Lífið

Júrógarðurinn: „Helvítis kjaftæði“

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. Í gærkvöldi féll Svala Björgvinsdóttir úr leik í fyrra undanúrslitakvöldinu í höllinni í Kænugarði.

Júrógarðurinn er vefþáttur sem hefur verður á Vísi síðustu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.  

Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson sem eru staddir úti í Kænugarði og munu þeir fjalla ítarlega um keppnina næstu daga. 

Þeir félagar fóru aðeins yfir gærdaginn og voru þeir báðir sammála um að það væri algjör skandall að Svala hafi ekki komist áfram. Mörg önnur lög í keppninni sem voru mun verri en framlag okkar Íslendinga. 

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. 

Þá verð
ur sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. 

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  



Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.