Öðruvísi og skaðvænleg Magnús Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2017 12:00 Bækur Veisla í greninu Juan Pablo Villalobos Íslensk þýðing: María Rán Guðjónsdóttir Útgefandi: Angústúra Prentun: Specialtrykkeriet Arco, Danmörku Kápuhönnun: Snæfríð Þorsteins Síðufjöldi: 103 Það er fagnaðarefni hversu vel hefur ræst úr aðgengi íslenskra lesenda að athyglisverðum samtímabókmenntum á síðustu árum. Sífellt fleiri forlög gera sig gildandi í þessum efnum og það eykur á fjölbreytni og úrval þeirra heimsbókmennta sem rata til íslenskra lesenda og oftar en ekki í vönduðum þýðingum. Nýjasta viðbótin er Angústúra, eitt af yngri forlögunum, sem býður nú bækur í áskrift. Markmiðið er að bjóða lesendum áhugaverðar bókmenntir sem slegið hafa í gegn í heimalöndunum og jafnvel víðar og gefa þannig innsýn í ólíka mennigarheima. Vonir standa til að hér verði líka horft út á jaðarinn og leitast við að bjóða bókmenntir sem falla jafnvel aðeins utan þess sem er hvað fyrirferðarmest á hverju menningarsvæði fyrir sig. Þannig er það vissulega með fyrstu bókina í þessari ritröð Angústúru, skáldsöguna Veisla í greninu, eftir Juan Pablo Villalobos frá Mexíkó. Hér er á ferðinni fyrsta bók þessa áhugaverða höfundar sem á bakland í bókmenntafræðinni þar sem hann lagði áherslu á að rannsaka verk höfunda á jaðrinum og þar sem sitthvað er látið reyna á form, stíl og nálgun. Veisla í greninu er líka fremur framúrstefnulegt verk án þess þó að vera óaðgengilegt fyrir alla almenna lesendur. Hér er greinilega á ferðinni forvitnilegur höfundur sem þorir að taka áhættu og láta reyna á að segja sögur með eilítið sérstökum hætti. Það er gott mál. Það er rétt að taka fram að þetta verk er eflaust mikil áskorun fyrir þýðanda og þó svo undirritaður hafi hvorki menntun né aðgengi að frumtexta þá er ekki annað að finna en að hér takist Maríu Rán Guðjónsdóttur vel til. Sögusviðið er að mestu heimili, eða öllu heldur höll, mexíkósks eiturlyfjabaróns og hans fylgisveina en sagan hverfist þó um og er sögð af ungum syni hans. Sögumaðurinn, Tochtli, er barn að aldri og lesandanum er í raun látið eftir að meta hversu gamall hann er í raun og veru. Meta hvort hann sé bráðþroska eða seinfær og það er hreint ekki eins auðvelt og ætla mætti. Tochtli umgengst einvörðungu fullorðna karlkyns glæpamenn og stöku vændiskonu og hefur komið sér upp þeim sið draga orð úr orðabók á hverju kvöldi sem óneitanlega gerir orðaforða og orðfæri drengsins afar sérstakt. Aðalpersónan Tochtli er líka að sumu leyti eins og önnur börn, vill spila Playstation og horfa á vídeó. Áhugamálin eru þó ekki alveg á pari við flesta unga drengi, hattasöfnun, samúræjar og dvergflóðhestar frá Líberíu en það eykur enn á þessa tilfinningu fyrir dreng sem er í raun misþroska og skemmdur af því ofbeldisfulla umhverfi sem hann býr í. Það sem eykur svo enn á framandleika fásagnarinnar er að með sínu sérstæða tungutaki er Tochtli að segja frá hræðilegum ofbeldisverkum og lýsa veröld sem ekkert barn ætti nokkru sinni að kynnast. „Ég stóð þarna mjög alvarlegur á meðan Miztli og Chichilkuali, sem eru verðirnir í höllinni okkar, börðu hann skaðvænlega. Maðurinn reyndist vera hommatittur, því hann öskraði og æpti: Ekki drepa mig! Ekki drepa mig!“ (Bls. 22.) Þessi sérstæði frásagnarháttur er vissulega áhrifaríkur en því miður verður hann líka eilítið þreytandi og jafnvel ótrúverðugur. Kannski er um að kenna hversu framandleg þessi veröld er íslenskunni og okkar íslenska menningarheimi en óneitanlega togast það á í lesandanum hvort þetta sé styrkur bókarinnar eða galli. Því verður auðvitað hver og einn að svara fyrir sig og það er vissulega vel þess virði að takast á við Veislu í greninu því hún er óneitanlega öðruvísi og jafnvel skaðvænleg eins og Tochtli hefði orðað það. Niðurstaða: Áhrifarík og sérstök en á köflum dálítið þreytandi frásögn af óhugnanlegri veröld. Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Veisla í greninu Juan Pablo Villalobos Íslensk þýðing: María Rán Guðjónsdóttir Útgefandi: Angústúra Prentun: Specialtrykkeriet Arco, Danmörku Kápuhönnun: Snæfríð Þorsteins Síðufjöldi: 103 Það er fagnaðarefni hversu vel hefur ræst úr aðgengi íslenskra lesenda að athyglisverðum samtímabókmenntum á síðustu árum. Sífellt fleiri forlög gera sig gildandi í þessum efnum og það eykur á fjölbreytni og úrval þeirra heimsbókmennta sem rata til íslenskra lesenda og oftar en ekki í vönduðum þýðingum. Nýjasta viðbótin er Angústúra, eitt af yngri forlögunum, sem býður nú bækur í áskrift. Markmiðið er að bjóða lesendum áhugaverðar bókmenntir sem slegið hafa í gegn í heimalöndunum og jafnvel víðar og gefa þannig innsýn í ólíka mennigarheima. Vonir standa til að hér verði líka horft út á jaðarinn og leitast við að bjóða bókmenntir sem falla jafnvel aðeins utan þess sem er hvað fyrirferðarmest á hverju menningarsvæði fyrir sig. Þannig er það vissulega með fyrstu bókina í þessari ritröð Angústúru, skáldsöguna Veisla í greninu, eftir Juan Pablo Villalobos frá Mexíkó. Hér er á ferðinni fyrsta bók þessa áhugaverða höfundar sem á bakland í bókmenntafræðinni þar sem hann lagði áherslu á að rannsaka verk höfunda á jaðrinum og þar sem sitthvað er látið reyna á form, stíl og nálgun. Veisla í greninu er líka fremur framúrstefnulegt verk án þess þó að vera óaðgengilegt fyrir alla almenna lesendur. Hér er greinilega á ferðinni forvitnilegur höfundur sem þorir að taka áhættu og láta reyna á að segja sögur með eilítið sérstökum hætti. Það er gott mál. Það er rétt að taka fram að þetta verk er eflaust mikil áskorun fyrir þýðanda og þó svo undirritaður hafi hvorki menntun né aðgengi að frumtexta þá er ekki annað að finna en að hér takist Maríu Rán Guðjónsdóttur vel til. Sögusviðið er að mestu heimili, eða öllu heldur höll, mexíkósks eiturlyfjabaróns og hans fylgisveina en sagan hverfist þó um og er sögð af ungum syni hans. Sögumaðurinn, Tochtli, er barn að aldri og lesandanum er í raun látið eftir að meta hversu gamall hann er í raun og veru. Meta hvort hann sé bráðþroska eða seinfær og það er hreint ekki eins auðvelt og ætla mætti. Tochtli umgengst einvörðungu fullorðna karlkyns glæpamenn og stöku vændiskonu og hefur komið sér upp þeim sið draga orð úr orðabók á hverju kvöldi sem óneitanlega gerir orðaforða og orðfæri drengsins afar sérstakt. Aðalpersónan Tochtli er líka að sumu leyti eins og önnur börn, vill spila Playstation og horfa á vídeó. Áhugamálin eru þó ekki alveg á pari við flesta unga drengi, hattasöfnun, samúræjar og dvergflóðhestar frá Líberíu en það eykur enn á þessa tilfinningu fyrir dreng sem er í raun misþroska og skemmdur af því ofbeldisfulla umhverfi sem hann býr í. Það sem eykur svo enn á framandleika fásagnarinnar er að með sínu sérstæða tungutaki er Tochtli að segja frá hræðilegum ofbeldisverkum og lýsa veröld sem ekkert barn ætti nokkru sinni að kynnast. „Ég stóð þarna mjög alvarlegur á meðan Miztli og Chichilkuali, sem eru verðirnir í höllinni okkar, börðu hann skaðvænlega. Maðurinn reyndist vera hommatittur, því hann öskraði og æpti: Ekki drepa mig! Ekki drepa mig!“ (Bls. 22.) Þessi sérstæði frásagnarháttur er vissulega áhrifaríkur en því miður verður hann líka eilítið þreytandi og jafnvel ótrúverðugur. Kannski er um að kenna hversu framandleg þessi veröld er íslenskunni og okkar íslenska menningarheimi en óneitanlega togast það á í lesandanum hvort þetta sé styrkur bókarinnar eða galli. Því verður auðvitað hver og einn að svara fyrir sig og það er vissulega vel þess virði að takast á við Veislu í greninu því hún er óneitanlega öðruvísi og jafnvel skaðvænleg eins og Tochtli hefði orðað það. Niðurstaða: Áhrifarík og sérstök en á köflum dálítið þreytandi frásögn af óhugnanlegri veröld.
Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira