Sport

Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram síða Söru/sarasigmunds
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit.

Fyrsta greinin var hlaup-sund-hlaup. Keppendur hlupu þá eina og hálfa mílu, syntu 500 metra og hlupu loks aftur eina og hálfa mílu. Ein og hálf míla er um 2,4 kílómetrar.

Ragnheiður Sara kom sjöunda í mark á 30:23.04 mínútum en hún fékk fyrir það 72 stig.

Ástralinn Tia-Clair Toomey er efst eftir fyrstu grein en hún fékk 100 stig fyrir að koma í mark á 28:45.65 mínútum. Kristi Eramo varð í 2. sæti (94 stig) og Samantha Briggs varð þriðja (88 stig).

Toomey hefur endaði í öðru sæti á síðustu tveimur heimsleikum en byrjar gríðarlega sterkt í ár.

Meistari síðustu tveggja leika, Katrín Tanja Davíðsdóttir, endaði í fjórtánda sæti í fyrstu grein og fékk fyrir það 52 stig.

Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 20. sæti á 33:08.35 mínútum og Annie Mist Þórisdóttir var sekúndubrotum á eftir á 33:08.49 mínútum. Þuríður fékk 40 stig en Annie Mist 38 stig.






Tengdar fréttir

Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×