Fagna fimm ára afmæli með risum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2017 10:48 Hausar halda upp á afmælið með stæl á Paloma annað kvöld og það er frítt inn. mynd/Sigurgeir Sigurðsson Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“