Loftslagsbörnin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Það fellur í skaut komandi kynslóða að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Eftir rúmlega tvö hundruð ár af framförum og tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda finnum við nú fyrir fyrstu hrinu áfalla sem rekja má til hnattrænna breytinga á veðrakerfum Jarðarinnar. Á komandi áratugum munu þessi áhrif magnast og verða sífellt skelfilegri fyrir samfélag mannanna og náttúruna sem við eigum tilvist okkar að þakka. Að óbreyttu mun hitastig plánetunnar halda áfram að hækka, með þurrkum, skógareldum og hitabylgjum. Fellibyljir verða öflugri og sjávarstaða mun hækka um 30 til 120 sentímetra fyrir árið 2100. Þjóðir heims hafa sameinast um sögulegt samkomulag sem felur í sér að halda hnattrænni hlýnun vel undir tveimur gráðum (hlýnun miðað við tíma fyrir iðnbyltinguna er í kringum eina gráðu núna). Þó svo að lítið bóli á róttækum aðgerðum og óstöðugt stjórnmálaástand í nokkrum af helstu iðnríkjum heims ógni þessu markmiði, þá er ekki öll von úti. Breytingar á loftslagi Jarðarinnar eru óumflýjanlegar, það eina sem við getum gert er að berjast fyrir því að halda þeim í lágmarki. Börnin okkar þurfa að heyja þessa baráttu á sama tíma og þau takast á við breyttan veruleika. Framlag einstaklingsins til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda er takmarkað, en þó mikilvægt. Þjóðríkin, borgaryfirvöld og einkafyrirtækin verða að axla sína ábyrgð. Einstaklingarnir, ég og þú, getum með okkar litla framlagi mótað nauðsynlegan tíðaranda breytinga. Gjörðir okkar geta hraðað orkuskiptum og breytingum á þjóðmálastefnum sem annars tæki áratugi að ná í gegn. Þannig þurfum við að hefja undirbúning unga fólksins fyrir þessa baráttu og útskýra fyrir því að gamlar og skynsamlegar hugmyndir eins og að flokka rusl eru ekki til þess fallnar að hafa mikil áhrif. Til þess að hafa raunveruleg áhrif þarf komandi kynslóð að taka upp bíllausan lífsstíl, eignast færri börn, draga úr flugferðum og leggja meiri áherslu mataræði sem byggir á grænmeti. Sá sem neytir fyrst og fremst grænmetisfæðis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sá sem aðeins flokkar og endurvinnur rusl. Þetta eru þær aðferðir sem skila mestu, bæði þegar horft er til losunar og áhrifa á stefnumörkun. Þetta er þekking sem börnin okkar fá ekki á skoðanasíðum Fréttablaðsins. Þetta er þekking sem fæst með uppeldi og kennslu. Þar sem við gefum komandi kynslóðum breytt heimili í vöggugjöf, þá ættum við einnig að gefa þeim þekkinguna og viðhorfið sem þarf til að hafa áhrif á þann heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Það fellur í skaut komandi kynslóða að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Eftir rúmlega tvö hundruð ár af framförum og tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda finnum við nú fyrir fyrstu hrinu áfalla sem rekja má til hnattrænna breytinga á veðrakerfum Jarðarinnar. Á komandi áratugum munu þessi áhrif magnast og verða sífellt skelfilegri fyrir samfélag mannanna og náttúruna sem við eigum tilvist okkar að þakka. Að óbreyttu mun hitastig plánetunnar halda áfram að hækka, með þurrkum, skógareldum og hitabylgjum. Fellibyljir verða öflugri og sjávarstaða mun hækka um 30 til 120 sentímetra fyrir árið 2100. Þjóðir heims hafa sameinast um sögulegt samkomulag sem felur í sér að halda hnattrænni hlýnun vel undir tveimur gráðum (hlýnun miðað við tíma fyrir iðnbyltinguna er í kringum eina gráðu núna). Þó svo að lítið bóli á róttækum aðgerðum og óstöðugt stjórnmálaástand í nokkrum af helstu iðnríkjum heims ógni þessu markmiði, þá er ekki öll von úti. Breytingar á loftslagi Jarðarinnar eru óumflýjanlegar, það eina sem við getum gert er að berjast fyrir því að halda þeim í lágmarki. Börnin okkar þurfa að heyja þessa baráttu á sama tíma og þau takast á við breyttan veruleika. Framlag einstaklingsins til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda er takmarkað, en þó mikilvægt. Þjóðríkin, borgaryfirvöld og einkafyrirtækin verða að axla sína ábyrgð. Einstaklingarnir, ég og þú, getum með okkar litla framlagi mótað nauðsynlegan tíðaranda breytinga. Gjörðir okkar geta hraðað orkuskiptum og breytingum á þjóðmálastefnum sem annars tæki áratugi að ná í gegn. Þannig þurfum við að hefja undirbúning unga fólksins fyrir þessa baráttu og útskýra fyrir því að gamlar og skynsamlegar hugmyndir eins og að flokka rusl eru ekki til þess fallnar að hafa mikil áhrif. Til þess að hafa raunveruleg áhrif þarf komandi kynslóð að taka upp bíllausan lífsstíl, eignast færri börn, draga úr flugferðum og leggja meiri áherslu mataræði sem byggir á grænmeti. Sá sem neytir fyrst og fremst grænmetisfæðis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sá sem aðeins flokkar og endurvinnur rusl. Þetta eru þær aðferðir sem skila mestu, bæði þegar horft er til losunar og áhrifa á stefnumörkun. Þetta er þekking sem börnin okkar fá ekki á skoðanasíðum Fréttablaðsins. Þetta er þekking sem fæst með uppeldi og kennslu. Þar sem við gefum komandi kynslóðum breytt heimili í vöggugjöf, þá ættum við einnig að gefa þeim þekkinguna og viðhorfið sem þarf til að hafa áhrif á þann heim.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun