbjörn Grímsson á Kötlu Turbo á óslegið hraðamet í akstri á vatni síðan 2014. Hann hefur reynt að bæta það, sem og margir aðrir, en engum tekist. Bubbi var lítið með í fyrra en mætir nú sterkur til leiks á nýskveruðum bíl.Atli Jamil Ásgeirsson kom nýr í sportið í fyrra þegar hann keypti bílinn Thunderbolt. Hann stóð sig vel í fyrra en breytti bílnum í bát þegar kom að því að fleyta á ánni.Guðmundur Arnarsson á Ljóninu var í gríðarlegri toppbaráttu allt árið í fyrra þar sem hann lét í lægri hlut fyrir Íslandsmeistaranum Snorra Þór Árnasyni. Guðmundur fékk svo Þór Þormar til að kaupa bílinn af Snorra og því ætti þetta ekki að vera vandamál í ár.Gestur J. Ingólfsson á Draumnum hefur keppt þær nokkrar keppnirnar á Hellu og Draumurinn sennilega enn fleiri. Draumurinn er að virka mjög skemmtilega og var það einmitt hann sem Elías keyrði í fyrrasumar þegar hann heillaðist af sportinu. Elías stóð sig vel þannig það er pressa á Gesti að gera slíkt til sama.Árni Kópsson á Heimasætunni er mörgum kunnugur. Hann smíðaði hana upphaflega fyrir um 30 árum og hefur hún nánast verið í keppni síðan. Árni hefur þó selt hana og keypt tvisvar og búið er að smíða hana upp allnokkrum sinnum síðan. Hann hefur verið sigursæll á Hellu og þarf nú að sýna okkur að hann hafi engu gleymt.Birgir Sigurðsson á General Doctornum er vanur að vera með drif á einum öxli og keyra á hlið í svokölluðu drifti. Ekki þótti honum þó nóg að vera bara í einu sporti og keypti torfærubíl af Þór Þormar í vetur. Birgir hefur alldrei keyrt torfærubíl eða 4x4 bíl, svo það verður gaman að sjá hver útkoman verður.Haukur Viðar Einarsson gerði sér lítið fyrir í vetur og smíðaði nýjan bíl sem ber nafnið Hekla. Það mætti halda að henni hafi verið kastað fram úr erminni því smíðin hefur gengið hratt síðustu daga og má ætla að það verði lítið sofið á næsta sólahring.Þór Þormar Pálsson á Thor gerði sér lítið fyrir og keypti bílinn af Íslandsmeistaranum til margra ára. Hann hefur keppt í torfæru í nokkur ár á nokkrum misjöfnum bílum. Ætti að vera kominn á toppinn og þá er bara að stýra í gegnum öll hliðin og klára keppnina með stæl.Aron Ingi Svansson á Zombee hefur keppt í nokkur ár í torfærunni. Hann er búinn að elta flóruna og kominn með forþjöppu. Hljóðin úr Zombee hafa því aðeins skánað en hann skrækti mikið í fyrra. Aron hefur verið að keppa við pabba sinn síðustu ár en þar sem hann er ekki með núna stefnir hann á að vera ofar en hann að stigum eftir daginn.Valdimar Jón Sveinsson á Crash Hard getur ekki ákveðið í hvaða mótorsporti er best að vera. Hann á torfærubíl, rallýbíl, driftbíl og efalaust fleiri. Valdi er á gamla Trúðnum sem hefur keppt í mörg á Hellu og unnið. Gunnar Gunnarsson sem hefur ósjaldan verið við stýrið á Crash Hard verður dómari á keppnini en ætla má að það hjálpi Valda ekki meira en öðrum fyrrverandi keppinautum Gunnars.Búast má við miklu tilþrifum og baráttu meðal keppenda.Verður sett hraðamet á vatninu? Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent
Á morgun, laugardag 13. maí kl 11:00 halda Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd Heklu fyrstu umferð Íslandmótsins í torfæru, Blakläder torfæruna. Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði FBSH við Gunnarsholtsveg rétt austan Hellu, líkt og undanfarin 44 ár. Undanfarin ár hefur keppnin verið vel sótt, keppendur hafa sýnt svakalegar listir og gríðarleg stemming myndast. Torfærukeppni þessi er skemmtun fyrir alla fjölskylduna og mikið fyrir augað þar sem keppendur keppast við að leysa þrautir í sandbrekkum, bröttum klöppum, í fleytingum á vatni og akstri í mýri. Lögreglan á Suðurlandi verður að sjálfsögðu við hraðamælingar á ánni og verður gaman að sjá hvort heimsmetið í hraðakstri á vatni falli. Sumarveður er í kortunum og keppnissvæðið á Hellu með áhorfendastúkur frá náttúrunnar hendi þannig allir geta látið fara vel um sig í brekkunum. Keppendurnir, sem eru 20 talsins í tveimur flokkum, eru nú í óða önn að leggja loka hönd á bílana sína en hér er örlítil umfjöllun um hvern þeirra fyrir sig. Sveinbjörn Reynisson keppir á bílnum Bazooku sem hann hefur verið að smíða í nokkur ár og er hér mættur í sína fyrstu keppni.Eðvald Orri Guðmunds hefur verið í toppbaráttunni í götubílaflokki í nokkur ár og aldrei unnið á Hellu en nú er búið að setja forþjöppu í Pjakkinn og verður gaman að sjá hvort þetta hafi allan tímann verið kraftleysi í bílnum að kenna eða bara honum sjálfum.Haukur Birgisson á sínum Þeytingi hefur keppt í götubílaflokknum í nokkur á. Hann hefur gert ýmsar breytingar á bílnum í vetur sem hann ætlar að reyna á Hellu.Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hefur keppt í það mörg ár í torfæru að keppnisstjórinn var ekki fæddur þegar hann byrjaði. Strumpurinn hefur verið sigursæll á Hellu í gegnum árin og er einn sá besti af götubílunum í því að keyra á vatni.Ragnar Skúlason á Kölska. Raggi Skúla er reynslubolti í sportinu, keppti á Galdragul í mörg ár hér árum áður, seldi svo bílinn en hélt mótornum eftir. Raggi seldi mótorinn svo í kölska og hefur Ívar Guðmundsson orðið íslandsmeistari í nokkur ár með hann undir húddinu. Það verður gaman að sjá hvort Raggi hafi einhverju gleymt á 15 árum.Arnar Elí Gunnarsson er mættur hér í sína fyrstu keppni. Hann mun taka sæti Alexanders Más á All-inn. Alltaf gaman að fá nýja keppendur inn. Bíllinn er farinn að skríða á tvítugsaldurinn og ætti að kunna eitthvað fyrir sér.Ingólfur Guðvarðarson og Guttinn Reborn mæta að venju á Hellu. Í vetur fór Guttinn á Dinobekk en hann er notaður til þess að mæla hestöfl í bílum. Nokkuð hefur verið á reiki í gegnum árin hvað torfærubílar eru mörg hestöfl. Oftar en ekki er talað um Torfæruhestöfl og eru þau að venju svona 30-50% fleiri en raunveruleikinn. Dinobekkur segir hinsvegar nákvæmlega til um hestöflin sem skila sér til hjólanna og mældist Guttinn sem er með V8 LQ9 vél og STÓRA forþjöppu 936 hestöfl. Þau ættu að jafnast á við 1.500 torfæruhestöfl. Ingólfur stefnir á að komast í allar brautirnar í ár en fyrstu brautirnar hafa tekið toll af Guttanum sem hefur verið í henglum í þeim síðustu í gegnum árin. Elías Guðmundsson keppti í sinni fyrstu torfærukeppni í fyrra en þar fékk hann lánaðan bíl og endaði í fjórða sæti. Sportið fangaði hann gersamlega og endaði þannig að hann keypti bíl frá Noregi í vetur og er mættu með hann hér til keppni. Bíllinn hét áður Rodeo, en hefur fengið nafnið Ótemjan. Þetta er sigursæll bíll og því pressa á Elíasi að standa sig.Magnús Siguðsson á Kubbi fer aðrar leiðir. Hann er sá eini í sportinu með 4 strokka vél sem er helmingi minni en hinir, sem hafa allir 8 strokka. Samt sem áður hjálpar stór forþjappa svo hann hefur ámóta mörg hestöfl og hinir. Maggi hefur verið í toppbaráttunni undanfarin ár.Geir Evert Grímsson á Sleggjunni keyrði frambúnaðinn í kássu í síðustu keppni á Hellu og var því lítið með í fyrrihlutanum. Við skulum vona að hann sé búinn að smíða hana undir aftur og láti hana hafa það í brekkunum.Guðbjörn Grímsson á Kötlu Turbo á óslegið hraðamet í akstri á vatni síðan 2014. Hann hefur reynt að bæta það, sem og margir aðrir, en engum tekist. Bubbi var lítið með í fyrra en mætir nú sterkur til leiks á nýskveruðum bíl.Atli Jamil Ásgeirsson kom nýr í sportið í fyrra þegar hann keypti bílinn Thunderbolt. Hann stóð sig vel í fyrra en breytti bílnum í bát þegar kom að því að fleyta á ánni.Guðmundur Arnarsson á Ljóninu var í gríðarlegri toppbaráttu allt árið í fyrra þar sem hann lét í lægri hlut fyrir Íslandsmeistaranum Snorra Þór Árnasyni. Guðmundur fékk svo Þór Þormar til að kaupa bílinn af Snorra og því ætti þetta ekki að vera vandamál í ár.Gestur J. Ingólfsson á Draumnum hefur keppt þær nokkrar keppnirnar á Hellu og Draumurinn sennilega enn fleiri. Draumurinn er að virka mjög skemmtilega og var það einmitt hann sem Elías keyrði í fyrrasumar þegar hann heillaðist af sportinu. Elías stóð sig vel þannig það er pressa á Gesti að gera slíkt til sama.Árni Kópsson á Heimasætunni er mörgum kunnugur. Hann smíðaði hana upphaflega fyrir um 30 árum og hefur hún nánast verið í keppni síðan. Árni hefur þó selt hana og keypt tvisvar og búið er að smíða hana upp allnokkrum sinnum síðan. Hann hefur verið sigursæll á Hellu og þarf nú að sýna okkur að hann hafi engu gleymt.Birgir Sigurðsson á General Doctornum er vanur að vera með drif á einum öxli og keyra á hlið í svokölluðu drifti. Ekki þótti honum þó nóg að vera bara í einu sporti og keypti torfærubíl af Þór Þormar í vetur. Birgir hefur alldrei keyrt torfærubíl eða 4x4 bíl, svo það verður gaman að sjá hver útkoman verður.Haukur Viðar Einarsson gerði sér lítið fyrir í vetur og smíðaði nýjan bíl sem ber nafnið Hekla. Það mætti halda að henni hafi verið kastað fram úr erminni því smíðin hefur gengið hratt síðustu daga og má ætla að það verði lítið sofið á næsta sólahring.Þór Þormar Pálsson á Thor gerði sér lítið fyrir og keypti bílinn af Íslandsmeistaranum til margra ára. Hann hefur keppt í torfæru í nokkur ár á nokkrum misjöfnum bílum. Ætti að vera kominn á toppinn og þá er bara að stýra í gegnum öll hliðin og klára keppnina með stæl.Aron Ingi Svansson á Zombee hefur keppt í nokkur ár í torfærunni. Hann er búinn að elta flóruna og kominn með forþjöppu. Hljóðin úr Zombee hafa því aðeins skánað en hann skrækti mikið í fyrra. Aron hefur verið að keppa við pabba sinn síðustu ár en þar sem hann er ekki með núna stefnir hann á að vera ofar en hann að stigum eftir daginn.Valdimar Jón Sveinsson á Crash Hard getur ekki ákveðið í hvaða mótorsporti er best að vera. Hann á torfærubíl, rallýbíl, driftbíl og efalaust fleiri. Valdi er á gamla Trúðnum sem hefur keppt í mörg á Hellu og unnið. Gunnar Gunnarsson sem hefur ósjaldan verið við stýrið á Crash Hard verður dómari á keppnini en ætla má að það hjálpi Valda ekki meira en öðrum fyrrverandi keppinautum Gunnars.Búast má við miklu tilþrifum og baráttu meðal keppenda.Verður sett hraðamet á vatninu?
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent