Arna Ýr ætlaði aldrei aftur að keppa í lélegum fegurðarsamkeppnum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2017 13:30 Arna Ýr er Miss Universe Iceland 2017. vísir/hanna Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25
Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“