Kappakstursbíll nemenda HR afhjúpaður í dag Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 09:02 Keppnisbíll HR í fyrra. Nemendur í tæknifræði og verkfræði við Háskólann í Reykjavík taka nú þátt í Formula Student keppninni í annað skipti. Nýr kappakstursbíll liðsins verður afhjúpaður á Tæknidegi tækni- og verkfræðideildar HR í dag 12. maí kl. 14:15. Lið HR, Team Sleipnir, náði þeim frábæra árangri í fyrrasumar að komast í gegnum allar öryggisprófanir og aksturshluta Formula Student keppninnar á hinni sögufrægu Silverstone braut í Bretlandi. Aðeins um fjörutíu lið af yfir 100 náðu þeim árangri að taka þátt í öllum fjórum akstursþrautum keppninnar og engir nýliðar fengu fleiri stig í keppninni en lið HR. Í ár stefnir liðið að því að ná enn betri árangri með léttari og betri bíl. Eins og í fyrra keppir lið HR í flokki bíla sem ganga fyrir 85% etanóli og 15% bensíni. Bíllinn er allur smíðaður í HR, af nemendum, að undanskilinni berstrípaðri vélinni sem er fjögurra cylindra vél úr Yamaha mótorhjóli. Loftinntak, stýri og fjölmargir aðrir íhlutir eru þrívíddarprentaðir. Drif, hjólafestur og mót fyrir yfirbyggingu eru smíðuð í nýjum CNC fræsi- og rennibekkjum HR. Allur drif- og hjólabúnaður er léttari en áður og gírskiptingin er loftskipt og takkastýrð. Meira er nú lagt upp úr tölvustýringum, mælum og öðrum rafmagnsbúnaði en í bílnum í fyrra. Sérstök áhersla verður einnig lögð á að fá fleiri stig út úr þeim hluta keppninnar sem snýr að kynningu á hönnun og viðskiptaáætlun. Nánari tæknilega upplýsingar um bílinn er að finna á vefsíðu Team Sleipnis, á http://teamsleipnir.is og upplýsingar um Tæknidaginn má finna hér; https://www.ru.is/tvd/vidburdir/taeknidagurinn-2017 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent
Nemendur í tæknifræði og verkfræði við Háskólann í Reykjavík taka nú þátt í Formula Student keppninni í annað skipti. Nýr kappakstursbíll liðsins verður afhjúpaður á Tæknidegi tækni- og verkfræðideildar HR í dag 12. maí kl. 14:15. Lið HR, Team Sleipnir, náði þeim frábæra árangri í fyrrasumar að komast í gegnum allar öryggisprófanir og aksturshluta Formula Student keppninnar á hinni sögufrægu Silverstone braut í Bretlandi. Aðeins um fjörutíu lið af yfir 100 náðu þeim árangri að taka þátt í öllum fjórum akstursþrautum keppninnar og engir nýliðar fengu fleiri stig í keppninni en lið HR. Í ár stefnir liðið að því að ná enn betri árangri með léttari og betri bíl. Eins og í fyrra keppir lið HR í flokki bíla sem ganga fyrir 85% etanóli og 15% bensíni. Bíllinn er allur smíðaður í HR, af nemendum, að undanskilinni berstrípaðri vélinni sem er fjögurra cylindra vél úr Yamaha mótorhjóli. Loftinntak, stýri og fjölmargir aðrir íhlutir eru þrívíddarprentaðir. Drif, hjólafestur og mót fyrir yfirbyggingu eru smíðuð í nýjum CNC fræsi- og rennibekkjum HR. Allur drif- og hjólabúnaður er léttari en áður og gírskiptingin er loftskipt og takkastýrð. Meira er nú lagt upp úr tölvustýringum, mælum og öðrum rafmagnsbúnaði en í bílnum í fyrra. Sérstök áhersla verður einnig lögð á að fá fleiri stig út úr þeim hluta keppninnar sem snýr að kynningu á hönnun og viðskiptaáætlun. Nánari tæknilega upplýsingar um bílinn er að finna á vefsíðu Team Sleipnis, á http://teamsleipnir.is og upplýsingar um Tæknidaginn má finna hér; https://www.ru.is/tvd/vidburdir/taeknidagurinn-2017
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent