Lífið

Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum

Jakob Bjarnar skrifar
Ólafur og Jóhannes sameinast í fordæmingu á framgöngu FH í Færeyjum.
Ólafur og Jóhannes sameinast í fordæmingu á framgöngu FH í Færeyjum.
Tveir fyrrverandi formenn Neytendasamtakanna, þeir Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarson eru, samkvæmt yfirlýsingum sem sjá má á umræðuþræði á internetinu hvar þeir eru virkir í athugasemdum, miklir áhugamenn um knattspyrnu. Þeir eru hjartanlega sammála um að framganga FH í Færeyjum sé ekki til eftirbreytni.

Svona leikaraskapur sæmir ekki FH-ingum. Þeir hefðu frekar átt að vera þakklátir fyrir vítið, sem hefði átt að dæma,“ segir Ólafur Arnarson um umfjöllun sem fótbolti punktur net hefur birt þar sem efast er um að vítaspyrnudómur sem dæmdur var FH-ingum í hag, í Evrópuleik þeirra í gær gegn Víkingum frá Götu, hafi verið réttmætur. Og þá gefa fótboltaspekingarnir á Fótbolti punktur net mjög undir fótinn með að FH-ingar hafi verið að verið með látalæti þegar á þeim var brotið.

Þeir tala í einum kór fyrrum neytendafrömuðir um ... fótbolta.
Álit Ólafs á þessu væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema ef ekki fylgdi álit forvera hans í starfi, Jóhannesar Gunnarssonar, sem kemur strax í kjölfarið:

„Þetta er til skammar fyrir íslenska knattspyrnu.“

FH-ingar ná þarna að sameina þessa fyrrum formenn eftir torkennilegum slóðum. Vísi er ekki kunnugt um með hvaða íslensku liðum þeir félagar Ólafur og Jóhannes halda en víst er að það er ekki FH. Samkvæmt þessu.

Það er Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur þessa umræðu hvar þeir félagar láta í ljósi í einum kór téða skoðun, og má heita leiðandi þegar hann spyr: „Mikið er rætt um rangan vítaspyrnudóm í landsleiknum í gær. Skiljanlega. En hvað finnst fólki um þennan hafnfirska skrípaleik - og sýndarmennsku?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×