Audi RS7 verður 700 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2017 10:19 Audi RS7 verður ekkert lamb að leika sér við. Næsta kynslóð Audi RS7 verður enginn kettlingur ef marka má fréttir frá höfuðstöðvum Audi. Þegar nýr Audi RS7 verður kynntur seint á næsta ári mun hann skarta 700 hestafla drifrás sem nýtur aðstoðar rafmagnsmótora. Brunavélin í bílnum verður 4,0 lítra V8 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar hún ein 650 hestöflum. Bæta rafmótorarnir við 50 hestöflum við það rífandi afl. Hægt verður að kaupa Audi RS7 án rafmótoranna og er bíllinn þá „aðeins“ 650 hestöfl og með 813 Nm tog. Rafmótorarnir sem bætast við eru þeir sömu og eru í Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, en Audi og Porsche eru í eigu sama aðila, þ.e. Volkswagen. Það vekur athygli að nýr Audi RS7 með rafmagnsmótorum verði öflugri en Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, sem er 680 hestöfl. Sá bíll er litlar 3,4 sekúndur í hundraðið og því má búast við því að Audi RS7 verði enn sneggri, ekki síst vegna þess að hann er ögn minni bíll. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent
Næsta kynslóð Audi RS7 verður enginn kettlingur ef marka má fréttir frá höfuðstöðvum Audi. Þegar nýr Audi RS7 verður kynntur seint á næsta ári mun hann skarta 700 hestafla drifrás sem nýtur aðstoðar rafmagnsmótora. Brunavélin í bílnum verður 4,0 lítra V8 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar hún ein 650 hestöflum. Bæta rafmótorarnir við 50 hestöflum við það rífandi afl. Hægt verður að kaupa Audi RS7 án rafmótoranna og er bíllinn þá „aðeins“ 650 hestöfl og með 813 Nm tog. Rafmótorarnir sem bætast við eru þeir sömu og eru í Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, en Audi og Porsche eru í eigu sama aðila, þ.e. Volkswagen. Það vekur athygli að nýr Audi RS7 með rafmagnsmótorum verði öflugri en Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid, sem er 680 hestöfl. Sá bíll er litlar 3,4 sekúndur í hundraðið og því má búast við því að Audi RS7 verði enn sneggri, ekki síst vegna þess að hann er ögn minni bíll.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent