London Taxi rafvæðist Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 14:03 Fyrstu rafmagnsbílarnir frá London Taxi Company rúlla af færiböndunum. London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent