„Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í viðtali við Fréttablaðið sumarið 2015. Á þinginu 2014-2015 hafði hún verið gerð afturreka með frumvarp sitt um náttúrupassa sem svara átti kallinu um gjaldtöku á ferðamannastöðum sem hafði mikið verið í umræðunni misserin á undan, ekki síst vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna sem vart hefur farið framhjá mörgum Íslendingum. Tölfræðin sýnir að fjölgunin hefst fyrir alvöru eftir gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010 en í kjölfarið á gosinu hófst mikið átak til að kynna Ísland sem ferðamannastað undir merkjum herferðarinnar Inspired by Iceland. Þannig sýna tölur Ferðamálastofu að árið 2010 komu 488.622 ferðamenn hingað til lands. Árið eftir nam fjölgunin á milli ára 15,7 prósentum, árið eftir nam hún 18,9 prósentum og nokkrum árum síðar, í fyrra, nam fjölgunin 39 prósentum frá árinu á undan en þá komu tæplega 1,8 milljónir ferðamanna hingað til lands. Á þessu ári gera spár svo ráð fyrir að 2,3 milljónir ferðamanna sæki Ísland heim.Ferðamenn á Suðurlandi í vetur.vísir/anton brinkTekjur ríkisins af ferðaþjónustunni í gegnum virðisaukaskatt og gistináttagjald Samhliða þessari miklu fjölgun ferðamanna hefur álag á innviði landsins og helstu ferðamannastaði aukist mikið. Óhætt er að fullyrða að uppbygging hafi almennt ekki haldið í við fjölgunina og er skortur á fjármagni jafnan talin ein ástæða þess. Hið opinbera innheimtir þó ýmsan skatt af ferðaþjónustunni. Samkvæmt vef ríkisskattstjóra er ferðaþjónusta og önnur ferðatengd þjónusta almennt virðisaukaskattskyld og eru flest allar greinar ferðaþjónustu nú í lægra þrepinu, það er 11 prósentum. Ríkisstjórnin hyggst hins vegar færa ferðaþjónustuna í efra skattþrepið sumarið 2018 en það þrep stendur nú í 24 prósentum en mun lækka í 22,5 prósent þann 1. janúar 2019. Gistináttaskattur er svo innheimtur af hverri seldri gistináttaeiningu sem í dag er 100 krónur en hækkar í 300 krónur þann 1. september næstkomandi. Einstaka þættir í ferðatengdri þjónustu eru svo undanþegnir virðisaukaskatti. Ef marka má yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar frá 7. mars síðastliðnum munu þjónustu- og skatttekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni nema 90 milljörðum króna á þessu ári en á seinasta ári voru tekjurnar 70 milljarðar króna.Gjaldtaka hófst við Kerið í Grímsnesi árið 2013.vísir/vilhelmUmdeild gjaldtaka við Kerið og Helgafell Aðeins lítill hluti af því fé hefur þó farið í beina uppbyggingu, aðallega með styrkveitingum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða (um 600 milljónir annars vegar árið 2016 og 600 milljónir hins vegar árið 2017 linkur), og með fjárveitingum til þjóðgarða á fjárlögum. Því skýtur umræðan um gjaldtöku ítrekað upp kollinum en gjaldtaka hefur líka verið nefnd sem leið, ekki aðeins til að afla tekna, heldur einnig til aðgangsstýringar og sjálfbærni í ferðaþjónustunni.Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það hvaða leið er vænlegust í þeim efnum eða hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald á ferðamannastöðum. Engu að síður er nú þegar tekið gjald á nokkrum stöðum en á öðrum stöðum hefur gjaldtaka verið dæmd ólögmæt. Dæmi um staði þar sem einkaaðilar, það er landeigendur, rukka ferðamenn um aðgangseyri eru Kerið, Helgafell á Snæfellsnesi og hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni. Aðgangseyririnn að Kerinu, sem er fjölsóttur ferðamannastaður í Grímsnesinu á Suðurlandi, er 400 krónur en gjaldtakan hófst þar sumarið 2013. Hún var langt því frá óumdeild og sendi Umhverfisstofnun þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra bréf sumarið 2014 þar sem því var lýst að stofnunin teldi gjaldtökuna ekki standast lög þar sem Kerið væri á náttúruminjaskrá. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 vísaði Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, lagatúlkun Umhverfisstofnunar á bug. Síðan þá eru liðin tæp þrjú ár og er enn verið að rukka ferðamenn um aðgangseyri að Kerinu en landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hyggjast rukka þá sem vilja ganga upp á fjallið um sömu upphæð, það er 400 krónur fyrir 12 ára og eldri. Gjaldið hyggjast landeigendurnir nýta til að byggja upp svæðið og koma upp salernisaðstöðu en síðastliðin tvö ár hafa þeir sótt um fé í Framkvæmdasjóð ferðamanna en ekki fengið úthlutað fé. Því bregða þeir á það ráð að hefja gjaldtöku en Helgafell er eitt sögufrægasta fjall landsins.Frá hellinum Víðgelmi í Hallmundarhrauni.vísir/vilhelm6.500 krónur fyrir að skoða hellinn Víðgelmi Uppi á fjallinu eru friðlýstar minjar, annars vegar það sem talið er vera leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur og hins vegar lítil tóft þar sem fellið rís hæst og kölluð er Kapellan. Líkt og gjaldtakan við Kerið er gjaldtakan við Helgafell ekki óumdeild. Þannig sköpuðust heitar umræður um hana á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar á dögunum og þá sagði Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, í samtali við Morgunblaðið að hún hefði kosið að þetta hefði verið gert á annan hátt. Jafnframt lét hún þess getið að starfsmenn Minjastofnunar myndu ekki greiða gjaldið þegar þeir færu í eftirlitsferðir á fjallið vegna minjanna sem þar eru. Í hellinum Víðgelmi er ódýrasti aðgangseyririnn svo 6.500 krónur fyrir fullorðna en 3.500 krónur fyrir börn á aldrinum 9 til 15 ára. Það er fyrirtækið The Cave sem sér um að fara með ferðamenn inn í hellinn en það er í eigu landeigenda í Fljótstungu. Gjaldtakan hófst í maí í fyrra og var það gert vegna náttúrusjónarmiða að takmarka aðgengi með þessum hætti að hellinum. Gjaldtakan var þó ekki óumdeild, frekar en gjaldtaka annars staðar, og var til að mynd rætt við Sigurð Sigurðsson á mbl.is í fyrrasumar þar sem hann kvaðst afar ósáttur við að hafa ekki fengið að labba að hellisopi án þess að borga fyrir það 6.500 krónur. Spurði hann sig hvort það ætti að fara að loka fleiri náttúrugersemum fyrir almenningi.Gjaldtaka er til dæmis við Kerið, í Bláa lóninu og á Þingvöllum. Hún var hins vegar óheimil í Mývatnssveit og við Geysi.vísir/garðar100 þúsund krónur fyrir að keyra niður að flugvélaflakinu Þá má nefna ferðamenn sem þurftu að borga 100 þúsund krónur fyrir að keyra niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í ágúst síðastliðnum en landeigendur höfðu lokað veginum að flakinu fyrr á árinu þar sem hann var orðinn að einu drullusvaði. Öllum er frjálst að labba niður að flakinu og kostar það ekki neitt en vilji ferðamenn fara á bíl niður eftir þurfa þeir að fá leyfi til þess hjá landeigendum og greiða 100 þúsund krónur fyrir. Það kostar svo einnig að fara í Bláa lónið og Jarðböðin á Mývatni en fyrrnefndi staðurinn er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við lónið undanfarin ár og hefur ásókn ferðamanna í það að baða sig í lóninu verið slík að fyrir um tveimur árum síðan var farið að taka við bókunum í lónið. Það þarf því að panta tíma fyrirfram vilji maður baða sig í Bláa lóninu en misjafnt er hver ódýrasti aðgangseyririnn er þar sem rukkað er meira á álagstímum. Samkvæmt vef Bláa lónsins er lægsta mögulega verðið 5.400 krónur fyrri helming ársins og 6.100 krónur seinni helming ársins. Verðið getur þó farið upp í 7.500 til 8.200 krónur á álagstímum og eftir því hvort um er að ræða fyrri eða seinni helming ársins. Ódýrara er að fara í Jarðböðin á Mývatni en þar kostar miðinn 3800 krónur yfir vetrartímann en 4300 krónur yfir sumartímann.Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.vísir/vilhelmBílastæðagjöld gætu nýst við uppbyggingu á ferðamannastöðum Á nokkrum ferðamannastöðum er síðan rukkað salernisgjald, til að mynda í Reynisfjöru, við Gullfoss og Dimmuborgir. Þá er rukkað fyrir aðgang að salernunum á Hakinu í þjóðgarðinum á Þingvöllum auk þess sem þjóðgarðurinn hóf að rukka bílastæðagjöld síðasta sumar. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðgarðinum hafði hann 70 milljónir í tekjur af bílastæðunum á liðnu ári auk 50 milljóna króna í tekjur vegna köfunar í Silfru. Eru þá ótaldar tekjurnar sem þjóðgarðurinn hafði af salernunum uppi á Haki en þær hlaupa á tugum milljóna króna. Þá stefna landeigendur við Sólheimajökul að því að hefja gjaldtöku á bílastæðum við rætur jökulsins í vor. Bílastæðagjöldin gætu svo komið enn „sterkar inn“ á næstu misserum, ef svo má að orði komast, þar sem Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum sem myndi heimila sveitarfélögum að rukka bílastæðagjöld í dreifbýli. Í greinargerð með frumvarpinu varðand tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar er vísað í fjölgun ferðamanna undanfarin ár. „Í takt við aukinn fjölda eykst nauðsyn á frekari uppbyggingu innviða víðs vegar um landið. Mikilvægt er m.a. að huga að aðstöðu við ferðamannastaði, bílastæðum, gæslu og öðrum aðbúnaði. Til að standa straum af kostnaði við slíka uppbyggingu og veitingu þjónustu er lagt til að heimiluð verði innheimta gjalds fyrir notkun á stöðureitum (bílastæðum) og þjónustu sem henni tengist. Í umferðarlögum er ekki að finna almenna heimild til gjaldtöku fyrir notkun stöðureita,“ segir í greinargerðinni en frumvarpið má nálgast hér. Frá hverunum við Námaskarð í Mývatnssveit.vísir/pjeturÓlögmæt gjaldtaka við Geysi og í Mývatnssveit Það hefur þó ekki alls staðar gengið snuðrulaust fyrir sig að taka gjald af ferðamönnum hér á landi þar sem gjaldtaka hefur dæmd ólögmæt, annars vegar við Geysi og hins vegar á hverasvæðinu við Námafjall og að Leirhnjúk í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit.Gjaldtaka hófst við Geysi í mars 2014. Landeigendur rukkuðu þá 600 króna aðgangseyri að hverasvæðinu en gjaldtakan mætti mikilli andstöðu þar sem hluti af svæðinu er í eigu ríkisins. Ríkið lýsti sig mótfallið gjaldtökunni sem hófst engu að síður og fór málið fyrir dómstóla. Í apríl 2014 setti Héraðsdómur Suðurlands lögbann á gjaldtökuna og um einu og hálfu ári síðar, í október 2015, dæmdi Hæstiréttur gjaldtökuna óheimila. Í október í fyrra komust landeigendur og ríkið svo að samkomulagi um að ríkið myndi kaupa alla eignarhluti annarra landeigenda sem eru innan girðingar hverasvæðisins. Við Námafjall og Leirhnjúk hófst svo gjaldtaka í júní 2014 og kostaði 800 krónur inn á hvorn stað fyrir sig. Einnig átti að hefja gjaldtöku við Dettifoss en það frestaðist og kom í raun aldrei til þess því mánuði eftir að gjaldtakan hófst lagði sýslumaðurinn á Húsavík lögbann á hana þar sem sjö af sautján aðilum í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð fóru fram á að gjaldtakan yrði stöðvuð. Í febrúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur svo gjaldtökuna ólögmæta og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2015 um að gjaldtakan væri óheimil.Ragnheiður Elín Árnadóttir var iðnaðar-og viðskiptaráðherra þegar hún lagði fram frumvarp sitt um náttúrupassa en það náði ekki fram að ganga.vísir/gvaNáttúrupassinn sem aldrei varð að veruleika Af þeim dæmum af gjaldtöku á ferðamannastöðum sem rakin hafa verið hér að framan má sjá að hún er með ýmsum hætti og sjaldnast með beinni aðkomu ríkisins. Ríkið reyndi þó á sínum tíma að koma að málum með frumvarpi um náttúrupassa sem minnst var á hér í upphafi en hann var á könnu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar-og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016.Ítarlega er fjallað um frumvarpið og afdrif þess í ritgerð Eiríks Haraldssonar til BA-prófs í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands síðastliðið haust. Fyrir ritgerðina ræddi Eiríkur meðal annars við Ingvar Pétur Guðbjartsson, aðstoðarmann Ragnheiðar Elínar, og Ragnheiði Elínu sjálfa. Ingvar var meðal annars spurður að því af höfundinum hvaða forsendur hefðu legið til grundvallar því að náttúrupassinn var valinn sem gjaldtökuleið. Svaraði hann því til að þegar kostirnir og gallarnir við hverja leið höfðu verið metnir þá var talið að náttúrupassinn væri einfaldlega besta leiðin með fæstu gallana. Að því er fram kemur í ritgerðinni var markmið frumvarpsins „að stuðla að verndun náttúru Íslands og tryggja öryggi ferðamanna.“ Þá átti passinn einnig „að afla tekna í ríkissjóð sem síðan yrði úthlutað af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Gjald fyrir náttúrupassa átti að vera 1500 krónur og átti hann að gilda í þrjú ár,“ að því er segir í ritgerð Eiríks. Frumvarpið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi þann 28. nóvember 2014. Það fór hins vegar aldrei í gegnum þingið þar sem það mætti mikilli andstöðu bæði á meðal almennings og innan ferðaþjónustunnar. Ragnheiður Elín segir sjálf í viðtali við Eirík í ritgerðinni að hún hafi farið dálítið bratt í málið, ekki síst vegna þess að hún hafi metið það sem svo að það þyrfti að hætta að tala um að fara að gera eitthvað og einfaldlega gera eitthvað. Hins vegar hafi hún misreiknað baklandið, það er hversu tvístruð og flókin atvinnugrein ferðaþjónustan er, og svo hversu miklar skoðanir almenningur hafði á málinu. Náttúrupassinn varð því aldrei að veruleika.Á morgun og næstu daga verður nánar fjallað um gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á Vísi og meðal annars rætt við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, um stefnu stjórnvalda í þessum efnum. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
„Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í viðtali við Fréttablaðið sumarið 2015. Á þinginu 2014-2015 hafði hún verið gerð afturreka með frumvarp sitt um náttúrupassa sem svara átti kallinu um gjaldtöku á ferðamannastöðum sem hafði mikið verið í umræðunni misserin á undan, ekki síst vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna sem vart hefur farið framhjá mörgum Íslendingum. Tölfræðin sýnir að fjölgunin hefst fyrir alvöru eftir gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010 en í kjölfarið á gosinu hófst mikið átak til að kynna Ísland sem ferðamannastað undir merkjum herferðarinnar Inspired by Iceland. Þannig sýna tölur Ferðamálastofu að árið 2010 komu 488.622 ferðamenn hingað til lands. Árið eftir nam fjölgunin á milli ára 15,7 prósentum, árið eftir nam hún 18,9 prósentum og nokkrum árum síðar, í fyrra, nam fjölgunin 39 prósentum frá árinu á undan en þá komu tæplega 1,8 milljónir ferðamanna hingað til lands. Á þessu ári gera spár svo ráð fyrir að 2,3 milljónir ferðamanna sæki Ísland heim.Ferðamenn á Suðurlandi í vetur.vísir/anton brinkTekjur ríkisins af ferðaþjónustunni í gegnum virðisaukaskatt og gistináttagjald Samhliða þessari miklu fjölgun ferðamanna hefur álag á innviði landsins og helstu ferðamannastaði aukist mikið. Óhætt er að fullyrða að uppbygging hafi almennt ekki haldið í við fjölgunina og er skortur á fjármagni jafnan talin ein ástæða þess. Hið opinbera innheimtir þó ýmsan skatt af ferðaþjónustunni. Samkvæmt vef ríkisskattstjóra er ferðaþjónusta og önnur ferðatengd þjónusta almennt virðisaukaskattskyld og eru flest allar greinar ferðaþjónustu nú í lægra þrepinu, það er 11 prósentum. Ríkisstjórnin hyggst hins vegar færa ferðaþjónustuna í efra skattþrepið sumarið 2018 en það þrep stendur nú í 24 prósentum en mun lækka í 22,5 prósent þann 1. janúar 2019. Gistináttaskattur er svo innheimtur af hverri seldri gistináttaeiningu sem í dag er 100 krónur en hækkar í 300 krónur þann 1. september næstkomandi. Einstaka þættir í ferðatengdri þjónustu eru svo undanþegnir virðisaukaskatti. Ef marka má yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar frá 7. mars síðastliðnum munu þjónustu- og skatttekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni nema 90 milljörðum króna á þessu ári en á seinasta ári voru tekjurnar 70 milljarðar króna.Gjaldtaka hófst við Kerið í Grímsnesi árið 2013.vísir/vilhelmUmdeild gjaldtaka við Kerið og Helgafell Aðeins lítill hluti af því fé hefur þó farið í beina uppbyggingu, aðallega með styrkveitingum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða (um 600 milljónir annars vegar árið 2016 og 600 milljónir hins vegar árið 2017 linkur), og með fjárveitingum til þjóðgarða á fjárlögum. Því skýtur umræðan um gjaldtöku ítrekað upp kollinum en gjaldtaka hefur líka verið nefnd sem leið, ekki aðeins til að afla tekna, heldur einnig til aðgangsstýringar og sjálfbærni í ferðaþjónustunni.Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það hvaða leið er vænlegust í þeim efnum eða hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald á ferðamannastöðum. Engu að síður er nú þegar tekið gjald á nokkrum stöðum en á öðrum stöðum hefur gjaldtaka verið dæmd ólögmæt. Dæmi um staði þar sem einkaaðilar, það er landeigendur, rukka ferðamenn um aðgangseyri eru Kerið, Helgafell á Snæfellsnesi og hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni. Aðgangseyririnn að Kerinu, sem er fjölsóttur ferðamannastaður í Grímsnesinu á Suðurlandi, er 400 krónur en gjaldtakan hófst þar sumarið 2013. Hún var langt því frá óumdeild og sendi Umhverfisstofnun þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra bréf sumarið 2014 þar sem því var lýst að stofnunin teldi gjaldtökuna ekki standast lög þar sem Kerið væri á náttúruminjaskrá. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 vísaði Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, lagatúlkun Umhverfisstofnunar á bug. Síðan þá eru liðin tæp þrjú ár og er enn verið að rukka ferðamenn um aðgangseyri að Kerinu en landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hyggjast rukka þá sem vilja ganga upp á fjallið um sömu upphæð, það er 400 krónur fyrir 12 ára og eldri. Gjaldið hyggjast landeigendurnir nýta til að byggja upp svæðið og koma upp salernisaðstöðu en síðastliðin tvö ár hafa þeir sótt um fé í Framkvæmdasjóð ferðamanna en ekki fengið úthlutað fé. Því bregða þeir á það ráð að hefja gjaldtöku en Helgafell er eitt sögufrægasta fjall landsins.Frá hellinum Víðgelmi í Hallmundarhrauni.vísir/vilhelm6.500 krónur fyrir að skoða hellinn Víðgelmi Uppi á fjallinu eru friðlýstar minjar, annars vegar það sem talið er vera leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur og hins vegar lítil tóft þar sem fellið rís hæst og kölluð er Kapellan. Líkt og gjaldtakan við Kerið er gjaldtakan við Helgafell ekki óumdeild. Þannig sköpuðust heitar umræður um hana á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar á dögunum og þá sagði Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, í samtali við Morgunblaðið að hún hefði kosið að þetta hefði verið gert á annan hátt. Jafnframt lét hún þess getið að starfsmenn Minjastofnunar myndu ekki greiða gjaldið þegar þeir færu í eftirlitsferðir á fjallið vegna minjanna sem þar eru. Í hellinum Víðgelmi er ódýrasti aðgangseyririnn svo 6.500 krónur fyrir fullorðna en 3.500 krónur fyrir börn á aldrinum 9 til 15 ára. Það er fyrirtækið The Cave sem sér um að fara með ferðamenn inn í hellinn en það er í eigu landeigenda í Fljótstungu. Gjaldtakan hófst í maí í fyrra og var það gert vegna náttúrusjónarmiða að takmarka aðgengi með þessum hætti að hellinum. Gjaldtakan var þó ekki óumdeild, frekar en gjaldtaka annars staðar, og var til að mynd rætt við Sigurð Sigurðsson á mbl.is í fyrrasumar þar sem hann kvaðst afar ósáttur við að hafa ekki fengið að labba að hellisopi án þess að borga fyrir það 6.500 krónur. Spurði hann sig hvort það ætti að fara að loka fleiri náttúrugersemum fyrir almenningi.Gjaldtaka er til dæmis við Kerið, í Bláa lóninu og á Þingvöllum. Hún var hins vegar óheimil í Mývatnssveit og við Geysi.vísir/garðar100 þúsund krónur fyrir að keyra niður að flugvélaflakinu Þá má nefna ferðamenn sem þurftu að borga 100 þúsund krónur fyrir að keyra niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í ágúst síðastliðnum en landeigendur höfðu lokað veginum að flakinu fyrr á árinu þar sem hann var orðinn að einu drullusvaði. Öllum er frjálst að labba niður að flakinu og kostar það ekki neitt en vilji ferðamenn fara á bíl niður eftir þurfa þeir að fá leyfi til þess hjá landeigendum og greiða 100 þúsund krónur fyrir. Það kostar svo einnig að fara í Bláa lónið og Jarðböðin á Mývatni en fyrrnefndi staðurinn er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við lónið undanfarin ár og hefur ásókn ferðamanna í það að baða sig í lóninu verið slík að fyrir um tveimur árum síðan var farið að taka við bókunum í lónið. Það þarf því að panta tíma fyrirfram vilji maður baða sig í Bláa lóninu en misjafnt er hver ódýrasti aðgangseyririnn er þar sem rukkað er meira á álagstímum. Samkvæmt vef Bláa lónsins er lægsta mögulega verðið 5.400 krónur fyrri helming ársins og 6.100 krónur seinni helming ársins. Verðið getur þó farið upp í 7.500 til 8.200 krónur á álagstímum og eftir því hvort um er að ræða fyrri eða seinni helming ársins. Ódýrara er að fara í Jarðböðin á Mývatni en þar kostar miðinn 3800 krónur yfir vetrartímann en 4300 krónur yfir sumartímann.Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.vísir/vilhelmBílastæðagjöld gætu nýst við uppbyggingu á ferðamannastöðum Á nokkrum ferðamannastöðum er síðan rukkað salernisgjald, til að mynda í Reynisfjöru, við Gullfoss og Dimmuborgir. Þá er rukkað fyrir aðgang að salernunum á Hakinu í þjóðgarðinum á Þingvöllum auk þess sem þjóðgarðurinn hóf að rukka bílastæðagjöld síðasta sumar. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðgarðinum hafði hann 70 milljónir í tekjur af bílastæðunum á liðnu ári auk 50 milljóna króna í tekjur vegna köfunar í Silfru. Eru þá ótaldar tekjurnar sem þjóðgarðurinn hafði af salernunum uppi á Haki en þær hlaupa á tugum milljóna króna. Þá stefna landeigendur við Sólheimajökul að því að hefja gjaldtöku á bílastæðum við rætur jökulsins í vor. Bílastæðagjöldin gætu svo komið enn „sterkar inn“ á næstu misserum, ef svo má að orði komast, þar sem Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum sem myndi heimila sveitarfélögum að rukka bílastæðagjöld í dreifbýli. Í greinargerð með frumvarpinu varðand tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar er vísað í fjölgun ferðamanna undanfarin ár. „Í takt við aukinn fjölda eykst nauðsyn á frekari uppbyggingu innviða víðs vegar um landið. Mikilvægt er m.a. að huga að aðstöðu við ferðamannastaði, bílastæðum, gæslu og öðrum aðbúnaði. Til að standa straum af kostnaði við slíka uppbyggingu og veitingu þjónustu er lagt til að heimiluð verði innheimta gjalds fyrir notkun á stöðureitum (bílastæðum) og þjónustu sem henni tengist. Í umferðarlögum er ekki að finna almenna heimild til gjaldtöku fyrir notkun stöðureita,“ segir í greinargerðinni en frumvarpið má nálgast hér. Frá hverunum við Námaskarð í Mývatnssveit.vísir/pjeturÓlögmæt gjaldtaka við Geysi og í Mývatnssveit Það hefur þó ekki alls staðar gengið snuðrulaust fyrir sig að taka gjald af ferðamönnum hér á landi þar sem gjaldtaka hefur dæmd ólögmæt, annars vegar við Geysi og hins vegar á hverasvæðinu við Námafjall og að Leirhnjúk í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit.Gjaldtaka hófst við Geysi í mars 2014. Landeigendur rukkuðu þá 600 króna aðgangseyri að hverasvæðinu en gjaldtakan mætti mikilli andstöðu þar sem hluti af svæðinu er í eigu ríkisins. Ríkið lýsti sig mótfallið gjaldtökunni sem hófst engu að síður og fór málið fyrir dómstóla. Í apríl 2014 setti Héraðsdómur Suðurlands lögbann á gjaldtökuna og um einu og hálfu ári síðar, í október 2015, dæmdi Hæstiréttur gjaldtökuna óheimila. Í október í fyrra komust landeigendur og ríkið svo að samkomulagi um að ríkið myndi kaupa alla eignarhluti annarra landeigenda sem eru innan girðingar hverasvæðisins. Við Námafjall og Leirhnjúk hófst svo gjaldtaka í júní 2014 og kostaði 800 krónur inn á hvorn stað fyrir sig. Einnig átti að hefja gjaldtöku við Dettifoss en það frestaðist og kom í raun aldrei til þess því mánuði eftir að gjaldtakan hófst lagði sýslumaðurinn á Húsavík lögbann á hana þar sem sjö af sautján aðilum í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð fóru fram á að gjaldtakan yrði stöðvuð. Í febrúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur svo gjaldtökuna ólögmæta og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2015 um að gjaldtakan væri óheimil.Ragnheiður Elín Árnadóttir var iðnaðar-og viðskiptaráðherra þegar hún lagði fram frumvarp sitt um náttúrupassa en það náði ekki fram að ganga.vísir/gvaNáttúrupassinn sem aldrei varð að veruleika Af þeim dæmum af gjaldtöku á ferðamannastöðum sem rakin hafa verið hér að framan má sjá að hún er með ýmsum hætti og sjaldnast með beinni aðkomu ríkisins. Ríkið reyndi þó á sínum tíma að koma að málum með frumvarpi um náttúrupassa sem minnst var á hér í upphafi en hann var á könnu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar-og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016.Ítarlega er fjallað um frumvarpið og afdrif þess í ritgerð Eiríks Haraldssonar til BA-prófs í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands síðastliðið haust. Fyrir ritgerðina ræddi Eiríkur meðal annars við Ingvar Pétur Guðbjartsson, aðstoðarmann Ragnheiðar Elínar, og Ragnheiði Elínu sjálfa. Ingvar var meðal annars spurður að því af höfundinum hvaða forsendur hefðu legið til grundvallar því að náttúrupassinn var valinn sem gjaldtökuleið. Svaraði hann því til að þegar kostirnir og gallarnir við hverja leið höfðu verið metnir þá var talið að náttúrupassinn væri einfaldlega besta leiðin með fæstu gallana. Að því er fram kemur í ritgerðinni var markmið frumvarpsins „að stuðla að verndun náttúru Íslands og tryggja öryggi ferðamanna.“ Þá átti passinn einnig „að afla tekna í ríkissjóð sem síðan yrði úthlutað af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Gjald fyrir náttúrupassa átti að vera 1500 krónur og átti hann að gilda í þrjú ár,“ að því er segir í ritgerð Eiríks. Frumvarpið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi þann 28. nóvember 2014. Það fór hins vegar aldrei í gegnum þingið þar sem það mætti mikilli andstöðu bæði á meðal almennings og innan ferðaþjónustunnar. Ragnheiður Elín segir sjálf í viðtali við Eirík í ritgerðinni að hún hafi farið dálítið bratt í málið, ekki síst vegna þess að hún hafi metið það sem svo að það þyrfti að hætta að tala um að fara að gera eitthvað og einfaldlega gera eitthvað. Hins vegar hafi hún misreiknað baklandið, það er hversu tvístruð og flókin atvinnugrein ferðaþjónustan er, og svo hversu miklar skoðanir almenningur hafði á málinu. Náttúrupassinn varð því aldrei að veruleika.Á morgun og næstu daga verður nánar fjallað um gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á Vísi og meðal annars rætt við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, um stefnu stjórnvalda í þessum efnum.