„Fullt af lesbíum í tennis“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 10:00 Presturinn er ekki ánægð með lesbíurnar. vísir/getty Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court. Tennis Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court.
Tennis Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira