Sport

Boris Becker gjaldþrota

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boris Becker.
Boris Becker. vísir/getty
Tenniskappinn fyrrverandi Boris Becker hefur verið úrskurðaður gjaldþrota af dómstól í London.

Hinn 49 ára gamli Becker skuldaði háar fjárhæðir í Bretlandi og gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Lögfræðingar Becker reyndu að koma í veg fyrir gjaldþrotið með því að selja fasteign á Mallorca en það gekk ekki.

Becker sjálfur sagðist vera miður sín yfir þessari niðurstöðu. Hann sagðist ekki skilja af hverju hefði verið farið í hart gegn sér þar sem hann hefði greitt þessa skuld eftir mánuð.

Becker vann sex risamót á glæstum ferli sínum og er yngsti sigurvegari Wimbledon-mótsins frá upphafi.

Hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari síðustu ár en hann var þjálfari Novak Djokovic. Hann vinnur einnig sem sjónvarpsmaður fyrir BBc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×