Breyta brauði í „geggjaðan“ bjór Guðný Hrönn skrifar 29. nóvember 2017 10:45 Rakel og Ólafur bíða spennt eftir að kynna nýja bjórinn til leiks. vísir/eyþór „Ég er ásamt Ægisgarði og samtökunum mínum Vakandi í samstarfi við Mylluna að brugga bjór úr afgangsbrauði með það að markmiði að minnka matarsóun,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í nýja bjórinn Toast. Rakel fékk hugmyndina að bjórnum frá vini sínum sem býr í Bretlandi, Tristram Stuart, en hann setti sams konar bjór á markað í Bretlandi ásamt Jamie Oliver. „Ég hitti Tristram um daginn og við fórum að ræða þetta. Þá langaði mig svakalega að gera þetta hérna heima, það má nefnilega ekki flytja þann bjór á milli landa,“ útskýrir Rakel. „Þetta varðar líka annað sem við Íslendingar þurfum að fara að pæla í, allan þennan innflutning. En það er önnur saga.“ Mikið magn brauðs fer í rusliðEftir samtalið við vin sinn hrinti Rakel hugmyndinni í framkvæmd og setti sig í samband við brugghúsið Ægisgarð. „Hugmyndin á bak við þennan bjór er í grunninn brauð. Brauð er meðal þess matar sem fer mest til spillis í heiminum, brauð, mjólkurvörur og salat.“ Brauðið sem notað er í umræddan bjór kemur frá Myllunni. „Við erum í samstarfi við Mylluna, sem mér finnst frábært. Ég hef nefnilega tekið eftir því í störfum mínum með Vakandi að það eru rosalega margir sem vilja loka augunum fyrir vandamálinu. En þannig leysum við engan vanda. En Myllan var til í að takast á við vandann, það sóast nefnilega hjá þeim heimilisbrauð. Og í staðinn fyrir að leyna því þá taka þau þátt í þessu með okkur. Og úr samstarfinu varð þessi frábæri bjór til. Við höfum verið að prufa hann svolítið áfram og hann er alveg geggjaður. Og svo er það Ólafur S.K. Þorvaldz sem bruggar.“ Spurð út í hvort hún sé mikil bjórkona svarar Rakel játandi. „Já, en kannski ekki mjög mikil,“ segir hún og hlær.„En jú, mér finnst bjór alveg mjög góður. Ég er enginn bjórsérfræðingur samt, langt í frá. En ég veit hvað mér finnst gott.“ Beðin um að lýsa Toast segir Rakel: „Þetta er english pale ale, 5,6 prósent. Hann er ljósbrúnn og það er ofboðslega auðvelt að drekka hann.“ Rakel bendir áhugasömum að lokum á að bjórinn verður kynntur til leiks klukkan 20.00 í kvöld í Ægisgarði. „Ég hvet alla til að koma og sjá að þetta virkar. Og kannski þetta kveiki einhverjar hugmyndir hjá fólki um hvernig megi nýta hráefni sem annars fer til spillis. Og vonandi verður þetta bjór sem bætir heiminn,“ segir hún glöð í bragði. Matur Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
„Ég er ásamt Ægisgarði og samtökunum mínum Vakandi í samstarfi við Mylluna að brugga bjór úr afgangsbrauði með það að markmiði að minnka matarsóun,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í nýja bjórinn Toast. Rakel fékk hugmyndina að bjórnum frá vini sínum sem býr í Bretlandi, Tristram Stuart, en hann setti sams konar bjór á markað í Bretlandi ásamt Jamie Oliver. „Ég hitti Tristram um daginn og við fórum að ræða þetta. Þá langaði mig svakalega að gera þetta hérna heima, það má nefnilega ekki flytja þann bjór á milli landa,“ útskýrir Rakel. „Þetta varðar líka annað sem við Íslendingar þurfum að fara að pæla í, allan þennan innflutning. En það er önnur saga.“ Mikið magn brauðs fer í rusliðEftir samtalið við vin sinn hrinti Rakel hugmyndinni í framkvæmd og setti sig í samband við brugghúsið Ægisgarð. „Hugmyndin á bak við þennan bjór er í grunninn brauð. Brauð er meðal þess matar sem fer mest til spillis í heiminum, brauð, mjólkurvörur og salat.“ Brauðið sem notað er í umræddan bjór kemur frá Myllunni. „Við erum í samstarfi við Mylluna, sem mér finnst frábært. Ég hef nefnilega tekið eftir því í störfum mínum með Vakandi að það eru rosalega margir sem vilja loka augunum fyrir vandamálinu. En þannig leysum við engan vanda. En Myllan var til í að takast á við vandann, það sóast nefnilega hjá þeim heimilisbrauð. Og í staðinn fyrir að leyna því þá taka þau þátt í þessu með okkur. Og úr samstarfinu varð þessi frábæri bjór til. Við höfum verið að prufa hann svolítið áfram og hann er alveg geggjaður. Og svo er það Ólafur S.K. Þorvaldz sem bruggar.“ Spurð út í hvort hún sé mikil bjórkona svarar Rakel játandi. „Já, en kannski ekki mjög mikil,“ segir hún og hlær.„En jú, mér finnst bjór alveg mjög góður. Ég er enginn bjórsérfræðingur samt, langt í frá. En ég veit hvað mér finnst gott.“ Beðin um að lýsa Toast segir Rakel: „Þetta er english pale ale, 5,6 prósent. Hann er ljósbrúnn og það er ofboðslega auðvelt að drekka hann.“ Rakel bendir áhugasömum að lokum á að bjórinn verður kynntur til leiks klukkan 20.00 í kvöld í Ægisgarði. „Ég hvet alla til að koma og sjá að þetta virkar. Og kannski þetta kveiki einhverjar hugmyndir hjá fólki um hvernig megi nýta hráefni sem annars fer til spillis. Og vonandi verður þetta bjór sem bætir heiminn,“ segir hún glöð í bragði.
Matur Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira