Serena Williams hefur eignast sitt fyrsta barn
Chris Sheperd, framleiðandi hjá bandarísku fréttastofunni WPBF, flutti fyrstur fregnir af fæðingu barnsins sem hann segir vera stúlku.
Í frétt CBS Miami segir að Williams hafi fætt dóttur sína í dag á spítalanum St. Mary‘s Medical Center í West Palm Beach í Flórída-ríki.
Þá óskaði engin önnur en stórsöngkonan Beyonce vinkonu sinni til hamingju með fæðingu dótturinnar á Instagram-reikningi sínum í dag en færsluna má sjá hér að neðan.
Serena Williams hefur unnið 23 meistaramót í tennis á ferli sínum sem spannar nú nærri þrjá áratugi. Hún er jafnan talin einn farsælasti íþróttamaður í heimi.
Williams og Ohanian í Róm höfuðborg Ítalíu árið 2015 en hið nýfædda stúlkubarn er fyrsta barn skötuhjúanna.
Tengdar fréttir
Serena biður McEnroe um að láta hana í friði
John McEnroe telur að Serena Williams myndi vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi keppa í karlaflokki.
Serena Willams sigraði systur sína og vann sér sinn 23. titil
Serena ritaði nafn sitt í sögubækurnar með þessum sigri og er því komin fram úr Steffi Graf sem hefur hingað til staðið Serenu framar. Hún er nú aðeins einum titli á eftir Margaret Court sem á metið í sigrum í tennisheiminum með 24 titla.
Serena greindi óvart frá óléttunni: „Ólétt eða ekki átti ég að vinna mótið“
Serena Williams vann opna ástralska meistaramótið, sitt 23. risamót, ólétt í byrjun árs.
Serena Williams á von á sínu fyrsta barni
Serena er trúlofuð Alexis Ohanian, stofnanda Reddit.
Serena Williams berar bumbuna á forsíðu Vanity Fair
Williams birti forsíðumyndina á Instagram-síðu sinni fyrr í dag en hún á von á barni með unnusta sínum Alexis Ohanian.
Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum
Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“