Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2017 10:53 Kristian Kostov, fulltrúi Búlgaríu í Eurovision í ár. Vísir/EPA Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni. Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni.
Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00
Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00