ÍRiiS frumsýnir nýtt tónlistarmyndband: „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2017 12:30 Skemmtilegt efni frá Írisi. Mynd/Kristina Pertrosuite Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/ Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/
Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira