Mislangar ævir Þorvaldur Gylfason skrifar 22. júní 2017 07:00 Við mennirnir lifum mislengi. Þjóðir lifa með líku lagi mislengi. Skemmst allra lifir nú að jafnaði fólkið í Svasílandi, örlitlu háfjöllóttu landi sem er umlukið Suður-Afríku. Svasíland er nú eina land heimsins þar sem ævilíkur nýfæddra barna ná ekki 50 árum. Lengst lifir nú fólkið í Hong Kong þar sem hvítvoðungur getur vænzt þess að verða 84ra ára. Þessar tölur marka mikla framför frá fyrri tíð. Mest munar um minnkandi barnadauða. Árið 1960 skiptist heimurinn í tvo nokkurn veginn jafnstóra hópa landa. Annar helmingurinn bjó við stuttar ævir, frá 28 árum að jafnaði í Malí í Vestur-Afríku upp í tæp 50 ár í El Salvador í Mið-Ameríku. Hinn helmingurinn sem var mun fámennari bjó við lengri ævir, allt að 73 árum (Noregur, Ísland, Holland og Svíþjóð). Nú hafa Kínverjar í Hong Kong skotið okkur Íslendingum og Norðmönnum aftur fyrir sig og einnig Japanar (84 ár), Ítalar (84 ár), Spánverjar (83 ár) og Svisslendingar (83 ár). Ævirnar halda áfram að lengjast víðast hvar eins og vera ber.Íslenzka talan um meðalævilengd 2016 er tæp 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur skv. Hagstofunni. Konurnar lifa m.ö.o. þrem árum lengur að jafnaði en karlarnir. Íslendingar lifa nú að jafnaði tíu árum lengur en 1960. Og Kínverjarnir í Hong Kong lifa nú 17 árum lengur að jafnaði en þeir gerðu 1960, Japanar 16 árum lengur.Misskipting heilbrigðis Nýjar rannsóknir benda til mikils munar á ævilengd ríkra og fátækra. Hagfræðingar birtu um daginn fróðlega ritgerð sem sýnir að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar tekjur. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Undangengin 15 ár hafa ævir ríkra karla lengzt um rösk tvö ár og ríkra kvenna um tæp þrjú ár. Ævir fátækra karla hafa lengzt um þrjá mánuði á sama tíma og ævir fátækra kvenna hafa staðið í stað. Þessi samanburður nær til þeirra 5% einstaklinga sem hafa mestar tekjur og þeirra 5% sem hafa minnstar tekjur.Ójafn aðgangur Þessi mikli munur virðist vitna m.a. um ólíkan efnahag og ójafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Í þessu ljósi þarf að skoða þann einbeitta ásetning repúblikana á Bandaríkjaþingi og Trumps forseta að nema úr gildi heilbrigðislöggjöfina frá 2010 sem kennd er við Obama fv. forseta (e. Obamacare) og svipta með því móti 23 milljónir Bandaríkjamanna nýfengnum heilbrigðistryggingum. Í þessu ljósi þarf einnig að skoða nýjar upplýsingar um hrakandi heilsu Bandaríkjamanna. Kaninn lifði að jafnaði 70 ár 1960 og lifir nú 79 ár. Munurinn á Íslandi og Bandaríkjunum var þrjú ár 1960 (70 ár þar, 73 ár hér) og er fjögur ár nú (79 ár þar, 83 ár hér). Meðalævilengd Bandaríkjamanna eykst hægar en hér heima og víðar m.a. vegna þess að ævilengd miðaldra hvítra Bandaríkjamanna hefur farið lækkandi frá 1999 vegna ólifnaðarsjúkdóma, eiturlyfjaneyzlu og sjálfsvíga. Slíkt hefur ekki áður gerzt í nútímanum nema í Rússlandi eftir hrun kommúnismans og í Afríku af völdum eyðniveirunnar. Manntjónið í Bandaríkjunum af völdum þessa faraldurs slagar hátt upp í mannfallið af völdum eyðnifaraldursins þar vestra frá 1981.Breytt landslag Spurningin um aukinn ójöfnuð í skiptingu lífsgæða snýst ekki aðeins um tekjur, eignir og völd heldur snýst hún einnig bókstaflega um líf og dauða. Óvæntar afleiðingar aukinnar misskiptingar leyna sér ekki. Með því að setja misskiptingu á oddinn í kosningabaráttu sinni 2016 komst Bernie Sanders, sósíalistinn sem hafði áratugum saman verið hálfgerður utangarðsmaður í bandarískum stjórnmálum, nálægt því að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Svo virðist sem Donald Trump hafi náð kjöri m.a. með því að tala máli þeirra sem höllum fæti standa. Bretar ákváðu í fyrra að ganga úr ESB einkum fyrir tilstilli þeirra sem telja sig hafa orðið undir í efnahagslífi Bretlands. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) lét sér misskiptingu í léttu rúmi liggja fram að hruni en ræðir nú sambandið milli misskiptingar og árangurs í efnahagsmálum í samtölum við aðildarlönd sjóðsins. Fast er sótt að Sjóðnum vegna þessa af hálfu þeirra sem halda því fram að aukinn ójöfnuður sé einföld og eðlileg afleiðing þess að þannig vilji menn hafa þetta. Hverjir ætli það séu sem vilja hafa þetta svona? Það eru vitaskuld þeir sem hefur tekizt að sölsa undir sig auð og völd frá öðrum. Sumir þeirra, þ. á m. nokkrir hagfræðingar í Chicago, halda því ennþá fram fullum fetum eins og ekkert hafi gerzt að atvinnuleysi sé ævinlega viljað. Fólk vill vera atvinnulaust, segja þeir. Öll vitleysa er eins, segi ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Við mennirnir lifum mislengi. Þjóðir lifa með líku lagi mislengi. Skemmst allra lifir nú að jafnaði fólkið í Svasílandi, örlitlu háfjöllóttu landi sem er umlukið Suður-Afríku. Svasíland er nú eina land heimsins þar sem ævilíkur nýfæddra barna ná ekki 50 árum. Lengst lifir nú fólkið í Hong Kong þar sem hvítvoðungur getur vænzt þess að verða 84ra ára. Þessar tölur marka mikla framför frá fyrri tíð. Mest munar um minnkandi barnadauða. Árið 1960 skiptist heimurinn í tvo nokkurn veginn jafnstóra hópa landa. Annar helmingurinn bjó við stuttar ævir, frá 28 árum að jafnaði í Malí í Vestur-Afríku upp í tæp 50 ár í El Salvador í Mið-Ameríku. Hinn helmingurinn sem var mun fámennari bjó við lengri ævir, allt að 73 árum (Noregur, Ísland, Holland og Svíþjóð). Nú hafa Kínverjar í Hong Kong skotið okkur Íslendingum og Norðmönnum aftur fyrir sig og einnig Japanar (84 ár), Ítalar (84 ár), Spánverjar (83 ár) og Svisslendingar (83 ár). Ævirnar halda áfram að lengjast víðast hvar eins og vera ber.Íslenzka talan um meðalævilengd 2016 er tæp 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur skv. Hagstofunni. Konurnar lifa m.ö.o. þrem árum lengur að jafnaði en karlarnir. Íslendingar lifa nú að jafnaði tíu árum lengur en 1960. Og Kínverjarnir í Hong Kong lifa nú 17 árum lengur að jafnaði en þeir gerðu 1960, Japanar 16 árum lengur.Misskipting heilbrigðis Nýjar rannsóknir benda til mikils munar á ævilengd ríkra og fátækra. Hagfræðingar birtu um daginn fróðlega ritgerð sem sýnir að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar tekjur. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Undangengin 15 ár hafa ævir ríkra karla lengzt um rösk tvö ár og ríkra kvenna um tæp þrjú ár. Ævir fátækra karla hafa lengzt um þrjá mánuði á sama tíma og ævir fátækra kvenna hafa staðið í stað. Þessi samanburður nær til þeirra 5% einstaklinga sem hafa mestar tekjur og þeirra 5% sem hafa minnstar tekjur.Ójafn aðgangur Þessi mikli munur virðist vitna m.a. um ólíkan efnahag og ójafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Í þessu ljósi þarf að skoða þann einbeitta ásetning repúblikana á Bandaríkjaþingi og Trumps forseta að nema úr gildi heilbrigðislöggjöfina frá 2010 sem kennd er við Obama fv. forseta (e. Obamacare) og svipta með því móti 23 milljónir Bandaríkjamanna nýfengnum heilbrigðistryggingum. Í þessu ljósi þarf einnig að skoða nýjar upplýsingar um hrakandi heilsu Bandaríkjamanna. Kaninn lifði að jafnaði 70 ár 1960 og lifir nú 79 ár. Munurinn á Íslandi og Bandaríkjunum var þrjú ár 1960 (70 ár þar, 73 ár hér) og er fjögur ár nú (79 ár þar, 83 ár hér). Meðalævilengd Bandaríkjamanna eykst hægar en hér heima og víðar m.a. vegna þess að ævilengd miðaldra hvítra Bandaríkjamanna hefur farið lækkandi frá 1999 vegna ólifnaðarsjúkdóma, eiturlyfjaneyzlu og sjálfsvíga. Slíkt hefur ekki áður gerzt í nútímanum nema í Rússlandi eftir hrun kommúnismans og í Afríku af völdum eyðniveirunnar. Manntjónið í Bandaríkjunum af völdum þessa faraldurs slagar hátt upp í mannfallið af völdum eyðnifaraldursins þar vestra frá 1981.Breytt landslag Spurningin um aukinn ójöfnuð í skiptingu lífsgæða snýst ekki aðeins um tekjur, eignir og völd heldur snýst hún einnig bókstaflega um líf og dauða. Óvæntar afleiðingar aukinnar misskiptingar leyna sér ekki. Með því að setja misskiptingu á oddinn í kosningabaráttu sinni 2016 komst Bernie Sanders, sósíalistinn sem hafði áratugum saman verið hálfgerður utangarðsmaður í bandarískum stjórnmálum, nálægt því að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Svo virðist sem Donald Trump hafi náð kjöri m.a. með því að tala máli þeirra sem höllum fæti standa. Bretar ákváðu í fyrra að ganga úr ESB einkum fyrir tilstilli þeirra sem telja sig hafa orðið undir í efnahagslífi Bretlands. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) lét sér misskiptingu í léttu rúmi liggja fram að hruni en ræðir nú sambandið milli misskiptingar og árangurs í efnahagsmálum í samtölum við aðildarlönd sjóðsins. Fast er sótt að Sjóðnum vegna þessa af hálfu þeirra sem halda því fram að aukinn ójöfnuður sé einföld og eðlileg afleiðing þess að þannig vilji menn hafa þetta. Hverjir ætli það séu sem vilja hafa þetta svona? Það eru vitaskuld þeir sem hefur tekizt að sölsa undir sig auð og völd frá öðrum. Sumir þeirra, þ. á m. nokkrir hagfræðingar í Chicago, halda því ennþá fram fullum fetum eins og ekkert hafi gerzt að atvinnuleysi sé ævinlega viljað. Fólk vill vera atvinnulaust, segja þeir. Öll vitleysa er eins, segi ég. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun