Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-74 | Frábær sigur ÍR gegn toppliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2017 22:00 Hlynur Bæringsson. Vísir/Ernir ÍR vann í kvöld frábæran sigur á toppliði Stjörnunnar í 13.umferð Dominos-deildar karla. Stjarnan tapaði þar sínum þriðja leik í vetur og deilir nú toppsætinu með KR. ÍR byrjaði leikinn frábærlega og voru afar grimmir frá upphafi. Matthías Orri Sigurðarson hélt uppi fínum hraða í sóknarleiknum og heimamenn keyrðu vel á Stjörnuna þegar færi gafst. Gestirnir voru ólíkir sjálfum sér og Hlynur Bæringsson skoraði til dæmis ekki körfu utan af velli allan leikinn. Munurinn í hálfleik var þó ekki nema fjögur stig eftir að Athony Odunsi kláraði hálfleikinn með þriggja stiga körfu en þetta var hans fyrsti leikur í búningi Stjörnunnar. Í seinni hálfleik hélt baráttan svo áfram. Heimamenn voru á undan en áhlaup gestana skilaði þeim eins stigs forystu sem ÍR-ingar voru þó fljótir að endurheimta. Undir lokin voru ÍR-ingar svo klókir, náðu í vítaskot á meðan Stjörnumenn fóru oft á tíðum illa að ráði sínu. Lokatölur urðu 82-74 ÍR í vil sem þar með er komið með 12 stig og jafnaði Keflavík að Skallagrím að stigum í töflunni. Stjarnan deilir efsta sætinu með KR með 20 stig. Matthías Orri var stigahæstur heimamanna með 30 stig og Quincy Hankins-Cole skoraði 27, þar af 20 í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Odunsi stigahæstur með 23 stig og Justin Shouse skoraði 17.Af hverju vann ÍR?ÍR-ingar sýndu mikinn vilja í kvöld og það sást langar leiðir að þá langaði afskaplega mikið í stigin tvö. Þeir mættu til leiks af miklum krafti og varnarleikur þeirra var verulega góður. og orsakaði meðal annars 22 tapaði bolta hjá Garðbæingum. Lykilmennirnir Hankins-Cole og Matthías Orri drógu vagninn og aðrir skiluðu sínu og vel það. Lykilmenn Stjörnunnar geta betur og til dæmis var nýting Hlyns Bæringssonar 0/10 utan af velli auk þess sem hann tapaði 8 boltum. Það munar um minna enda Hlynur þeim mikilvægur og hefur verið frábær í vetur. Það vantaði einhverja stemmningu hjá Stjörnunni og spurning hvort þeir hafi einfaldlega vanmatið Breiðhyltinga.Bestu menn vallarins:Matthías Orri var eins og áður segir frábær hjá ÍR. Hann stýrði sóknarleiknum vel og náði góðu jafnvægi í sóknarleik ÍR-inga. Skotin hans voru þar að auki að detta niður. Quincy Hankins-Cole er skemmtikraftur af Guðs náð og það er ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleik og tók 10 fráköst í leiknum. Anthony Odunsi átti ágætan leik fyrir Stjörnuna og verður án efa góður liðsstykur fyrir þá þegar hann kemst betur inn í leik Garðbæinga. Ágúst Angantýsson átti fína innkomu og Shouse ágæta kafla.Áhugaverð tölfræði:Stjarnan tapaði 22 boltum í kvöld gegn 12 hjá ÍR. Stjarnan vann frákastabaráttuna 37-28 en það skilaði þeim engum stigum í kvöld. Hankins-Cole nýtti skotin sín vel og endaði með 72% nýtingu á meðan nýting Hlyns var í núllinu hinu megin á vellinum.Hvað gekk illa?Stjörnumönnum gekk illa að ráða við vörn ÍR og sóknarleikur þeirra var oft á tíðum klaufalegur. Grimm vörn ÍR orsakaði tapaða bolta hjá Stjörnunni, mun fleiri en þeir eru vanir að vera með. Eins og áður segir gekk Hlyn bölvanlega að hitta körfuna en mikilvægi hans fyrir Garðbæinga er ótvírætt. Áhlaup heimamanna skiluðu litlu og þeir náðu alltof stuttum góðum köflum í sínum leik svo það dygði til sigurs. Hittni gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna var sömuleiðis döpur en betri hittni hefði jafnvel riðlað vörn heimamanna sem hefðu þá þurft að stíga meira út frá körfunni.ÍR-Stjarnan 82-74 (23-20, 21-20, 16-16, 22-18)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 30/9 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 27/10 fráköst, Hjalti Friðriksson 7/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 5, Trausti Eiríksson 5, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Daði Berg Grétarsson 2.Stjarnan: Anthony Odunsi 23/6 fráköst, Justin Shouse 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 12/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Hlynur Elías Bæringsson 2/12 fráköst. Borce: Davíð vann GolíatBorce hrósaði sínum mönnum vel eftir leikinn í kvöld.vísir/stefánBorce Ilievski þjálfari ÍR var mjög ánægður eftir sigur hans manna gegn toppliði Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Auðvitað erum við sáttir, Davíð vann Golíat. Það var erfitt að undirbúa sig fyrir leikinn því það voru varla nógu margir á æfingum. Við vorum með nokkra stráka úr drengjaflokki til þess að ná nógu mörgum. Ég óska mínum mönnum til hamingju, þeir sýndu karakter og skildu allt eftir á vellinum,“ sagði Borce í samtali við Vísi eftir leik. Quincy Hankins-Cole var mangaður í fyrri hálfleik og Matthías Orri Sigurðarson átti sömuleiðis frábæran leik og endaði stigahæstur heimamanna. Borce var mjög ánægður með þeirra framlag og sagði sterka liðsheild hafa fleytt þeim áfram. „Við erum með skorara og aðra sem eiga að sinna varnarvinnunni. Við unnum sem lið og börðumst til enda. Ég er stoltur af strákunum, þeir eru hetjur í kvöld,“ bætti Borce við. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Leikáætlun okkar gekk eftir og við ætluðum að halda þeim í 65-75 stigum því við vitum að ef Stjarnan skorar yfir 80 stig þá er erfitt að vinna. Þeir skoruðu 74 stig og það er lykillinn fyrir okkur. Skorararnir mínir voru góðir, Matti (Matthías Orri) tók mikla ábyrgð og Quincy og allir aðrir fylgdu á eftir.“ ÍR hefur unnið sigur í tveimur fyrstu leikjum sínum eftir áramótin og sjálfstraustið var mikið í kvöld. Borce sagði þó mikilvægt að fara ekki fram úr sér. „Okkar markmið er að komast í úrslitakeppnina. En við tökum einn leik í einu. Við þurfum að ná að rótera liðinu betur og það er erfitt að leika marga leiki á fáum mönnum. Við munum halda áfram að berjast og við tökum okkar möguleika,“ sagði Borce að lokum. Hrafn: Lexía fyrir mig og mitt liðHrafn Kristjánsson var ósáttur með sína menn eftir leikinn í kvöld.Vísir/ernirHrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var afar ósáttur með sína menn eftir tapið gegn ÍR og sagði að þó svo að þeir væru efstir í deildinni væru þeir ekki búnir að vinna neitt í vetur. „Það er erfitt að greina leikinn svona strax eftir leik. Við töpuðum 22 boltum og það er vísbending um að við höfum ekki verið tilbúnir. Það er óásættanlegt og við höfum talað um það alla vikuna að ÍR-liðið fullt sjálfstraust og þeir vita að þeir geta unnið okkur,“ sagði Hrafn við Vísi að leik loknum. „Við vissum alveg hvernig þetta yrði, ég allavega taldi að við vissum það. Ég ætla að vona að við séum ekki að trúa um of á okkar eigin velgengni því við erum ekki búnir að gera rassgat í vetur. Við skulum passa okkur að fara ekki of langt niður en ef þú vilt byrja á því að vera deildarmeistari þá tapar þú ekki svona leikjum,“ bætti Hrafn við. Hrafn sagði lítið hafa komið sér á óvart í leik heimamanna en að hins vegar hefði fullt af hlutum komið honum á óvart í hans liði. „ÍR-ingarnir komu inn og spiluðu frábæran leik. Það mega þeir eiga og þeir unnu fyrir þessum sigri. Leikmenn sem hafa ekki verið að hitta fyrir utan voru að raða niður skotum og allir gerðu sitt. Það er lexía fyrir mitt lið og mig sjálfan að hafa ekki verið það lið sem sýndi þannig leik.“ Anthony Odunsi lék í fyrsta sinn í Stjörnubúningnum í kvöld og Hrafn var nokkuð sáttur með hans frammistöðu, en Odansi skoraði 23 stig og var stigahæstur gestanna. „Hann er kannski ryðgaður að einhverju leyti en hann hefur klárlega mikla hæfileik og fer sterkt upp að körfunni. Svo er alltaf matsatriði hvort að hann eigi að fá fleiri víti eða ekki. Dómararnir fannst mér standa sig alveg þolanlega í erfiðum leik. Við glötuðum þessum leik algjörlega sjálfir,“ sagði Hrafn að endingu. Matthías Orri: Vörnin var lykillinnMatthías Orri var frábær í kvöld.vísir/ernirMatthías Orri Sigurðarson var frábær hjá ÍR í kvöld, endaði stigahæstur með 30 stig og stýrði sóknarleik heimamanna af myndarbrag. „Ég er sáttur með hvernig allt liðið spilaði, það var stemmning allan tímann. Þetta var góð vika hjá okkur æfingalega séð og Borce setti leikinn vel upp fyrir okkur og við höldum þeim í 74 stigum. Það gekk allt upp og þá er maður sáttur,“ sagði Matthías Orri í viðtali eftir leik. „Vörnin var lykillinn að þessu og sterkur þriðji leikhluti. Við höfum átt það til að detta niður í þriðja leikhluta og það var mjög mikilvægt að halda dampi þar. Þá fengum við trú á að við næðum að sigla þessu heim. Í fyrri hluta móts vorum að missa niður svona leiki í þriðja leikhluta en við erum hættir því.“ ÍR er búið að vinna sína síðustu þrjá heimaleiki og stuðningurinn á pöllunum í kvöld var flottur. „Það er alltaf stemmning hérna í Hellinum, hvað þá þegar maður eins og Daði Berg er að spila fáránlega vörn allan tímann. Hann er að djöflast í Justin (Shouse) og þvílíkt gott að fá hann inn, mann sem er ekki búinn að spila mikið á tímabilinu. Hann mætir með sjálfstraust og smá hroka og á stóran þátt í þessu,“ bætti Matthías við. ÍR-ingar náðu aðeins að pirra gestina sem létu sumar ákvarðanir dómarans fara vel í taugarnar á sér. Justin Shouse fékk sína fimmtu villu undir lokin og virtist allt annað en sáttur. „Auðvitað pirrast þeir þegar eru að tapa fyrir okkur. Þeir eru í 1.sæti og við í þessum miðjupakka. Það fer aðeins í þá og kemur kannski upp smá hræðsla og sérstaklega seint í leiknum þegar þeir eru enn undir. Við nýttum okkur það þegar þeir voru að reyna að komast inn í leikinn. Við settum niður skotin og erum að komast á þann stað að klára jafna leiki,“ sagði Matthías Orri að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
ÍR vann í kvöld frábæran sigur á toppliði Stjörnunnar í 13.umferð Dominos-deildar karla. Stjarnan tapaði þar sínum þriðja leik í vetur og deilir nú toppsætinu með KR. ÍR byrjaði leikinn frábærlega og voru afar grimmir frá upphafi. Matthías Orri Sigurðarson hélt uppi fínum hraða í sóknarleiknum og heimamenn keyrðu vel á Stjörnuna þegar færi gafst. Gestirnir voru ólíkir sjálfum sér og Hlynur Bæringsson skoraði til dæmis ekki körfu utan af velli allan leikinn. Munurinn í hálfleik var þó ekki nema fjögur stig eftir að Athony Odunsi kláraði hálfleikinn með þriggja stiga körfu en þetta var hans fyrsti leikur í búningi Stjörnunnar. Í seinni hálfleik hélt baráttan svo áfram. Heimamenn voru á undan en áhlaup gestana skilaði þeim eins stigs forystu sem ÍR-ingar voru þó fljótir að endurheimta. Undir lokin voru ÍR-ingar svo klókir, náðu í vítaskot á meðan Stjörnumenn fóru oft á tíðum illa að ráði sínu. Lokatölur urðu 82-74 ÍR í vil sem þar með er komið með 12 stig og jafnaði Keflavík að Skallagrím að stigum í töflunni. Stjarnan deilir efsta sætinu með KR með 20 stig. Matthías Orri var stigahæstur heimamanna með 30 stig og Quincy Hankins-Cole skoraði 27, þar af 20 í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Odunsi stigahæstur með 23 stig og Justin Shouse skoraði 17.Af hverju vann ÍR?ÍR-ingar sýndu mikinn vilja í kvöld og það sást langar leiðir að þá langaði afskaplega mikið í stigin tvö. Þeir mættu til leiks af miklum krafti og varnarleikur þeirra var verulega góður. og orsakaði meðal annars 22 tapaði bolta hjá Garðbæingum. Lykilmennirnir Hankins-Cole og Matthías Orri drógu vagninn og aðrir skiluðu sínu og vel það. Lykilmenn Stjörnunnar geta betur og til dæmis var nýting Hlyns Bæringssonar 0/10 utan af velli auk þess sem hann tapaði 8 boltum. Það munar um minna enda Hlynur þeim mikilvægur og hefur verið frábær í vetur. Það vantaði einhverja stemmningu hjá Stjörnunni og spurning hvort þeir hafi einfaldlega vanmatið Breiðhyltinga.Bestu menn vallarins:Matthías Orri var eins og áður segir frábær hjá ÍR. Hann stýrði sóknarleiknum vel og náði góðu jafnvægi í sóknarleik ÍR-inga. Skotin hans voru þar að auki að detta niður. Quincy Hankins-Cole er skemmtikraftur af Guðs náð og það er ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleik og tók 10 fráköst í leiknum. Anthony Odunsi átti ágætan leik fyrir Stjörnuna og verður án efa góður liðsstykur fyrir þá þegar hann kemst betur inn í leik Garðbæinga. Ágúst Angantýsson átti fína innkomu og Shouse ágæta kafla.Áhugaverð tölfræði:Stjarnan tapaði 22 boltum í kvöld gegn 12 hjá ÍR. Stjarnan vann frákastabaráttuna 37-28 en það skilaði þeim engum stigum í kvöld. Hankins-Cole nýtti skotin sín vel og endaði með 72% nýtingu á meðan nýting Hlyns var í núllinu hinu megin á vellinum.Hvað gekk illa?Stjörnumönnum gekk illa að ráða við vörn ÍR og sóknarleikur þeirra var oft á tíðum klaufalegur. Grimm vörn ÍR orsakaði tapaða bolta hjá Stjörnunni, mun fleiri en þeir eru vanir að vera með. Eins og áður segir gekk Hlyn bölvanlega að hitta körfuna en mikilvægi hans fyrir Garðbæinga er ótvírætt. Áhlaup heimamanna skiluðu litlu og þeir náðu alltof stuttum góðum köflum í sínum leik svo það dygði til sigurs. Hittni gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna var sömuleiðis döpur en betri hittni hefði jafnvel riðlað vörn heimamanna sem hefðu þá þurft að stíga meira út frá körfunni.ÍR-Stjarnan 82-74 (23-20, 21-20, 16-16, 22-18)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 30/9 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 27/10 fráköst, Hjalti Friðriksson 7/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 5, Trausti Eiríksson 5, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Daði Berg Grétarsson 2.Stjarnan: Anthony Odunsi 23/6 fráköst, Justin Shouse 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 12/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Hlynur Elías Bæringsson 2/12 fráköst. Borce: Davíð vann GolíatBorce hrósaði sínum mönnum vel eftir leikinn í kvöld.vísir/stefánBorce Ilievski þjálfari ÍR var mjög ánægður eftir sigur hans manna gegn toppliði Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Auðvitað erum við sáttir, Davíð vann Golíat. Það var erfitt að undirbúa sig fyrir leikinn því það voru varla nógu margir á æfingum. Við vorum með nokkra stráka úr drengjaflokki til þess að ná nógu mörgum. Ég óska mínum mönnum til hamingju, þeir sýndu karakter og skildu allt eftir á vellinum,“ sagði Borce í samtali við Vísi eftir leik. Quincy Hankins-Cole var mangaður í fyrri hálfleik og Matthías Orri Sigurðarson átti sömuleiðis frábæran leik og endaði stigahæstur heimamanna. Borce var mjög ánægður með þeirra framlag og sagði sterka liðsheild hafa fleytt þeim áfram. „Við erum með skorara og aðra sem eiga að sinna varnarvinnunni. Við unnum sem lið og börðumst til enda. Ég er stoltur af strákunum, þeir eru hetjur í kvöld,“ bætti Borce við. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Leikáætlun okkar gekk eftir og við ætluðum að halda þeim í 65-75 stigum því við vitum að ef Stjarnan skorar yfir 80 stig þá er erfitt að vinna. Þeir skoruðu 74 stig og það er lykillinn fyrir okkur. Skorararnir mínir voru góðir, Matti (Matthías Orri) tók mikla ábyrgð og Quincy og allir aðrir fylgdu á eftir.“ ÍR hefur unnið sigur í tveimur fyrstu leikjum sínum eftir áramótin og sjálfstraustið var mikið í kvöld. Borce sagði þó mikilvægt að fara ekki fram úr sér. „Okkar markmið er að komast í úrslitakeppnina. En við tökum einn leik í einu. Við þurfum að ná að rótera liðinu betur og það er erfitt að leika marga leiki á fáum mönnum. Við munum halda áfram að berjast og við tökum okkar möguleika,“ sagði Borce að lokum. Hrafn: Lexía fyrir mig og mitt liðHrafn Kristjánsson var ósáttur með sína menn eftir leikinn í kvöld.Vísir/ernirHrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var afar ósáttur með sína menn eftir tapið gegn ÍR og sagði að þó svo að þeir væru efstir í deildinni væru þeir ekki búnir að vinna neitt í vetur. „Það er erfitt að greina leikinn svona strax eftir leik. Við töpuðum 22 boltum og það er vísbending um að við höfum ekki verið tilbúnir. Það er óásættanlegt og við höfum talað um það alla vikuna að ÍR-liðið fullt sjálfstraust og þeir vita að þeir geta unnið okkur,“ sagði Hrafn við Vísi að leik loknum. „Við vissum alveg hvernig þetta yrði, ég allavega taldi að við vissum það. Ég ætla að vona að við séum ekki að trúa um of á okkar eigin velgengni því við erum ekki búnir að gera rassgat í vetur. Við skulum passa okkur að fara ekki of langt niður en ef þú vilt byrja á því að vera deildarmeistari þá tapar þú ekki svona leikjum,“ bætti Hrafn við. Hrafn sagði lítið hafa komið sér á óvart í leik heimamanna en að hins vegar hefði fullt af hlutum komið honum á óvart í hans liði. „ÍR-ingarnir komu inn og spiluðu frábæran leik. Það mega þeir eiga og þeir unnu fyrir þessum sigri. Leikmenn sem hafa ekki verið að hitta fyrir utan voru að raða niður skotum og allir gerðu sitt. Það er lexía fyrir mitt lið og mig sjálfan að hafa ekki verið það lið sem sýndi þannig leik.“ Anthony Odunsi lék í fyrsta sinn í Stjörnubúningnum í kvöld og Hrafn var nokkuð sáttur með hans frammistöðu, en Odansi skoraði 23 stig og var stigahæstur gestanna. „Hann er kannski ryðgaður að einhverju leyti en hann hefur klárlega mikla hæfileik og fer sterkt upp að körfunni. Svo er alltaf matsatriði hvort að hann eigi að fá fleiri víti eða ekki. Dómararnir fannst mér standa sig alveg þolanlega í erfiðum leik. Við glötuðum þessum leik algjörlega sjálfir,“ sagði Hrafn að endingu. Matthías Orri: Vörnin var lykillinnMatthías Orri var frábær í kvöld.vísir/ernirMatthías Orri Sigurðarson var frábær hjá ÍR í kvöld, endaði stigahæstur með 30 stig og stýrði sóknarleik heimamanna af myndarbrag. „Ég er sáttur með hvernig allt liðið spilaði, það var stemmning allan tímann. Þetta var góð vika hjá okkur æfingalega séð og Borce setti leikinn vel upp fyrir okkur og við höldum þeim í 74 stigum. Það gekk allt upp og þá er maður sáttur,“ sagði Matthías Orri í viðtali eftir leik. „Vörnin var lykillinn að þessu og sterkur þriðji leikhluti. Við höfum átt það til að detta niður í þriðja leikhluta og það var mjög mikilvægt að halda dampi þar. Þá fengum við trú á að við næðum að sigla þessu heim. Í fyrri hluta móts vorum að missa niður svona leiki í þriðja leikhluta en við erum hættir því.“ ÍR er búið að vinna sína síðustu þrjá heimaleiki og stuðningurinn á pöllunum í kvöld var flottur. „Það er alltaf stemmning hérna í Hellinum, hvað þá þegar maður eins og Daði Berg er að spila fáránlega vörn allan tímann. Hann er að djöflast í Justin (Shouse) og þvílíkt gott að fá hann inn, mann sem er ekki búinn að spila mikið á tímabilinu. Hann mætir með sjálfstraust og smá hroka og á stóran þátt í þessu,“ bætti Matthías við. ÍR-ingar náðu aðeins að pirra gestina sem létu sumar ákvarðanir dómarans fara vel í taugarnar á sér. Justin Shouse fékk sína fimmtu villu undir lokin og virtist allt annað en sáttur. „Auðvitað pirrast þeir þegar eru að tapa fyrir okkur. Þeir eru í 1.sæti og við í þessum miðjupakka. Það fer aðeins í þá og kemur kannski upp smá hræðsla og sérstaklega seint í leiknum þegar þeir eru enn undir. Við nýttum okkur það þegar þeir voru að reyna að komast inn í leikinn. Við settum niður skotin og erum að komast á þann stað að klára jafna leiki,“ sagði Matthías Orri að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira