Þeir GavinFree og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys. Nú hafa þeir fengið Blue Man Group með sér í lið og hafa birt nýtt myndband þar sem þeir allir leika sér að því að rústa hlutum með keilukúlu.
Meðal annars rústa þeir glösum, skálum, hausum og ýmsu öðru.