Lífið

Gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn týndist

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Engum sögu fer af því hvort manninum hafi verið kalt á meðan á brúðkaupinu stóð.
Engum sögu fer af því hvort manninum hafi verið kalt á meðan á brúðkaupinu stóð. Reddit/Zebidee
Brúðgumi, sem ferðast hafði til Íslands ásamt brúði sinni fyrir brúðkaup þeirra, þurfti að gifta sig á stuttermabolnum eftir að flugfélagið, sem brúðhjónin flugu með hingað til lands, týndi farangri hans. Vinur brúðhjónanna hlóð spaugilegri mynd af brúðkaupi parsins inn á vefsíðuna Reddit sem vakti mikla athygli.

Flugfélagið Delta Airlines ber ábyrgð á vandræðum mannsins en taska, sem innihélt meðal annars brúðkaupsjakkaföt hans, týndist með flugi félagsins á leið parsins til Íslands.

Vinur brúðhjónanna hlóð mynd af þeim inn á vefsíðuna Reddit sem sýnir parið ástfangið innan um íslenska náttúru eftir hjónavígsluna. Maðurinn er klæddur í suttermabol og, að því er virðist, nærbuxur en á bolnum stendur: „Þessi brúðkaupsföt eru í boði Delta Airlines.“

Samkvæmt Reddit-notandanum, sem segist vinur hjónanna, missti parið af tengiflugi til Íslands í New York í Bandaríkjunum en þau lögðu upphaflega af stað frá Washington D.C.. Þau þurftu því að fljúga með Delta til Parísar og Berlínar og þaðan til Íslands. Farangur brúðgumans endaði hins vegar í Frankfurt í Þýskalandi.

Notendur Reddit, sem skrifuðu athugasemdir við þráðinn, ráðlögðu framtíðarbrúðhjónum að taka brúðkaupsklæðnaðinn ætíð með í handfarangri til að forðast téð örlög. Þá bentu einhverjir á að Icelandair fljúgi beint til Íslands frá Washington D.C., sem væri töluvert vænlegri og öruggari kostur en tengiflug.

If you want to wind up in the same country as your wedding outfits, don't fly Delta Airlines. from pics





Fleiri fréttir

Sjá meira


×