Flugan Zelda er ekki lengur leyndarmál Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2017 10:18 Flugan Zelda Kjartan Antonsson með lax sem tók Zeldu á Stokkhylsbrotinu í Norðurá Eins og svo margir veiðimenn þekkja eru sumar flugur veiðnari en aðrar og þegar einhver dettur niður á hönnun sem veiðir vel en vel passað upp á flugunni sé haldið leyndri. Þetta er nú samt þannig að með tímanum dreifist orðsporið af veiðnum flugum sem fáir hafa séð og einn daginn er það stundum þannig að flugan er gerð formlega opinber. Þetta þekkir undirritaður vel og nefnir í því samhengi fjölskylduleyndarmálið fluguna "KL Special" sem eflaust margir hafa séð bókaða í veiðibókinni í Langá. Ein af þessum flugum sem hefur lengi verið nefnd er flugan Zelda. Hver er Zelda? Þar sem ég þekki vel hönnuð þessarar flugu og hef bæði veitt með honum og gædað samhliða þessum ágæta manni sætti það furðu að það tók mig þrjú ár að fá ða sjá eintak af Zeldu. Hann síðan gaf mér eina og það er engu logið um þessa flugu, hún veiðir vel. Hönnuður Zeldu er Kjartan Antonsson veiðimaður með meiru. Við vildum að sjálfsögðu fá að kynnast sögu Zeldu og þá lá fyrst við að spyrja hvort hann muni hvernig hugmyndin að Zeldu kom til? "Já eins og gerst hafi í gær. Það var fyrir fjölda mörgum árum að ég var að veiða Bíldsfellið og var þá gjarnan með tvær stangir klárar. Eina fyrir laxinn og svo aðra með tökuvara og dropper þegar til að geta svissað yfir í bleikjuna án mikillar fyrirhafnar þegar ég hvíldi mig á laxinum sem oft var tregur. En þá kom fyrir nokkrum sinnum að laxinn var að taka púpu með kúluhaus þegar ég veiddi andsteymis" sagði Kjartan í samtali við Veiðivísi. "Ég fékk mjög fljótlega hugmynd að flugunni og gekk með Zelduna fullhannaða í hausnum í það minnsta tvö ár. Ég vildi gera laxaflugu sem varð að vera á þríkrók og með kúluhaus og með engum fjöðrum né skeggi eða hvað þetta allt heitir. Ég hef verið að ryfja upp hvenær ég hnýtti hana fyrst og taldi það vera í kringum 2001 sem reyndist vera rangt hjá mér. Sennilega var það árið 1999 sem ég reyndi hana fyrst og þá í júní í Norðurá. Áttaði mig á þessu þar sem þá fékk ég minn fyrsta Vorsteh hund (Þýskan Pointer) sem guttarnir mínir vildu skýra Zeldu eftir vinsælum tölvuleik sem þeir voru þá að spila. Það varð úr og svo þegar ég prófaði Zelduna og fékk fyrsta laxinn skýrði ég fluguna Zeldu eftir tíkinni". En varðandi hvort það sé einhver ein aðferð betri en önnur við að veiða með Zeldu segir Kjartan: "Nei það er það frábæra við Zelduna. Hef oft aðstoðað fólk sem er að stíga sín fyrstu skref og kann ekki eins mikið og þeir sem lengra eru komnir í mismunandi tækni. þá er bara látið dauðreka og mendað eftir straumþunga og beðið eftir tökunni. Svo eru aðrir reyndar sem taka allan skalann, stutt hratt stripp, dauðarek og kasta henni jafnvel aðeins upstream og leyfa henni að sökkva enn meir áður en hún fer að rétta úr sér. Auðvitað getur tækni ráðið úrslitum hvort hann taki eða ekki en ég hef ekki enn getað gert upp á milli". Hvers vegna er Zelda svona veiðin? "Ég hreinlega veit það ekki en samt veit ég það. En það er bara tilfinning sem erfitt er að koma í orð. En eitthvað er það samt því hún hefur í óteljandi skipti fyrir mig gert útslagið þegar flest allt annað hafði verið reynt. Hef heyrt frá fleirum en einum vönum veiðimanninum bæði Íslenskum sem erlendum fullyrðingu um að hún sé betri en hin goðsagnakennda Frances. En sem betur fer er hún langt frá því að vera óbrigðul. Og það sem gerir hana enn sérstakari er sú staðreynd að sjóbirtingurinn tekur hana alveg jafnt á við laxinn. Kannski er það vegna þess hönnun Zeldunnar er unnin frá silungapúpu upp í laxaflugu. En hvað sem það er þá taka veiðimenn því fagnandi". Góð augnablik með góðum flugum hverfa mönnum seint úr minni og varðandi gott augnablik með Zeldu hafði Kjartan þetta að segja: "Þau eru nú orðin svo rosalega mörg, bæði hjá mér sjálfum persónulega og einnig því sem ég hef orðið vitni að hjá öðrum. En það hlýtur að vera þegar ég prófaði hana í fyrsta skipti. Þá vorum við vinirnir Jóhann Birgisson (Jonni) að veiða saman. Höfðum prófað ýmislegt og vorum að kasta á laxa við Glitstaðabrú. Jonni var upp á brúnni að fylgjast með en ekkert gekk. Þá setti ég Zelduna undir. Ég man ekki númer hvað kastið var í röðinni en ég var ekki búinn að kasta 10 sinnum þegar Jonni segir ............. Já já já hann er að koma og mér fannst það heil eilífð en þá tók hann í beinni lýsingu frá Jonna. Það var engin sprengitaka heldur þung og ákveðin taka. Og þegar túrinn var að lokum kominn hafði ég sett í 10. laxa og landað 6 af þeim". Veiðimenn taka því væntanlega fagnandi að dulunni hefur verið svipt af þessari flugu og í dag fæst hún í nokkrum veiðibúðum og er klárlega skylda að hafa eina eða tvær í boxinu fyrir sumarið. Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Kjartan Antonsson með lax sem tók Zeldu á Stokkhylsbrotinu í Norðurá Eins og svo margir veiðimenn þekkja eru sumar flugur veiðnari en aðrar og þegar einhver dettur niður á hönnun sem veiðir vel en vel passað upp á flugunni sé haldið leyndri. Þetta er nú samt þannig að með tímanum dreifist orðsporið af veiðnum flugum sem fáir hafa séð og einn daginn er það stundum þannig að flugan er gerð formlega opinber. Þetta þekkir undirritaður vel og nefnir í því samhengi fjölskylduleyndarmálið fluguna "KL Special" sem eflaust margir hafa séð bókaða í veiðibókinni í Langá. Ein af þessum flugum sem hefur lengi verið nefnd er flugan Zelda. Hver er Zelda? Þar sem ég þekki vel hönnuð þessarar flugu og hef bæði veitt með honum og gædað samhliða þessum ágæta manni sætti það furðu að það tók mig þrjú ár að fá ða sjá eintak af Zeldu. Hann síðan gaf mér eina og það er engu logið um þessa flugu, hún veiðir vel. Hönnuður Zeldu er Kjartan Antonsson veiðimaður með meiru. Við vildum að sjálfsögðu fá að kynnast sögu Zeldu og þá lá fyrst við að spyrja hvort hann muni hvernig hugmyndin að Zeldu kom til? "Já eins og gerst hafi í gær. Það var fyrir fjölda mörgum árum að ég var að veiða Bíldsfellið og var þá gjarnan með tvær stangir klárar. Eina fyrir laxinn og svo aðra með tökuvara og dropper þegar til að geta svissað yfir í bleikjuna án mikillar fyrirhafnar þegar ég hvíldi mig á laxinum sem oft var tregur. En þá kom fyrir nokkrum sinnum að laxinn var að taka púpu með kúluhaus þegar ég veiddi andsteymis" sagði Kjartan í samtali við Veiðivísi. "Ég fékk mjög fljótlega hugmynd að flugunni og gekk með Zelduna fullhannaða í hausnum í það minnsta tvö ár. Ég vildi gera laxaflugu sem varð að vera á þríkrók og með kúluhaus og með engum fjöðrum né skeggi eða hvað þetta allt heitir. Ég hef verið að ryfja upp hvenær ég hnýtti hana fyrst og taldi það vera í kringum 2001 sem reyndist vera rangt hjá mér. Sennilega var það árið 1999 sem ég reyndi hana fyrst og þá í júní í Norðurá. Áttaði mig á þessu þar sem þá fékk ég minn fyrsta Vorsteh hund (Þýskan Pointer) sem guttarnir mínir vildu skýra Zeldu eftir vinsælum tölvuleik sem þeir voru þá að spila. Það varð úr og svo þegar ég prófaði Zelduna og fékk fyrsta laxinn skýrði ég fluguna Zeldu eftir tíkinni". En varðandi hvort það sé einhver ein aðferð betri en önnur við að veiða með Zeldu segir Kjartan: "Nei það er það frábæra við Zelduna. Hef oft aðstoðað fólk sem er að stíga sín fyrstu skref og kann ekki eins mikið og þeir sem lengra eru komnir í mismunandi tækni. þá er bara látið dauðreka og mendað eftir straumþunga og beðið eftir tökunni. Svo eru aðrir reyndar sem taka allan skalann, stutt hratt stripp, dauðarek og kasta henni jafnvel aðeins upstream og leyfa henni að sökkva enn meir áður en hún fer að rétta úr sér. Auðvitað getur tækni ráðið úrslitum hvort hann taki eða ekki en ég hef ekki enn getað gert upp á milli". Hvers vegna er Zelda svona veiðin? "Ég hreinlega veit það ekki en samt veit ég það. En það er bara tilfinning sem erfitt er að koma í orð. En eitthvað er það samt því hún hefur í óteljandi skipti fyrir mig gert útslagið þegar flest allt annað hafði verið reynt. Hef heyrt frá fleirum en einum vönum veiðimanninum bæði Íslenskum sem erlendum fullyrðingu um að hún sé betri en hin goðsagnakennda Frances. En sem betur fer er hún langt frá því að vera óbrigðul. Og það sem gerir hana enn sérstakari er sú staðreynd að sjóbirtingurinn tekur hana alveg jafnt á við laxinn. Kannski er það vegna þess hönnun Zeldunnar er unnin frá silungapúpu upp í laxaflugu. En hvað sem það er þá taka veiðimenn því fagnandi". Góð augnablik með góðum flugum hverfa mönnum seint úr minni og varðandi gott augnablik með Zeldu hafði Kjartan þetta að segja: "Þau eru nú orðin svo rosalega mörg, bæði hjá mér sjálfum persónulega og einnig því sem ég hef orðið vitni að hjá öðrum. En það hlýtur að vera þegar ég prófaði hana í fyrsta skipti. Þá vorum við vinirnir Jóhann Birgisson (Jonni) að veiða saman. Höfðum prófað ýmislegt og vorum að kasta á laxa við Glitstaðabrú. Jonni var upp á brúnni að fylgjast með en ekkert gekk. Þá setti ég Zelduna undir. Ég man ekki númer hvað kastið var í röðinni en ég var ekki búinn að kasta 10 sinnum þegar Jonni segir ............. Já já já hann er að koma og mér fannst það heil eilífð en þá tók hann í beinni lýsingu frá Jonna. Það var engin sprengitaka heldur þung og ákveðin taka. Og þegar túrinn var að lokum kominn hafði ég sett í 10. laxa og landað 6 af þeim". Veiðimenn taka því væntanlega fagnandi að dulunni hefur verið svipt af þessari flugu og í dag fæst hún í nokkrum veiðibúðum og er klárlega skylda að hafa eina eða tvær í boxinu fyrir sumarið.
Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði