Millilending á ferli Arons Rafns Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 06:00 Aron Rafn í landsleiknum gegn Úkraínu á sunnudaginn. vísir/anton „Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“ Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
„Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennskunni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kominn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska liðinu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild.Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spilaði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gústavsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evrópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrjum að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir markvörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um einhvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggjað.“
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira