Menningarheimamósaík sem ekki gengur upp Sigríður Jónsdóttir skrifar 14. september 2017 10:00 Salóme R. Gunnarsdóttir og Magnús Jónsson sem Amir og Emily. Mynd/Þjóðleikhúsið Leikhús Smán Eftir Ayad Akhtar Þjóðleikhúsið í samstarfi við Elefant Leikarar: Jónmundur Grétarsson, Salóme R. Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson, Tinna Björt Guðjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann Tónlist og hljóðmynd: Borgar Magnason Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Leikmynd og búningar: Palli Banine Þýðendur: Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson Á þessum síðustu og erfiðu tímum er nauðsynlegt að ræða af alvöru um fjölmenningu og mismunandi menningarheima af nærgætni og umburðarlyndi. Leikhúsið er ákjósanlegur staður fyrir slíka umræðu. Í Smán gerir Ayad Akhtar tilraun til að takast á við formgerð fordóma og hvernig líf múslima í Bandaríkjunum umturnaðist eftir árásina á Tvíburaturnana árið 2001. Þrátt fyrir tenginguna er samt sérlega smekklaust að velja 11. september fyrir frumsýningardag. Því miður er þessi ákvörðun í sama tón og nálgun verksins sem og sýningarinnar. Skilaboðin eru hömruð heim með sleggju frekar en með fíngerðum fléttum. Í leikskránni má finna langar lýsingar á ferlum þátttakenda, heila blaðsíðu af þökkum og pistil frá þýðanda en ekkert um höfundinn sjálfan. Slík vanhugsun einkennir margt í sýningunni. Vandamálið er að sum Pulitzer-verk skjótast niður eins og eldingar akkúrat inn í samtíma sinn en fuðra fljótlega upp. Smán er slíkt leikverk. Konurnar í verkinu eru einfeldningslegar, persónur tala í ræðum án undirtexta frekar en að eiga samræður og síðasti hluti verksins er á skjön við það sem á undan hefur gengið. Framvindan er eins og hvirfilvindur af misgáfulegum athugasemdum, innkomur persóna eru háðar frekar langsóttum tilviljunum og að lokum eru áhorfendur engu nær, nema hvað ljóst er að samskipti milli einstaklinga frá mismunandi menningarheimum eru flókin. Það eru ekki fréttir. Annað grunnvandamál sýningarinnar er leikstjórn Þorsteins Bachmann sem er líflaus og flöt. Má nefna mjög langdregið atriði þar sem allir karakterarnir standa frosnir saman í hnapp og kýta. Langir dimmir kaflar teygjast á milli senuskipta og þrátt fyrir að tónlist Borgars Magnasonar sé áhrifamikil þá eyðileggja þessi langdregnu hlé slagkraft sýningarinnar. Smán á að vera snörp níutíu mínútna sýning í einum hluta en öll spenna er teygð og toguð í burt með því að láta verkið birtast áhorfendum í fjórum hlutum. Sýningin fer í raun og veru ekki í gang fyrr en eftir um hálftíma. Leikararnir bjarga því sem bjargað verður með ágætis leik en virðast þó vera að leika hver í sínu horni frekar en að sinna samleiknum. Jónmundur Grétarsson nær nokkurn veginn að halda utan um flókið hlutverk Amirs sem hefur þurft að berjast við kynþáttahatur allt sitt líf en króast að lokum af. Salóme R. Gunnarsdóttir leikur Emily, eiginkonu hans, af ákveðnu sakleysi en áhorfendur fá aldrei að kynnast persónu hennar almennilega. Magnús Jónsson kemur inn með krafti á tímapunkti þegar sýningin þarf á því að halda en persóna hans þróast aldrei. Tinna Björt Guðjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson fara með minni hlutverk og skila þeim af kostgæfni þrátt fyrir takmarkanir karakteranna. Leikmynd og búningar eru í umsjón Palla Banine og tekst honum að vinna vel úr rými Kúlunnar sem getur verið snúið viðfangs. Íbúð Amirs og Emily er í mínímalískum stíl hinna nýríku en fagurfræðin flækist með grímunni fremst á sviðinu sem er upplýst á milli atriða. Hvaðan kemur hún? Hvaða menningarheims er verið að vísa til? Á hún bara að vísa til hins óljósa mið-austurs? Búningarnir eru líka fagurlega samansettir fyrir utan búning Jory sem virðist alltof illa hannaður og ódýr miðað við ætluð fjárráð háttsetts viðskiptalögfræðings. Sýningin hangir ekki saman. Upplifanir og dagleg átök persónanna hverfa í skvaldrinu. Það er ekki nóg að spyrja spurninga heldur verður að hugsa hvernig áhorfendur taka við þeim og svara. Ánægjulegt er að sjá ný andlit á íslensku sviði því leikhúsið á Íslandi verður að brjótast út úr einsleitninni og gefa fjölbreytileikanum almennilegt pláss. Slíkt verður aftur á móti að gerast af alúð og skilningi.Niðurstaða: Frambærilegir leikarar í misreiknaðri sýningu. Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Smán Eftir Ayad Akhtar Þjóðleikhúsið í samstarfi við Elefant Leikarar: Jónmundur Grétarsson, Salóme R. Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson, Tinna Björt Guðjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann Tónlist og hljóðmynd: Borgar Magnason Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Leikmynd og búningar: Palli Banine Þýðendur: Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson Á þessum síðustu og erfiðu tímum er nauðsynlegt að ræða af alvöru um fjölmenningu og mismunandi menningarheima af nærgætni og umburðarlyndi. Leikhúsið er ákjósanlegur staður fyrir slíka umræðu. Í Smán gerir Ayad Akhtar tilraun til að takast á við formgerð fordóma og hvernig líf múslima í Bandaríkjunum umturnaðist eftir árásina á Tvíburaturnana árið 2001. Þrátt fyrir tenginguna er samt sérlega smekklaust að velja 11. september fyrir frumsýningardag. Því miður er þessi ákvörðun í sama tón og nálgun verksins sem og sýningarinnar. Skilaboðin eru hömruð heim með sleggju frekar en með fíngerðum fléttum. Í leikskránni má finna langar lýsingar á ferlum þátttakenda, heila blaðsíðu af þökkum og pistil frá þýðanda en ekkert um höfundinn sjálfan. Slík vanhugsun einkennir margt í sýningunni. Vandamálið er að sum Pulitzer-verk skjótast niður eins og eldingar akkúrat inn í samtíma sinn en fuðra fljótlega upp. Smán er slíkt leikverk. Konurnar í verkinu eru einfeldningslegar, persónur tala í ræðum án undirtexta frekar en að eiga samræður og síðasti hluti verksins er á skjön við það sem á undan hefur gengið. Framvindan er eins og hvirfilvindur af misgáfulegum athugasemdum, innkomur persóna eru háðar frekar langsóttum tilviljunum og að lokum eru áhorfendur engu nær, nema hvað ljóst er að samskipti milli einstaklinga frá mismunandi menningarheimum eru flókin. Það eru ekki fréttir. Annað grunnvandamál sýningarinnar er leikstjórn Þorsteins Bachmann sem er líflaus og flöt. Má nefna mjög langdregið atriði þar sem allir karakterarnir standa frosnir saman í hnapp og kýta. Langir dimmir kaflar teygjast á milli senuskipta og þrátt fyrir að tónlist Borgars Magnasonar sé áhrifamikil þá eyðileggja þessi langdregnu hlé slagkraft sýningarinnar. Smán á að vera snörp níutíu mínútna sýning í einum hluta en öll spenna er teygð og toguð í burt með því að láta verkið birtast áhorfendum í fjórum hlutum. Sýningin fer í raun og veru ekki í gang fyrr en eftir um hálftíma. Leikararnir bjarga því sem bjargað verður með ágætis leik en virðast þó vera að leika hver í sínu horni frekar en að sinna samleiknum. Jónmundur Grétarsson nær nokkurn veginn að halda utan um flókið hlutverk Amirs sem hefur þurft að berjast við kynþáttahatur allt sitt líf en króast að lokum af. Salóme R. Gunnarsdóttir leikur Emily, eiginkonu hans, af ákveðnu sakleysi en áhorfendur fá aldrei að kynnast persónu hennar almennilega. Magnús Jónsson kemur inn með krafti á tímapunkti þegar sýningin þarf á því að halda en persóna hans þróast aldrei. Tinna Björt Guðjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson fara með minni hlutverk og skila þeim af kostgæfni þrátt fyrir takmarkanir karakteranna. Leikmynd og búningar eru í umsjón Palla Banine og tekst honum að vinna vel úr rými Kúlunnar sem getur verið snúið viðfangs. Íbúð Amirs og Emily er í mínímalískum stíl hinna nýríku en fagurfræðin flækist með grímunni fremst á sviðinu sem er upplýst á milli atriða. Hvaðan kemur hún? Hvaða menningarheims er verið að vísa til? Á hún bara að vísa til hins óljósa mið-austurs? Búningarnir eru líka fagurlega samansettir fyrir utan búning Jory sem virðist alltof illa hannaður og ódýr miðað við ætluð fjárráð háttsetts viðskiptalögfræðings. Sýningin hangir ekki saman. Upplifanir og dagleg átök persónanna hverfa í skvaldrinu. Það er ekki nóg að spyrja spurninga heldur verður að hugsa hvernig áhorfendur taka við þeim og svara. Ánægjulegt er að sjá ný andlit á íslensku sviði því leikhúsið á Íslandi verður að brjótast út úr einsleitninni og gefa fjölbreytileikanum almennilegt pláss. Slíkt verður aftur á móti að gerast af alúð og skilningi.Niðurstaða: Frambærilegir leikarar í misreiknaðri sýningu.
Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira