Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2017 16:53 Ekki fengust allar vörurnar í könnuninni í Costco. Vísir/Eyþór Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. Allar vörurnar fengust hins vegar í Bónus og Fjarðarkaupum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 17 tilvikum af 42. Þar á eftir kom Costco sem var með lægsta verðið í 10 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið eða 17 sinnum og Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða í 15 tilvikum. Í frétt á vef ASÍ kemur fram að mjög mikill verðmunur hafi verið á grænmeti og ávöxtum á milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lá verðmunurinn á bilinu 50-156 prósent. Mestur var munurinn á kílóinu á bláberjum sem var ódýrast 1.245 krónur í Víði og dýrast 3.192 krónur í Iceland. „Einnig var mikill verðmunur á kjöti og fiski milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lág verðmunurinn á bilinu 28-119%. Mestur var verðmunurinn á kílóinu af frosnum ýsuflökum sem var dýrast í Kjörbúðinni Bolungarvik 2.183 krónur og ódýrast í Bónus Ögurhvarfi 998 krónur,“ segir á vef ASÍ en nánar má kynna sér könnunina hér.Um framkvæmd könnunarinnar:„Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 4. júlí 2017; Bónus Ögurhvarfi, Krónunni Granda, Nettó Reykjanesbæ, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni-Samkaup Bolungarvík, Hagkaupum Skeifunni, Víði Skeifunni og Iceland Vesturbergi.Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.“ Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. Allar vörurnar fengust hins vegar í Bónus og Fjarðarkaupum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 17 tilvikum af 42. Þar á eftir kom Costco sem var með lægsta verðið í 10 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið eða 17 sinnum og Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða í 15 tilvikum. Í frétt á vef ASÍ kemur fram að mjög mikill verðmunur hafi verið á grænmeti og ávöxtum á milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lá verðmunurinn á bilinu 50-156 prósent. Mestur var munurinn á kílóinu á bláberjum sem var ódýrast 1.245 krónur í Víði og dýrast 3.192 krónur í Iceland. „Einnig var mikill verðmunur á kjöti og fiski milli þeirra verslana sem skoðaðar voru og lág verðmunurinn á bilinu 28-119%. Mestur var verðmunurinn á kílóinu af frosnum ýsuflökum sem var dýrast í Kjörbúðinni Bolungarvik 2.183 krónur og ódýrast í Bónus Ögurhvarfi 998 krónur,“ segir á vef ASÍ en nánar má kynna sér könnunina hér.Um framkvæmd könnunarinnar:„Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 4. júlí 2017; Bónus Ögurhvarfi, Krónunni Granda, Nettó Reykjanesbæ, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni-Samkaup Bolungarvík, Hagkaupum Skeifunni, Víði Skeifunni og Iceland Vesturbergi.Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.“
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira