Segir forvarnir bjarga mannslífum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2017 22:45 Elísabet Brynjarsdóttir er formaður Hugrúnar geðfræðslufélags. Hún segir mikilvægt að allir rækti geðheilsu sína. Elísabet Brynjarsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. Geðfræðslufélagið Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Á Fésbókarsíðu félagsins kemur fram að Hugrún hafi það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á einu starfsári hefur félagið komið miklu í verk. Þau hafa haldið um sjötíu fyrirlestra undir handleiðslu fagfólks og frætt um ellefu hundruð ungmenni á framhaldsskólaaldri. Auk þess hefur Hugrún farið í samstarf með Rauða Krossinum og Geðhjálp í átaki sem stefnir að því að fækka sjálfsvígum ungra karlmanna undir yfirskriftinni „Útmeð‘a.“ Þá hefur Hugrún staðið að málþingi um geðfræðslu og frætt foreldrafélög svo fátt eitt sé nefnt. Hingað til hafa nemendur í framhaldsskólum fengið fræðslu frá Hugrúnu en Elísabet segir að félagsmenn geðfræðslufélagsins finni fyrir aukinni þörf á fræðslu á meðal yngri nemenda. „Við heyrum að þörf er á þessari tegund af fræðslu mun fyrr. Það er klárlega verkefni sem við viljum fara í en það er risastórt,“ segir Elísabet sem ásamt hópi sínum hefur efnt til fjáröflunarviðburðar undir yfirskriftinni „Geðveikt bingó Hugrúnar“ til þess að geta frætt enn fleiri börn. „Að grípa svona snemma inn í getur í alvörunni bjargað mannslífum,“ segir Elísabet sem bendir jafnframt á að fræðslan sé auk þess fyrirbyggjandi og því mikilvægt að ná til ungs fólks.Frá vinstri efri röð: Torfhildur, Hugrún, Elín, Elísabet. Frá vinstri neðri röð: Sunneva og ÞórhildurElísabet BrynjarsdóttirAlveg jafn mikilvægt að stunda geðrækt Elísabet segir að allir séu meðvitaðir um það hversu mikilvægt það sé að stunda líkamsrækt, huga að líkamanum og að vera heilsuhraustur en í fyrirlestrunum brýna liðsmenn Hugrúnar fyrir ungmennum mikilvægi þess að huga að andlegri líðan. „Það er svo mikilvægt að einstaklingar geti tekist á við tilfinningar sínar: Að geta liðið illa en unnið sig úr því. Að vera meðvitaður um hvað lætur þér líða vel. Að geta stoppað, verið í núinu og ræktað sjálfan sig,“ segir Elísabet.Aðgengi að sálfræðingum þurfi að vera betra Spurð að því hvað megi betur fara í geðheilbrigðimálum á Íslandi segir Elísabet að mikil meðvitund hafi skapast um mikilvægi geðheilsu. Hún telur aukna meðvitund vera fyrsta skrefið að betra kerfi. „Það er mikið af flottu fagfólki í geiranum en þetta kemur, eins leiðinlegt og það er, yfirleitt alltaf niður á skorti á fjármagni. Eins og staðan er í geðheilbrigðiskerfinu í dag þá er alls ekki nóg af geðlæknum. Þeir hafa ekki getað svarað þörfinni fyrir læknisaðstoð og geðheilbrigðiskerfið þarf að forgangsraða veikustu fyrst,“ segir Elísabet sem segir jafnframt: „Það að taka fyrsta skrefið og leita sér aðstoðar er risastórt skref og það að koma að lokuðum dyrum getur verið mjög erfitt.“ Elísabet segir að margar góðar hugmyndir hafi nú þegar kviknað um það hvernig hægt sé að bæta málaflokkinn á Íslandi. Hún vill gera aðgengi að sálfræðingum betra og að sálfræðiþjónusta falli undir sjúkratryggingar því nú sé sálfræðiaðstoð allt of dýr.„Það er ekkert grín að ætla fá aðstoð frá sálfræðingi og það er alls ekki í boði fyrir alla og á meðan það er svona skert aðgengi að geðlæknum þá er náttúrulega gífurleg mismunun fólgin í því að það kosti svona mikið að fara til sálfræðings. Þá er þetta náttúrulega ekki í boði fyrir alla.“ Þetta segir Elísabet sem bætir við að hún vilji sjá geðheilbrigðismálefni ofarlega í fjárlögunum næsta haust. Hún vill auk þess sjá heimahjúkrun, með geðhjúkrunarfræðinga í fararbroddi, fyrir þá skjólstæðinga sem þurfa á stuðningi að halda. Það ætti að geta dregið úr álagi í heilbrigðiskerfinu.Hugrún geðfræðslufélag hefur staðið fyrir sjötíu fyrirlestrum fyrir ungmenni.Elísabet BrynjarsdóttirMikilvægi sjálfsástarÍ fyrirlestrunum fjalla meðlimir Hugrúnar um mikilvægi sjálfsástar. Fólki er oft tíðrætt um sjálfsást og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér en hvað felst í því?„Að vera meðvitaður um hvað það er sem lætur manni líða vel. Þetta þarf ekki að vera mjög flókið. Þetta þarf ekki að vera einhver gífurleg athöfn. Bara það að liggja upp í sófa með vinkonum sínum og spjalla getur látið þér líða vel,“ segir Elísabet sem stingur upp á því að það geti verið gott að halda úti dagbók, vera með ástvinum og fá sér göngutúr. Fjáröflunarbingó Hugrúnar verður haldið þann 4. Júlí í Stúdentakjallaranum klukkan 20.00. Vinningarnir verða sannarlega ekki af verri endanum því fyrirtæki á borð við ZO-ON, Prentagram og Kayakferðir hafa styrkt verkefnið. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, segir forvarnir bjarga mannslífum. Hún segir mikilvægt að tryggja aðgengi að sálfræðingum því fræðsla og aðstoð geti skipt sköpum. Geðfræðslufélagið Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Á Fésbókarsíðu félagsins kemur fram að Hugrún hafi það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á einu starfsári hefur félagið komið miklu í verk. Þau hafa haldið um sjötíu fyrirlestra undir handleiðslu fagfólks og frætt um ellefu hundruð ungmenni á framhaldsskólaaldri. Auk þess hefur Hugrún farið í samstarf með Rauða Krossinum og Geðhjálp í átaki sem stefnir að því að fækka sjálfsvígum ungra karlmanna undir yfirskriftinni „Útmeð‘a.“ Þá hefur Hugrún staðið að málþingi um geðfræðslu og frætt foreldrafélög svo fátt eitt sé nefnt. Hingað til hafa nemendur í framhaldsskólum fengið fræðslu frá Hugrúnu en Elísabet segir að félagsmenn geðfræðslufélagsins finni fyrir aukinni þörf á fræðslu á meðal yngri nemenda. „Við heyrum að þörf er á þessari tegund af fræðslu mun fyrr. Það er klárlega verkefni sem við viljum fara í en það er risastórt,“ segir Elísabet sem ásamt hópi sínum hefur efnt til fjáröflunarviðburðar undir yfirskriftinni „Geðveikt bingó Hugrúnar“ til þess að geta frætt enn fleiri börn. „Að grípa svona snemma inn í getur í alvörunni bjargað mannslífum,“ segir Elísabet sem bendir jafnframt á að fræðslan sé auk þess fyrirbyggjandi og því mikilvægt að ná til ungs fólks.Frá vinstri efri röð: Torfhildur, Hugrún, Elín, Elísabet. Frá vinstri neðri röð: Sunneva og ÞórhildurElísabet BrynjarsdóttirAlveg jafn mikilvægt að stunda geðrækt Elísabet segir að allir séu meðvitaðir um það hversu mikilvægt það sé að stunda líkamsrækt, huga að líkamanum og að vera heilsuhraustur en í fyrirlestrunum brýna liðsmenn Hugrúnar fyrir ungmennum mikilvægi þess að huga að andlegri líðan. „Það er svo mikilvægt að einstaklingar geti tekist á við tilfinningar sínar: Að geta liðið illa en unnið sig úr því. Að vera meðvitaður um hvað lætur þér líða vel. Að geta stoppað, verið í núinu og ræktað sjálfan sig,“ segir Elísabet.Aðgengi að sálfræðingum þurfi að vera betra Spurð að því hvað megi betur fara í geðheilbrigðimálum á Íslandi segir Elísabet að mikil meðvitund hafi skapast um mikilvægi geðheilsu. Hún telur aukna meðvitund vera fyrsta skrefið að betra kerfi. „Það er mikið af flottu fagfólki í geiranum en þetta kemur, eins leiðinlegt og það er, yfirleitt alltaf niður á skorti á fjármagni. Eins og staðan er í geðheilbrigðiskerfinu í dag þá er alls ekki nóg af geðlæknum. Þeir hafa ekki getað svarað þörfinni fyrir læknisaðstoð og geðheilbrigðiskerfið þarf að forgangsraða veikustu fyrst,“ segir Elísabet sem segir jafnframt: „Það að taka fyrsta skrefið og leita sér aðstoðar er risastórt skref og það að koma að lokuðum dyrum getur verið mjög erfitt.“ Elísabet segir að margar góðar hugmyndir hafi nú þegar kviknað um það hvernig hægt sé að bæta málaflokkinn á Íslandi. Hún vill gera aðgengi að sálfræðingum betra og að sálfræðiþjónusta falli undir sjúkratryggingar því nú sé sálfræðiaðstoð allt of dýr.„Það er ekkert grín að ætla fá aðstoð frá sálfræðingi og það er alls ekki í boði fyrir alla og á meðan það er svona skert aðgengi að geðlæknum þá er náttúrulega gífurleg mismunun fólgin í því að það kosti svona mikið að fara til sálfræðings. Þá er þetta náttúrulega ekki í boði fyrir alla.“ Þetta segir Elísabet sem bætir við að hún vilji sjá geðheilbrigðismálefni ofarlega í fjárlögunum næsta haust. Hún vill auk þess sjá heimahjúkrun, með geðhjúkrunarfræðinga í fararbroddi, fyrir þá skjólstæðinga sem þurfa á stuðningi að halda. Það ætti að geta dregið úr álagi í heilbrigðiskerfinu.Hugrún geðfræðslufélag hefur staðið fyrir sjötíu fyrirlestrum fyrir ungmenni.Elísabet BrynjarsdóttirMikilvægi sjálfsástarÍ fyrirlestrunum fjalla meðlimir Hugrúnar um mikilvægi sjálfsástar. Fólki er oft tíðrætt um sjálfsást og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér en hvað felst í því?„Að vera meðvitaður um hvað það er sem lætur manni líða vel. Þetta þarf ekki að vera mjög flókið. Þetta þarf ekki að vera einhver gífurleg athöfn. Bara það að liggja upp í sófa með vinkonum sínum og spjalla getur látið þér líða vel,“ segir Elísabet sem stingur upp á því að það geti verið gott að halda úti dagbók, vera með ástvinum og fá sér göngutúr. Fjáröflunarbingó Hugrúnar verður haldið þann 4. Júlí í Stúdentakjallaranum klukkan 20.00. Vinningarnir verða sannarlega ekki af verri endanum því fyrirtæki á borð við ZO-ON, Prentagram og Kayakferðir hafa styrkt verkefnið.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira