Blúndukökur Birgittu slá í gegn Elín Albertsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 14:30 Birgitta segir að hún vilji hvergi vera nema á Íslandi um jólin. MYND/GASSI Birgitta Haukdal, söngkona og barnabókahöfundur, segist hafa gaman af því að skreyta húsið fyrir jólin. Hún föndrar, gerir aðventukrans og kaupir oft jólaskraut á ferðalögum. Birgitta á uppáhaldssmákökur sem nefnast blúndur. Birgitta segir að sér finnist æðislega gaman að taka upp jólaskrautið. „Ég rifja upp minningar með hverju skrauti. Ég hef keypt mér jólakúlu eða skraut þegar ég fer til útlanda. Sömuleiðis hef ég gaman af jólalögum, bæði hátíðlegum og þeim léttari. Þegar ég var barn var mikið hlustað á jólaplötuna með Boney M við jólaköku- og laufabrauðsbakstur. Þessa dagana er sonur okkar að æfa Nóttin var sú ágæt ein á píanóið og mér þykir það ofsalega fallegt,“ segir Birgitta og bætir við að hún hafi alist upp við lambahamborgarhrygg en eiginmaðurinn við rjúpur. „Við erum að reyna að sameina þessa rétti og gerðum tilraun með rjúpuna í léttan forrétt í fyrra og lambið í aðalrétt. Þá fá allir sinn jólailm í húsið. Síðan fékk sonur okkar að velja eftirréttinn sem var heimagerður vanilluís með fílakaramellusósu.“ Birgitta hefur setið við og skrifað barnabækur undanfarin ár. Hún hefur gefið út átta bækur um Láru og Ljónsa. Nýjustu bækurnar eru Jól með Láru og Lára fer í sund. „Mér finnst dásamlegt að skrifa þessar barnabækur þar sem börnin mín tveggja og átta ára eru á þeim aldri að njóta verka minna. Það gerir þessa vinnu ótrúlega gefandi. Desembermánuður fer því mikið í það að kynna bækurnar og lesa á hinum ýmsu stöðum,“ segir hún. Blúndukökurnar hennar Birgittu eru fallegar og góðar. Að sjálfsögðu eru bækurnar hennar ekki langt undan. MYND/ERNIR „Við hjónin höfum alltaf verið á Íslandi yfir jólin, líka þegar við bjuggum í Barcelona. Mér finnst hvergi betra að vera en á Íslandi yfir hátíðarnar með fjölskyldunni. Þessi tími snýst um það að vera með sínum nánustu,“ segir Birgitta. „Blúndur eru mínar uppáhaldssmákökur og ég baka þær á hverju ári. Það er mikilvægt að geyma þær í frysti og borða þær á meðan enn þá er smá frost í þeim. Þær eru nokkurs konar ískökur og frábærar í desert með vanilluískúlu við hliðina.“ Blúndur 2 egg 300 g sykur 200 g haframjöl 2 msk. hveiti 2 tsk. lyftiduft 200 g smjör Eggin og sykurinn þeytt saman. Síðan er allt hrært saman og sett með teskeið á plötu með góðu millibili þar sem blúndurnar fletjast vel út og verða þunnar. Bakað í ofni á 200-220°C í 5-7 mín. Um leið og kökurnar koma úr ofninum eru þunnir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus, um það bil þrír, settir á aðra hverja. Láta þær kólna áður en þær eru teknar varlega af plötunni með spaða. Þegar blúndurnar eru orðnar kaldar er þeyttur rjómi settur á milli og þær geymdar í frysti. Glæsilegur eftirréttur með blúndukökumylsnu. MYND/ERNIR Blúndu ostakökudesert Um leið og ég baka blúndurnar geri ég auka uppskrift sem ég nota í botninn á ostakökudesertinum. Þá skiptir engu máli að hafa þær fallegar eða jafn stórar þar sem ég myl þær í botninn. 2 bollar frosin ber (hindber þykja mér best en má vera berjablanda) ½ bolli sykur 1 vanillustöng, tekið innan úr henni og stilkurinn hitaður með Hitað í potti í 5-10 mín. Vanillustöngin tekin úr. Blandan kæld í ísskáp. 150 g rjómaostur 130 g flórsykur Þeytt saman við einn pela af þeyttum rjóma 30 g saxað súkkulaði hrært við. Sett í falleg glös þar sem blúndurnar er muldar í botninn, síðan ostablandan og þar á eftir sultan. Ástríðuávöxtur, eða passionfruit, er settur ofan á berjablönduna, mjög mikilvægt til að fá þetta góða súrsæta bragð með, og svo mintulauf og rifsber til skreytingar. Réttinn er ekkert mál að gera daginn áður og geyma í ísskáp. Setja hann svo saman og skreyta samdægurs. Jól Jólamatur Uppskriftir Eftirréttir Smákökur Mest lesið Toblerone-ís fyrir tólf Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jólalestin fer sinn árlega hring í dag Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Jóladagatal Vísis: Smákökurnar hennar ömmu og pissudúkkan Sindri Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Nágrannar skála á torginu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Birgitta Haukdal, söngkona og barnabókahöfundur, segist hafa gaman af því að skreyta húsið fyrir jólin. Hún föndrar, gerir aðventukrans og kaupir oft jólaskraut á ferðalögum. Birgitta á uppáhaldssmákökur sem nefnast blúndur. Birgitta segir að sér finnist æðislega gaman að taka upp jólaskrautið. „Ég rifja upp minningar með hverju skrauti. Ég hef keypt mér jólakúlu eða skraut þegar ég fer til útlanda. Sömuleiðis hef ég gaman af jólalögum, bæði hátíðlegum og þeim léttari. Þegar ég var barn var mikið hlustað á jólaplötuna með Boney M við jólaköku- og laufabrauðsbakstur. Þessa dagana er sonur okkar að æfa Nóttin var sú ágæt ein á píanóið og mér þykir það ofsalega fallegt,“ segir Birgitta og bætir við að hún hafi alist upp við lambahamborgarhrygg en eiginmaðurinn við rjúpur. „Við erum að reyna að sameina þessa rétti og gerðum tilraun með rjúpuna í léttan forrétt í fyrra og lambið í aðalrétt. Þá fá allir sinn jólailm í húsið. Síðan fékk sonur okkar að velja eftirréttinn sem var heimagerður vanilluís með fílakaramellusósu.“ Birgitta hefur setið við og skrifað barnabækur undanfarin ár. Hún hefur gefið út átta bækur um Láru og Ljónsa. Nýjustu bækurnar eru Jól með Láru og Lára fer í sund. „Mér finnst dásamlegt að skrifa þessar barnabækur þar sem börnin mín tveggja og átta ára eru á þeim aldri að njóta verka minna. Það gerir þessa vinnu ótrúlega gefandi. Desembermánuður fer því mikið í það að kynna bækurnar og lesa á hinum ýmsu stöðum,“ segir hún. Blúndukökurnar hennar Birgittu eru fallegar og góðar. Að sjálfsögðu eru bækurnar hennar ekki langt undan. MYND/ERNIR „Við hjónin höfum alltaf verið á Íslandi yfir jólin, líka þegar við bjuggum í Barcelona. Mér finnst hvergi betra að vera en á Íslandi yfir hátíðarnar með fjölskyldunni. Þessi tími snýst um það að vera með sínum nánustu,“ segir Birgitta. „Blúndur eru mínar uppáhaldssmákökur og ég baka þær á hverju ári. Það er mikilvægt að geyma þær í frysti og borða þær á meðan enn þá er smá frost í þeim. Þær eru nokkurs konar ískökur og frábærar í desert með vanilluískúlu við hliðina.“ Blúndur 2 egg 300 g sykur 200 g haframjöl 2 msk. hveiti 2 tsk. lyftiduft 200 g smjör Eggin og sykurinn þeytt saman. Síðan er allt hrært saman og sett með teskeið á plötu með góðu millibili þar sem blúndurnar fletjast vel út og verða þunnar. Bakað í ofni á 200-220°C í 5-7 mín. Um leið og kökurnar koma úr ofninum eru þunnir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus, um það bil þrír, settir á aðra hverja. Láta þær kólna áður en þær eru teknar varlega af plötunni með spaða. Þegar blúndurnar eru orðnar kaldar er þeyttur rjómi settur á milli og þær geymdar í frysti. Glæsilegur eftirréttur með blúndukökumylsnu. MYND/ERNIR Blúndu ostakökudesert Um leið og ég baka blúndurnar geri ég auka uppskrift sem ég nota í botninn á ostakökudesertinum. Þá skiptir engu máli að hafa þær fallegar eða jafn stórar þar sem ég myl þær í botninn. 2 bollar frosin ber (hindber þykja mér best en má vera berjablanda) ½ bolli sykur 1 vanillustöng, tekið innan úr henni og stilkurinn hitaður með Hitað í potti í 5-10 mín. Vanillustöngin tekin úr. Blandan kæld í ísskáp. 150 g rjómaostur 130 g flórsykur Þeytt saman við einn pela af þeyttum rjóma 30 g saxað súkkulaði hrært við. Sett í falleg glös þar sem blúndurnar er muldar í botninn, síðan ostablandan og þar á eftir sultan. Ástríðuávöxtur, eða passionfruit, er settur ofan á berjablönduna, mjög mikilvægt til að fá þetta góða súrsæta bragð með, og svo mintulauf og rifsber til skreytingar. Réttinn er ekkert mál að gera daginn áður og geyma í ísskáp. Setja hann svo saman og skreyta samdægurs.
Jól Jólamatur Uppskriftir Eftirréttir Smákökur Mest lesið Toblerone-ís fyrir tólf Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jólalestin fer sinn árlega hring í dag Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Jóladagatal Vísis: Smákökurnar hennar ömmu og pissudúkkan Sindri Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Nágrannar skála á torginu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól