Lífið

Kylie Jenner og Travis Scott vita kynið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt par.
Fallegt par. visir/getty
Raunveruleikastjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Kylie Jenner á von á barni með kærastanum sínum, rapparann Travis Scott, en Lífið greindi frá þessu fyrir helgi. 

TMZ greindi fyrst frá því á föstudaginn að Jenner hafi byrjað að segja vinum sínum gleðitíðindin í byrjun mánaðarins. Þá hafi Scott einnig nýlega sagt vinum og vandamönnum frá því að parið eigi von á barni. 

Jenner, sem er 20 ára og Scott sem er 25 ára hafa verið saman frá byrjun ársins og eru að sögn People himinlifandi með óvæntu viðbótina í fjölskylduna. 

Samkvæmt People á Jenner von á sér í febrúar, einungis einum mánuði eftir að systir hennar, Kim Kardashian, á von á sínu þriðja barni.

greinir TMZ frá því að Jenner eigi von á stúlkubarni. Þar segir að parið hafi verið að deila fréttunum með vinum á vandamönnum undanfarnar tvo mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.