Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2017 10:30 Sigríður Lena segist ekki nenna lengur að eltast við einhvern draum og setja lífið á bið. vísir/eyþór „Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira