Vondar sveiflur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 14. september 2017 17:00 Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu. Þetta sagði Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði og efnahagsráðgjafi Gamma, í viðtali hér í blaðinu í gær. Hann benti jafnframt á, að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í vor. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Krónan gerir ekki bara fyrirtækjum í landinu ókleift að gera skynsamlegar áætlanir, heldur veldur hún því að vextir hér eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Það skerðir kjör fólksins í landinu. Talsmenn krónunnar benda oft á að hún veiti okkur sveigjanleika þegar í harðbakkann slær. Hin hliðin á þeim peningi er að það er einmitt krónan sem reglulega hefur komið okkur í efnahagslegt klandur. Hún er í senn sjúkdómurinn og lækningin. Krónan féll verulega við afnám gjaldeyrishaftanna í mars og raunar áttu menn von á því að flökt hennar myndi aukast við það. Haft var eftir Friðriki Má í fyrrnefndu viðtali, að sveiflur á genginu hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en á gengi sænsku krónunnar svo nærtækt dæmi sé tekið. Sveiflurnar hafi þó ekki komið á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. Það þýði að hér geti tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú eða jafnvel fjögur prósent á einum degi. Það segir sig sjálft, að slíkar sveiflur eru óheppilegar og skapa mikla óvissu. Stöðugt hagkerfi er forsenda farsælla viðskipta til lengri tíma. Sveiflur ýta undir skammtímahugsun. Engin leið er að gera áreiðanlegar áætlanir þegar gjaldmiðillinn er á endalausu flökti gagnvart helstu viðskiptamyntum. Agnarsmátt hagkerfi gerir krónuna að óútreiknanlegum gjaldmiðli, sem vinnur gegn eftirsóknarverðum stöðugleika. Ef hér væri stöðugur gjaldmiðill í stað okkar íslensku örmyntar þyrfti ekki að koma til „sérstakra aðgerða“ eins og oft er nefnt. Við þyrftum heldur ekki að hlusta á regluleg harmakvein frá innflutnings- og útflutningsgreinum á víxl. Þeim sem legðu áherslu á stöðugan rekstur til lengri tíma yrði umbunað. Stöðugleiki hlýtur að vera heildinni til hagsbóta. Þegar sumir græða á lágu gengi tapa aðrir. Fyrir nokkrum misserum var gengið hagfellt útgerð og ferðaþjónustu, en laun lækna og annarra stétta sem auðvelt eiga með að flytjast milli landa urðu undir í samkeppninni. Nú hefur þetta snúist við. Svona hefur þetta verið svo lengi sem elstu menn muna. Þessu þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun
Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu. Þetta sagði Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði og efnahagsráðgjafi Gamma, í viðtali hér í blaðinu í gær. Hann benti jafnframt á, að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í vor. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Krónan gerir ekki bara fyrirtækjum í landinu ókleift að gera skynsamlegar áætlanir, heldur veldur hún því að vextir hér eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Það skerðir kjör fólksins í landinu. Talsmenn krónunnar benda oft á að hún veiti okkur sveigjanleika þegar í harðbakkann slær. Hin hliðin á þeim peningi er að það er einmitt krónan sem reglulega hefur komið okkur í efnahagslegt klandur. Hún er í senn sjúkdómurinn og lækningin. Krónan féll verulega við afnám gjaldeyrishaftanna í mars og raunar áttu menn von á því að flökt hennar myndi aukast við það. Haft var eftir Friðriki Má í fyrrnefndu viðtali, að sveiflur á genginu hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en á gengi sænsku krónunnar svo nærtækt dæmi sé tekið. Sveiflurnar hafi þó ekki komið á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. Það þýði að hér geti tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú eða jafnvel fjögur prósent á einum degi. Það segir sig sjálft, að slíkar sveiflur eru óheppilegar og skapa mikla óvissu. Stöðugt hagkerfi er forsenda farsælla viðskipta til lengri tíma. Sveiflur ýta undir skammtímahugsun. Engin leið er að gera áreiðanlegar áætlanir þegar gjaldmiðillinn er á endalausu flökti gagnvart helstu viðskiptamyntum. Agnarsmátt hagkerfi gerir krónuna að óútreiknanlegum gjaldmiðli, sem vinnur gegn eftirsóknarverðum stöðugleika. Ef hér væri stöðugur gjaldmiðill í stað okkar íslensku örmyntar þyrfti ekki að koma til „sérstakra aðgerða“ eins og oft er nefnt. Við þyrftum heldur ekki að hlusta á regluleg harmakvein frá innflutnings- og útflutningsgreinum á víxl. Þeim sem legðu áherslu á stöðugan rekstur til lengri tíma yrði umbunað. Stöðugleiki hlýtur að vera heildinni til hagsbóta. Þegar sumir græða á lágu gengi tapa aðrir. Fyrir nokkrum misserum var gengið hagfellt útgerð og ferðaþjónustu, en laun lækna og annarra stétta sem auðvelt eiga með að flytjast milli landa urðu undir í samkeppninni. Nú hefur þetta snúist við. Svona hefur þetta verið svo lengi sem elstu menn muna. Þessu þarf að breyta.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun