Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 20:42 Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. vísir/vilhelm Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent