Karlmenn eru oft tregari til að segja frá Sæunn Gísladóttir skrifar 20. maí 2017 09:00 Gary Foster og Duncan Craig halda fyrirlestur um karlkyns þolendur kynferðisofbeldis á Akureyri í dag. Vísir/Ernir „Kynferðislegt ofbeldi gegn körlum er ekki jafn viðurkennt og samþykkt í samfélaginu og kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Sem þolandi tel ég ekki endilega að þetta sé erfiðara fyrir karlmenn en ég held að það séu færri rými fyrir menn til að segja frá sinni upplifun.“ Þetta segir Gary Foster, stofnandi Living Well Australia, samtaka í Ástralíu fyrir karlkyns þolendur kynferðislegs ofbeldis. Foster ásamt Duncan Craig, framkvæmdastjóra Survivors Manchester sem sinna einnig karlkyns þolendum kynferðislegs ofbeldis, heldur fyrirlestur á ráðstefnunni Einn blár strengur á Akureyri í dag. Verkefnið Einn blár strengur á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Merki verkefnisins er gítar, þar sem einn blár strengur af sex í gítarnum vísar í þá sem fyrir ofbeldinu verða. Foster og Craig munu fjalla um karlkyns þolendur kynferðisofbeldis í æsku. Einnig munu þeir standa fyrir sérstakri þjálfun fyrir fólk sem starfar með þolendum á mánudag. Foster og Craig eru sammála um að karlmenn sem lenda í kynferðislegu ofbeldi í æsku geti átt erfitt með að segja frá því, og að ofbeldið geti haft mjög neikvæð sálræn áhrif. „Við vitum að 46 prósent manna sem upplifa kynferðislegt ofbeldi hafa reynt að fremja sjálfsvíg,“ segir Foster.Hugmyndir um karlmennsku Karlar eru einnig mun tregari til en konur að segja frá ofbeldinu. „Þetta hefur að gera með hugmyndir um karlmennsku. Það er mikilvægt að karlmenn hafi rými til að segja frá og þess vegna er verkefni eins og One Blue String svona mikilvægt. Það tekur karlmenn að jafnaði tíu árum lengur en konur að segja frá kynferðislegu ofbeldi í æsku. Þeir segja því fyrst frá að meðaltali 22 til 24 árum eftir að ofbeldið átti sér stað. Þeir munu eiga fyrstu djúpstæðu samræður sínar um ofbeldið 28 árum eftir að það átti sér stað og eiga uppbyggilegar samræður um það 30 árum eftir að ofbeldið átti sér stað að jafnaði,“ segir Foster. Hann segir að viðmótið, sem karlmenn sem segi frá núna, mæti sé mun betra en fyrir nokkrum áratugum. „Við vitum að menn sem sögðu frá eða reyndu að segja frá á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu fyrir verri reynslu en þeir sem sögðu ekki frá því. Viðbrögðin við frásögn þeirra var svo neikvæð.“ Báðir mennirnir eru þolendur kynferðisofbeldis og unnu meðal annars að stofnun samtaka sinna vegna þess að þeim fannst vanta samtök sem aðstoðuðu í slíkum málum. „Þegar ég stofnaði Survivors Manchester var það vegna þess að það var engin stuðningsþjónusta þar sem ég bjó,“ segir Craig. „Við erum núna komin miklu lengra í umræðu um kynferðisofbeldi gegn karlmönnum,“ segir Foster. Margt standi þó enn í vegi fyrir að menn segi frá ofbeldinu.Mýtur um þolendur „Margir hafa heyrt tölfræði um það að menn sem upplifi kynferðislegt ofbeldi í æsku séu líklegri til að beita aðra kynferðislegu ofbeldi. Þeir eru því hræddir við að segja frá því þeir eru hræddir um að fólk haldi að þeir muni beita aðra ofbeldi,“ segir Foster. „Þetta er hins vegar ekki rétt tölfræði sem þeir hafa heyrt, rannsóknir sýna að um 95 prósent fórnarlamba muni ekki beita aðra kynferðisofbeldi.“ Foster segir fordóma koma í veg fyrir að menn segi frá. „Við vitum að þeir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi karlmanna sem unglingar eiga erfiðara með að segja frá. Þeir hafa áhyggjur af því að menn muni velta fyrir sér kynhneigð þeirra. Fordómar gegn hommum er stór hindrun fyrir þá til að segja frá. Ég veit að á Íslandi er mikill stuðningur við samkynhneigt fólk og í því ljósi eigið þið auðveldara með að aðstoða fólk.“ Craig segir Ísland eiga skilið hrós fyrir að hafa tekið vel í Einn bláan streng. „Við höfum séð myndbönd af fólki að spila á gítar með einum bláum streng og teljum að með því að íslenskir drengir og menn fái að sjá þetta á samfélagsmiðlum fái þeir þau skilaboð að hlutirnir geta batnað og sálarsárin geti gróið.“ Mennirnir telja að lítil samfélög eins og Ísland geti oft brugðist betur við kynferðislegu ofbeldi og afleiðingum þess. „Við höfum unnið með litlum samfélögum áður og séð að þar er oft meiri samúð og að möguleikinn til að skapa breytingar er meiri. Að vera lítið þjóðfélag þýðir að þið getið hraðað breytingum og að fáir geti breytt miklu,“ segir Foster. Craig og Foster segja mikilvægt að segja ekki einungis frá neikvæðum viðbrögðum við því að einhver hafi upplifað kynferðislegt ofbeldi. „Það sem er skýrt frá því sem við höfum upplifað bæði í Bretlandi og víðsvegar um heiminn er að þegar einhver segir á jákvæðan hátt frá sinni sögu gerir það öðrum kleift að segja frá. Það er lykilatriði að við segjum ekki bara neikvæðar sögur um að einstaklingar séu skemmdir vegna ofbeldis. Við þurfum að segja sögur sem vekja von og hvatningu og sýna að þolendur geti lifað góðu og hamingjuríku lífi.“ Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Kynferðislegt ofbeldi gegn körlum er ekki jafn viðurkennt og samþykkt í samfélaginu og kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Sem þolandi tel ég ekki endilega að þetta sé erfiðara fyrir karlmenn en ég held að það séu færri rými fyrir menn til að segja frá sinni upplifun.“ Þetta segir Gary Foster, stofnandi Living Well Australia, samtaka í Ástralíu fyrir karlkyns þolendur kynferðislegs ofbeldis. Foster ásamt Duncan Craig, framkvæmdastjóra Survivors Manchester sem sinna einnig karlkyns þolendum kynferðislegs ofbeldis, heldur fyrirlestur á ráðstefnunni Einn blár strengur á Akureyri í dag. Verkefnið Einn blár strengur á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Merki verkefnisins er gítar, þar sem einn blár strengur af sex í gítarnum vísar í þá sem fyrir ofbeldinu verða. Foster og Craig munu fjalla um karlkyns þolendur kynferðisofbeldis í æsku. Einnig munu þeir standa fyrir sérstakri þjálfun fyrir fólk sem starfar með þolendum á mánudag. Foster og Craig eru sammála um að karlmenn sem lenda í kynferðislegu ofbeldi í æsku geti átt erfitt með að segja frá því, og að ofbeldið geti haft mjög neikvæð sálræn áhrif. „Við vitum að 46 prósent manna sem upplifa kynferðislegt ofbeldi hafa reynt að fremja sjálfsvíg,“ segir Foster.Hugmyndir um karlmennsku Karlar eru einnig mun tregari til en konur að segja frá ofbeldinu. „Þetta hefur að gera með hugmyndir um karlmennsku. Það er mikilvægt að karlmenn hafi rými til að segja frá og þess vegna er verkefni eins og One Blue String svona mikilvægt. Það tekur karlmenn að jafnaði tíu árum lengur en konur að segja frá kynferðislegu ofbeldi í æsku. Þeir segja því fyrst frá að meðaltali 22 til 24 árum eftir að ofbeldið átti sér stað. Þeir munu eiga fyrstu djúpstæðu samræður sínar um ofbeldið 28 árum eftir að það átti sér stað og eiga uppbyggilegar samræður um það 30 árum eftir að ofbeldið átti sér stað að jafnaði,“ segir Foster. Hann segir að viðmótið, sem karlmenn sem segi frá núna, mæti sé mun betra en fyrir nokkrum áratugum. „Við vitum að menn sem sögðu frá eða reyndu að segja frá á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu fyrir verri reynslu en þeir sem sögðu ekki frá því. Viðbrögðin við frásögn þeirra var svo neikvæð.“ Báðir mennirnir eru þolendur kynferðisofbeldis og unnu meðal annars að stofnun samtaka sinna vegna þess að þeim fannst vanta samtök sem aðstoðuðu í slíkum málum. „Þegar ég stofnaði Survivors Manchester var það vegna þess að það var engin stuðningsþjónusta þar sem ég bjó,“ segir Craig. „Við erum núna komin miklu lengra í umræðu um kynferðisofbeldi gegn karlmönnum,“ segir Foster. Margt standi þó enn í vegi fyrir að menn segi frá ofbeldinu.Mýtur um þolendur „Margir hafa heyrt tölfræði um það að menn sem upplifi kynferðislegt ofbeldi í æsku séu líklegri til að beita aðra kynferðislegu ofbeldi. Þeir eru því hræddir við að segja frá því þeir eru hræddir um að fólk haldi að þeir muni beita aðra ofbeldi,“ segir Foster. „Þetta er hins vegar ekki rétt tölfræði sem þeir hafa heyrt, rannsóknir sýna að um 95 prósent fórnarlamba muni ekki beita aðra kynferðisofbeldi.“ Foster segir fordóma koma í veg fyrir að menn segi frá. „Við vitum að þeir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi karlmanna sem unglingar eiga erfiðara með að segja frá. Þeir hafa áhyggjur af því að menn muni velta fyrir sér kynhneigð þeirra. Fordómar gegn hommum er stór hindrun fyrir þá til að segja frá. Ég veit að á Íslandi er mikill stuðningur við samkynhneigt fólk og í því ljósi eigið þið auðveldara með að aðstoða fólk.“ Craig segir Ísland eiga skilið hrós fyrir að hafa tekið vel í Einn bláan streng. „Við höfum séð myndbönd af fólki að spila á gítar með einum bláum streng og teljum að með því að íslenskir drengir og menn fái að sjá þetta á samfélagsmiðlum fái þeir þau skilaboð að hlutirnir geta batnað og sálarsárin geti gróið.“ Mennirnir telja að lítil samfélög eins og Ísland geti oft brugðist betur við kynferðislegu ofbeldi og afleiðingum þess. „Við höfum unnið með litlum samfélögum áður og séð að þar er oft meiri samúð og að möguleikinn til að skapa breytingar er meiri. Að vera lítið þjóðfélag þýðir að þið getið hraðað breytingum og að fáir geti breytt miklu,“ segir Foster. Craig og Foster segja mikilvægt að segja ekki einungis frá neikvæðum viðbrögðum við því að einhver hafi upplifað kynferðislegt ofbeldi. „Það sem er skýrt frá því sem við höfum upplifað bæði í Bretlandi og víðsvegar um heiminn er að þegar einhver segir á jákvæðan hátt frá sinni sögu gerir það öðrum kleift að segja frá. Það er lykilatriði að við segjum ekki bara neikvæðar sögur um að einstaklingar séu skemmdir vegna ofbeldis. Við þurfum að segja sögur sem vekja von og hvatningu og sýna að þolendur geti lifað góðu og hamingjuríku lífi.“
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira