BMW stærsti lúxusbílasalinn í Kína í apríl Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 09:00 Rífandi gangur hjá BMW í Kína sem stendur. Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent
Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent