Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2017 10:30 Sigríður Lena segist ekki nenna lengur að eltast við einhvern draum og setja lífið á bið. vísir/eyþór „Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira