H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. maí 2017 05:00 Verð á stuttbuxum í nokkrum mismunandi gjaldmiðlum. Mynd/Aðsend Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30
Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00
H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23