Er spenntust fyrir útópískum draumaherbergjum Guðný Hrönn skrifar 16. maí 2017 18:30 Sesselja Thorberg er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar Amazing Home Show. Mynd/Saga Sig Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina. Tíska og hönnun Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina.
Tíska og hönnun Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira