Að sofna á verðinum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. september 2017 09:15 Það er manninum eðlislægt að túlka veröldina út frá nærumhverfi sínu og einangraðri upplifun. Þannig er það fullkomlega eðlilegt að halda það að Jörðin sé nafli alheimsins, enda virðist sólin sannarlega hringsnúast um plánetuna okkar. Það er sömuleiðis eðlilegt að halda að núverandi ástand sé komið til að vera. Dauðinn, sem áður var tíður gestur, virðist nú á tímum vera fjarlægur, jafnvel órökréttur. Án þess að ætla mér að alhæfa um meint eðli tegundarinnar okkar, þá leyfi ég mér að fullyrða að við eigum það til að gleyma hinni ríkulegu sögu uppgötvana, vonbrigða, mistaka og jafnvel heppni sem færði okkur heiminn eins og hann er í dag. Bóluefnið er eitt af þeim fyrirbærum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Mögulega vegna þess að minningin um veröld án bóluefnis dofnar með hverri kynslóð. Í bóluefninu kristallast einstök þekkingarleit mannsins og skilningur hans á eigin líkama. Bóluefnið er eitt magnaðasta afrek mannsins, og fellur í sama flokk og internetið, sýklalyf, Shakespeare og lýðræðið. Bóluefnið hefur bjargað milljónum, og sparað okkur milljarða. Þökk sé bóluefninu hefur okkur tekist að útrýma sjúkdómum. En í þeirri staðreynd er jafnframt fólgin helsta ógnin sem steðjar að bóluefninu, einmitt að við túlkum ástandið eins og það er sem stöðugt en ekki augnablik í hinu stóra samhengi. Ógnin felst í því að við hættum að bólusetja börnin okkar, einfaldlega vegna þess að það virðist vera óþarfi. Samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis var þátttaka í bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til fjögurra ára mun lakari árið 2016 en fyrri ár. Þátttakan var „ekki ásættanleg og ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil“. Vafalaust eru einhverjir sem trúa því að bólusetningar séu skaðlegar. Þeir eru jafn afvegaleiddir og þeir sem telja þær óþarfar. Því bólusetningar verja ekki aðeins þá sem eru bólusettir, heldur einnig aðra sem ekki hafa fengið bóluefni. Til að tryggja áframhaldandi hjarðónæmi og þannig sporna við útbreiðslu hörmulegra pesta eins og mislinga, verður að tryggja þátttöku allra í bólusetningum. Hugsunarháttur eins og sá sem lýst var hér að ofan, þar sem andvaraleysi ræður för, er ekki ólíkur því ástandi sem Íslendingar á fyrri tímum upplifðu. Einangraðir frá umheiminum voru eyjarskeggjar hér lausir við marga algenga smitsjúkdóma sem herjuðu á meginland Evrópu, en um leið voru þeir viðkvæmari fyrir þegar pestin barst loks hingað. Sem hún gerði, og með hörmulegum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það er manninum eðlislægt að túlka veröldina út frá nærumhverfi sínu og einangraðri upplifun. Þannig er það fullkomlega eðlilegt að halda það að Jörðin sé nafli alheimsins, enda virðist sólin sannarlega hringsnúast um plánetuna okkar. Það er sömuleiðis eðlilegt að halda að núverandi ástand sé komið til að vera. Dauðinn, sem áður var tíður gestur, virðist nú á tímum vera fjarlægur, jafnvel órökréttur. Án þess að ætla mér að alhæfa um meint eðli tegundarinnar okkar, þá leyfi ég mér að fullyrða að við eigum það til að gleyma hinni ríkulegu sögu uppgötvana, vonbrigða, mistaka og jafnvel heppni sem færði okkur heiminn eins og hann er í dag. Bóluefnið er eitt af þeim fyrirbærum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Mögulega vegna þess að minningin um veröld án bóluefnis dofnar með hverri kynslóð. Í bóluefninu kristallast einstök þekkingarleit mannsins og skilningur hans á eigin líkama. Bóluefnið er eitt magnaðasta afrek mannsins, og fellur í sama flokk og internetið, sýklalyf, Shakespeare og lýðræðið. Bóluefnið hefur bjargað milljónum, og sparað okkur milljarða. Þökk sé bóluefninu hefur okkur tekist að útrýma sjúkdómum. En í þeirri staðreynd er jafnframt fólgin helsta ógnin sem steðjar að bóluefninu, einmitt að við túlkum ástandið eins og það er sem stöðugt en ekki augnablik í hinu stóra samhengi. Ógnin felst í því að við hættum að bólusetja börnin okkar, einfaldlega vegna þess að það virðist vera óþarfi. Samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis var þátttaka í bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til fjögurra ára mun lakari árið 2016 en fyrri ár. Þátttakan var „ekki ásættanleg og ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil“. Vafalaust eru einhverjir sem trúa því að bólusetningar séu skaðlegar. Þeir eru jafn afvegaleiddir og þeir sem telja þær óþarfar. Því bólusetningar verja ekki aðeins þá sem eru bólusettir, heldur einnig aðra sem ekki hafa fengið bóluefni. Til að tryggja áframhaldandi hjarðónæmi og þannig sporna við útbreiðslu hörmulegra pesta eins og mislinga, verður að tryggja þátttöku allra í bólusetningum. Hugsunarháttur eins og sá sem lýst var hér að ofan, þar sem andvaraleysi ræður för, er ekki ólíkur því ástandi sem Íslendingar á fyrri tímum upplifðu. Einangraðir frá umheiminum voru eyjarskeggjar hér lausir við marga algenga smitsjúkdóma sem herjuðu á meginland Evrópu, en um leið voru þeir viðkvæmari fyrir þegar pestin barst loks hingað. Sem hún gerði, og með hörmulegum afleiðingum.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun