Í þriðju lotu náði Herrig frábæru hengingartaki á Kish og leit allt út fyrir að hún væri að vinna sigur en Kish náði með gjörsamlega ótrúlegum hætti að losa sig úr takinu.
Tilþrifin voru hreint mögnuð hjá Kish en miðað við stöðuna sem hún var komin í er með ólíkindum að Herrig hafi ekki klárað bardagann með þessu hengingartaki.
Átökin voru svo mikil hjá Kish að hún kúkaði á sig og voru stórir brúnir blettir skildir eftir á gólfinu í búrinu. Reynt var að þrífa þá eftir bardagann en blettirnir sáust það sem eftir lifði kvölds í sjónvarpsútsendingunni.
HOW DID @JustineKish GET OUT OF THAT?! pic.twitter.com/IVzfjSG7MO
— #UFCOKC (@ufc) June 26, 2017
Kish skammaðist sín ekkert enda tilþrifin frábær. Hún var létt og kát þrátt fyrir tapið og skrifaði á Twitter: „Ég er stríðsmaður og ég mun aldrei hætta. Ég sný fljótlega aftur.“ Hún bætti við kassamerkinu #ShitHappens eða Skítur skeður.
Kish er langt frá því fyrsti íþróttamaðurinn til að kúka á sig í miðri keppni en eins og einhverjir muna eftir kom það sama fyrir Yohann Diniz, heimsmethafa í 50 km göngu karla, á Ólympíuleikunum á síðasta ári.
I am a warrior, and I will never quit #ShitHappens haha be back soon.
— Justine Kish (@JustineKish) June 26, 2017