Ragga Gísla semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. maí 2017 10:45 Ragga Gísla er fyrsta konan til að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið og segir hún það mikinn heiður. Vísir/Eyþór Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni. Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni.
Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53
„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15