Kia toppar áreiðanleikakönnun J.D. Power aftur 22. júní 2017 14:57 Kia Rio í reynsluakstri í Lissabon. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Kia náði efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun J.D. Power á meðal bílaframleiðenda heims. Því fylgir Kia nú eftir og er aftur í efsta sæti í þessum mælingum J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum. Í öðru sæti kemur Genesis, lúxusbílamerki Hyundai, sem segja má að sé systurmerki Kia þar sem Hyundai á stærstan hluta í Kia. Í þriðja sæti er Porsche, í fjórða Ford og svo Ram. Mini tekur stærsta stökkið upp listann og er nú í 13. sæti. J.D. Power segir að aldrei áður hafi bílmerkin skorað eins hátt að meðaltali og nú, með bætingu uppá 8% og eru það góðar fréttir fyrir bílkaupendur. J.D. Power nefnir líka að þetta sé í þriðja skiptið sem bílamerki sem ekki telst lúxusbílamerki sé efst á listanum, allar götu frá fyrstu mælingu þeirra árið 1987. J.D. Power spurði 80.000 eigendur nýrra bíla og svöruðu þeir 233 spurningum á átta mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.Listi bílaframleiðenda þetta árið. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Kia náði efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun J.D. Power á meðal bílaframleiðenda heims. Því fylgir Kia nú eftir og er aftur í efsta sæti í þessum mælingum J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum. Í öðru sæti kemur Genesis, lúxusbílamerki Hyundai, sem segja má að sé systurmerki Kia þar sem Hyundai á stærstan hluta í Kia. Í þriðja sæti er Porsche, í fjórða Ford og svo Ram. Mini tekur stærsta stökkið upp listann og er nú í 13. sæti. J.D. Power segir að aldrei áður hafi bílmerkin skorað eins hátt að meðaltali og nú, með bætingu uppá 8% og eru það góðar fréttir fyrir bílkaupendur. J.D. Power nefnir líka að þetta sé í þriðja skiptið sem bílamerki sem ekki telst lúxusbílamerki sé efst á listanum, allar götu frá fyrstu mælingu þeirra árið 1987. J.D. Power spurði 80.000 eigendur nýrra bíla og svöruðu þeir 233 spurningum á átta mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.Listi bílaframleiðenda þetta árið.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent