Fámennt en góðmennt á úrslitastundu í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 06:00 Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ. vísir/eyþór Það var gott hljóðið í forsvarsmönnum Golfsambands Íslands á kynningarfundi fyrir Golfsumarið sem fór fram á Korpúlfsstöðum í gær. Ísland hefur líklega aldrei átt betri hóp af afrekskylfingum en auk þess hafa vorið og veturinn líka farið einstaklega vel með golfvellina. „Þetta byrjar um næstu helgi á Suðurnesjunum með fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Við hlökkum gríðarlega til en vellirnir koma vel undan vetri,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.Fyrsta mótið í raun mót númer 3 Golftímabilið 2016-17 hófst í raun með tveimur mótum síðasta haust. Fyrsta mót sumarsins er því í raun þriðja mót tímabilsins en með þessu mynda menn mót hinna fjögurra fræknu hvert sumar þar sem aðeins góð spilamennska skilar kylfingum þátttökurétti. Átta mót telja til stigameistaratitils hjá körlum og konum en mótin hafa mismunandi vægi. Síðustu mótin á tímabilinu gefa fleiri stig en þau í upphafi. „Þetta kemur mjög vel út. Fólkið er enn að læra á þetta en þetta er komið til að vera og er mjög skemmtilegt fyrirkomulag,“ segir Brynjar en hvað er það besta við nýja formið?Með þá bestu á lokamótunum „Þú þarft að vinna þér inn rétt til að komast inn í þessi síðustu fjögur mót á árinu og þau mót eru fámenn en góðmenn. Þar erum við með okkar allra bestu kylfinga sem hafa lagt eitthvað á sig til að komast þangað. Við erum búin að einangra þá bestu og köllum þetta orðið mótaröð þeirra bestu,“ segir Brynjar. Fjögur síðustu mótin, Íslandsmót í höggleik og holukeppni, og lokamótin tvö hafa nú fengið heitið hin fjögur fræknu upp á íslensku. Tvö fyrstu mót þessa tímabils fóru fram í Vestmannaeyjum og á Akranesi síðasta haust en þetta golfsumar byrjar á Hólmsvellinum á föstudaginn og veðurspáin er góð. Íslandsmótið í holukeppni fer fram í Vestmannaeyjum 23. til 25. júní og Íslandsmótið í höggleik verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 20. til 23. júlí.Golfið með frábærar fyrirmyndir Það er meðbyr með íslensku golfi þessa dagana og Brynjar er mjög ánægður með þróun mála. „Það gengur ótrúlega vel hjá okkur í golfinu. Það gengur vel með vellina, það er að fjölga í hreyfingunni og við erum að sjá okkar besta afreksfólk blómstra og þá sérstaklega stelpurnar. Svo eru strákarnir að reyna að hlaupa á eftir þeim. Við erum komin með frábærar fyrirmyndir í þeim sem hafa náð að brjóta sig í gegn og eru kyndilberar fyrir okkur. Við eigum mikið af ungum stelpum og strákum í klúbbunum sem eru ótrúleg efni,“ segir Brynjar. Ísland á nú konur á bæði PGA-mótaröðinni (Ólafía Þórunn Kristinsdóttir) og Evrópumótaröðinni (Valdís Þóra Jónsdóttir) og báðar hafa verið duglegar að skrifa íslenska golfsögu að undanförnu. Það kom fram á fundinum í gær að þær eiga nú möguleika á því að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó haldi þær áfram að standa sig svona vel.Strákarnir verða að taka sig á„Strákarnir verða að fara að taka sig á. Stelpurnar eru búnar að vera frábærar, bæði Valdís og Ólafía Þórunn. Við eigum fleiri stelpur og það er því von á fleirum í fremstu röð. Ég er alveg viss um að við sjáum það á næstu árum. Það er virkilega ánægjulegt hvað stelpurnar eru orðnar góðar og það hjálpar okkur líka að kveikja áhugann hjá konum almennt á íþróttinni,“ segir Brynjar. Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það var gott hljóðið í forsvarsmönnum Golfsambands Íslands á kynningarfundi fyrir Golfsumarið sem fór fram á Korpúlfsstöðum í gær. Ísland hefur líklega aldrei átt betri hóp af afrekskylfingum en auk þess hafa vorið og veturinn líka farið einstaklega vel með golfvellina. „Þetta byrjar um næstu helgi á Suðurnesjunum með fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Við hlökkum gríðarlega til en vellirnir koma vel undan vetri,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.Fyrsta mótið í raun mót númer 3 Golftímabilið 2016-17 hófst í raun með tveimur mótum síðasta haust. Fyrsta mót sumarsins er því í raun þriðja mót tímabilsins en með þessu mynda menn mót hinna fjögurra fræknu hvert sumar þar sem aðeins góð spilamennska skilar kylfingum þátttökurétti. Átta mót telja til stigameistaratitils hjá körlum og konum en mótin hafa mismunandi vægi. Síðustu mótin á tímabilinu gefa fleiri stig en þau í upphafi. „Þetta kemur mjög vel út. Fólkið er enn að læra á þetta en þetta er komið til að vera og er mjög skemmtilegt fyrirkomulag,“ segir Brynjar en hvað er það besta við nýja formið?Með þá bestu á lokamótunum „Þú þarft að vinna þér inn rétt til að komast inn í þessi síðustu fjögur mót á árinu og þau mót eru fámenn en góðmenn. Þar erum við með okkar allra bestu kylfinga sem hafa lagt eitthvað á sig til að komast þangað. Við erum búin að einangra þá bestu og köllum þetta orðið mótaröð þeirra bestu,“ segir Brynjar. Fjögur síðustu mótin, Íslandsmót í höggleik og holukeppni, og lokamótin tvö hafa nú fengið heitið hin fjögur fræknu upp á íslensku. Tvö fyrstu mót þessa tímabils fóru fram í Vestmannaeyjum og á Akranesi síðasta haust en þetta golfsumar byrjar á Hólmsvellinum á föstudaginn og veðurspáin er góð. Íslandsmótið í holukeppni fer fram í Vestmannaeyjum 23. til 25. júní og Íslandsmótið í höggleik verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 20. til 23. júlí.Golfið með frábærar fyrirmyndir Það er meðbyr með íslensku golfi þessa dagana og Brynjar er mjög ánægður með þróun mála. „Það gengur ótrúlega vel hjá okkur í golfinu. Það gengur vel með vellina, það er að fjölga í hreyfingunni og við erum að sjá okkar besta afreksfólk blómstra og þá sérstaklega stelpurnar. Svo eru strákarnir að reyna að hlaupa á eftir þeim. Við erum komin með frábærar fyrirmyndir í þeim sem hafa náð að brjóta sig í gegn og eru kyndilberar fyrir okkur. Við eigum mikið af ungum stelpum og strákum í klúbbunum sem eru ótrúleg efni,“ segir Brynjar. Ísland á nú konur á bæði PGA-mótaröðinni (Ólafía Þórunn Kristinsdóttir) og Evrópumótaröðinni (Valdís Þóra Jónsdóttir) og báðar hafa verið duglegar að skrifa íslenska golfsögu að undanförnu. Það kom fram á fundinum í gær að þær eiga nú möguleika á því að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó haldi þær áfram að standa sig svona vel.Strákarnir verða að taka sig á„Strákarnir verða að fara að taka sig á. Stelpurnar eru búnar að vera frábærar, bæði Valdís og Ólafía Þórunn. Við eigum fleiri stelpur og það er því von á fleirum í fremstu röð. Ég er alveg viss um að við sjáum það á næstu árum. Það er virkilega ánægjulegt hvað stelpurnar eru orðnar góðar og það hjálpar okkur líka að kveikja áhugann hjá konum almennt á íþróttinni,“ segir Brynjar.
Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira