Þjóðarharmur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. september 2017 06:00 Á föstudaginn síðastliðinn, sama dag og ríkisstjórnin varð að engu, birtist merkileg frétt hér á síðum Fréttablaðsins. Þar kom fram að þrjátíu og sex karlmenn sviptu sig lífi á síðasta ári. Sem fyrr eru karlar mun líklegri til að svipta sig lífi en konur. Fjórar konur frömdu sjálfsmorð árið 2016. Þegar rýnt er í tölurnar sem fréttin er byggð á blasir nöturleg staðreynd við. Á árunum 1996 til 2016 sviptu 586 karlar sig lífi. Af þeim voru 167 á aldrinum 19 til 29 ára. Ísland er ekkert einsdæmi í þessum efnum. Sjálfsmorðstíðni ungra karla hefur verið lýst sem þöglum faraldri enda eru karlar á aldursbilinu 18 til 25 ára fjórum sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en konur á sama aldri. Eins og staðan er núna er fátt hættulegra en að vera karlmaður undir 30 ára aldri. Eins og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í samtali við Fréttablaðið þá benda nýlegar rannsóknir til að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Því sé nauðsynlegt að efla geðheilbrigðisþjónustu og að tryggja þurfi aðgang að slíkri þjónustu frá vöggu til grafar. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag,“ sagði Anna Gunnhildur. Þetta er auðvitað ekki ný umræða, en um leið er þetta málaflokkur sem hreyfir við öllum. Þó svo að nálægð okkar við dauðann og kynni við hann séu mismikil, þá höfum við öll upplifað harm. Þannig er hörmulegt að hugsa til þess að við, sem þegnar í upplýstu samfélagi, skulum draga lappirnar í þessum málum. Í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári var áætlun boðuð um innleiðingu aðferða til að draga úr sjálfsvígum ungmenna. Enn hefur ekki verið skipað í starfshópinn sem átti að sjá um þetta verkefni. Það er óskandi að ný ríkisstjórn sinni þessum málaflokki af krafti og að kjörnir fulltrúar, geðlæknar og aðrir sérfræðingar sýni það frumkvæði sem sárlega hefur vantað. Það er ekki nóg að bregðast við þegar einstaklingur í mikilli hættu leitar sér aðstoðar, heldur þurfum við að leita til þeirra sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Í þessari baráttu höfum við öll hlutverki að gegna. Við verðum að mæta þeim sem taka trúarstökkið og tjá sig um erfiðleika sína með opnum örmum og huga. Sjálfsvíg eru flókið, líffræðilegt, sálfræðilegt og félagslegt vandamál sem ekki verður leyst með einum starfshópi eða átaki. Í raun er þetta vandamál sem verður líklega aldrei að fullu leyst. En þó svo að það sé ómögulegt að útrýma sjálfsvígum þá ætti það einmitt að vera markmið okkar. Að endingu er vert að minna á hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þangað er hægt að hringja á öllum tímum sólarhringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðun Tengdar fréttir Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Mun fleiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur auk þess sem karlar eru yfirleitt yngri þegar þeir grípa til þess ráðs. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir samfélagið verða að leggjast á eitt til að styðja fólk sem lendir í mótvindi. 15. september 2017 06:00 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Á föstudaginn síðastliðinn, sama dag og ríkisstjórnin varð að engu, birtist merkileg frétt hér á síðum Fréttablaðsins. Þar kom fram að þrjátíu og sex karlmenn sviptu sig lífi á síðasta ári. Sem fyrr eru karlar mun líklegri til að svipta sig lífi en konur. Fjórar konur frömdu sjálfsmorð árið 2016. Þegar rýnt er í tölurnar sem fréttin er byggð á blasir nöturleg staðreynd við. Á árunum 1996 til 2016 sviptu 586 karlar sig lífi. Af þeim voru 167 á aldrinum 19 til 29 ára. Ísland er ekkert einsdæmi í þessum efnum. Sjálfsmorðstíðni ungra karla hefur verið lýst sem þöglum faraldri enda eru karlar á aldursbilinu 18 til 25 ára fjórum sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en konur á sama aldri. Eins og staðan er núna er fátt hættulegra en að vera karlmaður undir 30 ára aldri. Eins og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í samtali við Fréttablaðið þá benda nýlegar rannsóknir til að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Því sé nauðsynlegt að efla geðheilbrigðisþjónustu og að tryggja þurfi aðgang að slíkri þjónustu frá vöggu til grafar. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag,“ sagði Anna Gunnhildur. Þetta er auðvitað ekki ný umræða, en um leið er þetta málaflokkur sem hreyfir við öllum. Þó svo að nálægð okkar við dauðann og kynni við hann séu mismikil, þá höfum við öll upplifað harm. Þannig er hörmulegt að hugsa til þess að við, sem þegnar í upplýstu samfélagi, skulum draga lappirnar í þessum málum. Í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári var áætlun boðuð um innleiðingu aðferða til að draga úr sjálfsvígum ungmenna. Enn hefur ekki verið skipað í starfshópinn sem átti að sjá um þetta verkefni. Það er óskandi að ný ríkisstjórn sinni þessum málaflokki af krafti og að kjörnir fulltrúar, geðlæknar og aðrir sérfræðingar sýni það frumkvæði sem sárlega hefur vantað. Það er ekki nóg að bregðast við þegar einstaklingur í mikilli hættu leitar sér aðstoðar, heldur þurfum við að leita til þeirra sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Í þessari baráttu höfum við öll hlutverki að gegna. Við verðum að mæta þeim sem taka trúarstökkið og tjá sig um erfiðleika sína með opnum örmum og huga. Sjálfsvíg eru flókið, líffræðilegt, sálfræðilegt og félagslegt vandamál sem ekki verður leyst með einum starfshópi eða átaki. Í raun er þetta vandamál sem verður líklega aldrei að fullu leyst. En þó svo að það sé ómögulegt að útrýma sjálfsvígum þá ætti það einmitt að vera markmið okkar. Að endingu er vert að minna á hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þangað er hægt að hringja á öllum tímum sólarhringsins.
Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Mun fleiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur auk þess sem karlar eru yfirleitt yngri þegar þeir grípa til þess ráðs. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir samfélagið verða að leggjast á eitt til að styðja fólk sem lendir í mótvindi. 15. september 2017 06:00
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun