Jennifer Berg: Bruschetta með ricotta og basil pestó 31. maí 2017 15:15 Kæru lesendur, kynnist nýja Glamkokkinum okkar, hinni hæfileikaríku Jennifer Berg. Ástríðukokkur frá blautu barnsbeini, fædd og uppalin í bænum Borås í Svíþjóð, pabbi hennar er sænskur en mamma taílensk. Jennifer elti kærastann til Íslands fyrir tveimur árum og eru þau búsett í vesturbæ Reykjavíkur með franska bolabítnum Knúti.„Ég hef mikla ástríðu fyrir mat og elska að vera í eldhúsinu að prófa nýja rétti og halda matarboð heima fyrir vini eða fjölskyldu. Einnig hef ég mikinn áhuga á því að taka fínar myndir af matnum sem ég bý til. Þess vegna finnst mér það ekki síður mikilvægt að maturinn líti vel út á disknum en að hann sé góður á bragðið,“ segir Jennifer en hún heldur einnig úti bloggi á Trendnet.is þar sem hægt er að fylgjast með lífi hennar, fyrir framan og aftan myndavélina. Hér töfrar hún fram æðislegar bruschettur sem smellpassa í sumarveisluna. Öll hráefnin má nálgast á Boxið, þar sem hægt er að panta vörur beint heim. ForrétturinnTómat og cantaloupe bruschetta með ricotta og basil pestóInnihald (fyrir 4)Basil pestóEinn pottur af basil, fersku1 dl rifinn parmesanostur0,7 dl furuhnetur2 hvítlauksgeirar1 1/2 dl ólífuolíaSalt og piparTeningasalat5 tómatar1/4 cantaloupe-melóna1 matskeið ólífuolíaSalt og pipar 150 g ricotta-osturGott súrdeigsbrauð eða baguette-brauðSmjörLeiðbeiningar:Basil pestó: Setjið allt hráefni sem þarf fyrir basil pestóið fyrir utan ólífuolíu í matvinnsluvél. Notið pulse-stillinguna á vélinni og ýtið nokkrum sinnum. Notið plastsleif til þess að skrapa niður af hliðum skálarinnar.Setjið matvinnsluvélina á venjulega stillingu og látið ganga á meðan að þið bætið ólífuolíunni saman við. Mikilvægt er að bæta henni hægt saman við á sama tíma og matvinnsluvélin er í gangi við svo að ólífuolían skilji sig ekki.Blandið í smá salti og pipar eftir þörf.Teningasalat: Skerið tómatana og cantaloupe-melónuna í litla teninga. Fjarlægið fræin og safann úr tómatinum, við viljum ekki safann þar sem salatið verður of blautt.Setjið teningana í skál, bætið við ólífuolíu, smá salti og pipar og blandið saman.Skerið brauðið í passlegar sneiðar. Smyrjið sneiðarnar með smjöri og steikið á báðum hliðum á pönnu á meðalháum hita.Leggið ricotta-ostinn á brauðið og toppið með teningasalati og basil pestó. Skvettið yfir smá ólífuolíu og örlitu af salti og pipar. Mest lesið Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Gisele trylltist í stúkunni þegar sigurinn var í höfn Glamour
Kæru lesendur, kynnist nýja Glamkokkinum okkar, hinni hæfileikaríku Jennifer Berg. Ástríðukokkur frá blautu barnsbeini, fædd og uppalin í bænum Borås í Svíþjóð, pabbi hennar er sænskur en mamma taílensk. Jennifer elti kærastann til Íslands fyrir tveimur árum og eru þau búsett í vesturbæ Reykjavíkur með franska bolabítnum Knúti.„Ég hef mikla ástríðu fyrir mat og elska að vera í eldhúsinu að prófa nýja rétti og halda matarboð heima fyrir vini eða fjölskyldu. Einnig hef ég mikinn áhuga á því að taka fínar myndir af matnum sem ég bý til. Þess vegna finnst mér það ekki síður mikilvægt að maturinn líti vel út á disknum en að hann sé góður á bragðið,“ segir Jennifer en hún heldur einnig úti bloggi á Trendnet.is þar sem hægt er að fylgjast með lífi hennar, fyrir framan og aftan myndavélina. Hér töfrar hún fram æðislegar bruschettur sem smellpassa í sumarveisluna. Öll hráefnin má nálgast á Boxið, þar sem hægt er að panta vörur beint heim. ForrétturinnTómat og cantaloupe bruschetta með ricotta og basil pestóInnihald (fyrir 4)Basil pestóEinn pottur af basil, fersku1 dl rifinn parmesanostur0,7 dl furuhnetur2 hvítlauksgeirar1 1/2 dl ólífuolíaSalt og piparTeningasalat5 tómatar1/4 cantaloupe-melóna1 matskeið ólífuolíaSalt og pipar 150 g ricotta-osturGott súrdeigsbrauð eða baguette-brauðSmjörLeiðbeiningar:Basil pestó: Setjið allt hráefni sem þarf fyrir basil pestóið fyrir utan ólífuolíu í matvinnsluvél. Notið pulse-stillinguna á vélinni og ýtið nokkrum sinnum. Notið plastsleif til þess að skrapa niður af hliðum skálarinnar.Setjið matvinnsluvélina á venjulega stillingu og látið ganga á meðan að þið bætið ólífuolíunni saman við. Mikilvægt er að bæta henni hægt saman við á sama tíma og matvinnsluvélin er í gangi við svo að ólífuolían skilji sig ekki.Blandið í smá salti og pipar eftir þörf.Teningasalat: Skerið tómatana og cantaloupe-melónuna í litla teninga. Fjarlægið fræin og safann úr tómatinum, við viljum ekki safann þar sem salatið verður of blautt.Setjið teningana í skál, bætið við ólífuolíu, smá salti og pipar og blandið saman.Skerið brauðið í passlegar sneiðar. Smyrjið sneiðarnar með smjöri og steikið á báðum hliðum á pönnu á meðalháum hita.Leggið ricotta-ostinn á brauðið og toppið með teningasalati og basil pestó. Skvettið yfir smá ólífuolíu og örlitu af salti og pipar.
Mest lesið Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Gisele trylltist í stúkunni þegar sigurinn var í höfn Glamour