Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Ritstjórn skrifar 6. febrúar 2017 20:00 Myndir/Kendall Jenner „Þetta var í raun draumi líkast, allt ferlið frá upphafi til enda. Fara til Los Angeles í tökur og fá að taka þátt í svona spennandi verkefni,“ segir hin tvítuga Ísold Halldórudóttir sem var ein af 25 sigurvegurum í Instagramkeppni á vegum LOVE Magazine og Kendall Jenner undir yfirskriftinni #loveme17. Tilgangur keppninnar var að uppgötva nýja ferska einstaklinga til að umfjöllunar í LOVE Magazine þar sem fyrirsætan og Kardashian systirin Kendall Jenner var aldrei þessu vant fyrir aftan myndavélina. Yfir 110 þúsund manns sóttu um en aðeins 25 manns fengu tækifærið til að láta ljós sitt skína og var Ísold meðal þeirra heppnu. Tökurnar fóru fram í Los Angeles aðra helgina í nóvember þar sem Ísold var mynduð af Kendall Jenner en auk þess bað ritstjóri LOVE Magazine, Katie Grand, Ísold um að vera með þeim yfir alla tökudagana og gera bakvið tjöldin myndband um tökuferlið. LOVE Magazine, the #loveme17 issue, kom út í dag og er Kaia Gerber á forsíðunni en inn í blaðinu er að finna allan myndaþáttinn eftir Kendall Jenner þar sem myndin af Ísold er þar á meðal. Auk þess er myndbandið sem Ísold gerði í sambandi við tökurnar komið upp á heimasíðu tímaritsins og hægt er að skoða hér. Myndin af Ísold sem var tekin af Kendall Jenner og birtist í tímaritinu ásamt viðtali við hana. Hún klæðist kápu frá Balenciaga.En hvernig kom þetta alltsaman til?„Ég var í raun nýkomin aftur á Instagram eftir smá hlé frá samfélagmiðlinum og ein af fyrstu myndunum sem ég sé er myndin af Kendall Jenner þar sem hún er að auglýsa þessa keppni. Ég fer beint inn á LOVE Magazine en ég hef alltaf elskað það tímarit og les mér til um keppnina og ákveð mjög spontant að taka þátt. Mamma mín, Halldóra Hafdísardóttir, ákvað að smella af mér mynd sem ég sendi inn í keppnina með því að merkja hana #loveme17 á Instagram. Tveimur vikum seinna var haft samband við mig og ég var komin inn í annan úrtökuhóp og beðin um að gera myndband. Sem ég gerði og sendi inn,“ segir Ísold en þetta var í fyrsta sinn sem hún gerir myndbönd af þessu tagi. Það liðu svo nokkrir dagar þegar Ísold fær tölvupóst frá LOVE Magazine þar sem henni er tilkynnt að hún sé ein af 25 útvöldum til að taka þátt í myndatökunni með Kendall Jenner og að henni bíði flugmiði til Los Angeles í tökur. „Ég var í vinnunni þegar ég fékk þennan póst og var í svo mikilli geðhræringu að ég bað vinkonu mína um að lesa þetta fyrir mig.“ Ísold segir Kendall hafa verið mjög almennileg en viðurkennir að hún muni ekki svo mikið frá tökunum því hún var svo spennt yfir þessu öllusaman enda ansi yfirþyrmandi að vera umvafin öllu þessu fræga fólki. Kendall tók allar myndirnar á filmu og var ritstjóri LOVE Magazine, Katie Grand listrænn stjórnandi, Panos Yiapanis var tískuritstjóri, stílisti var Oliver Volquardsen en Ísold klæðist kápu frá Balenciaga á myndinni. „Það var mjög áhugavert að hitta Kendall Jenner og var gaman að sjá hversu afslöppuð hún var, hún lét alla líða vel í kringum sig. Aðstoðarkonan hennar Ashlea Gonzales sem var þarna líka með henni var einnig mjög elskuleg. Mér varð eiginlega meira um að hitta Katie Grand því ég er mikill aðdáandi hennar og það var mikil upphefð fyrir mig að vera beðin um að gera bakvið tjöldin myndband fyrir tímaritið af tökunum. Ég þurfti eiginlega að halda aftur af tárunum þegar hún bað mig um það til að líta ekki út eins og hálfviti,“ segir Ísold hlæjandi. Grand segir sjálf að hún sjái mikla hæfileika í hinni ungu Ísold og hrósar henni mikið. „Ísold er núna að gera fleiri myndbönd fyrir heimasíðu LOVE og er svo svakalega hæfileikarík að ég von að hún haldi áfram og gerir myndir í anda Woody Allen.“ Ísold er í góðum félagsskap í tímaritinu, sem kemur út í dag, en meðal þeirra sem eru líka í myndaþættinum eru Gwendoline Christie, Hailee Steinfeld, Hari Nef, Saleh Marley og Sienna Marley. Ljósmyndarinn Kendall Jenner sem flestir tískuunnendur þekkja betur fyrir hæfileikana fyrir framan myndavélina.Mynd/ÍsoldOg hvert er framhaldið? „Ég hef alltaf vitað að mig langaði að vera í listum, bæði fyrir aftan og framan myndavélina, og ætla að halda áfram á þessari braut. Það má segja að þetta hafi gefið mér góða byrjun í þá átt. Ég er strax byrjuð að vinna meira með LOVE, sem ég má ekki segja frá að svo stöddu. En ég er allavega í skýjunum með þetta alltasaman, sem hefur verið eitt stórt ævintýri frá upphafi til enda.“ Við hlökkum til að fylgjast meira með þessari flottu hæfileikaríku ungu konu í framtíðinni en hér er að finna nokkrar myndir sem Ísold tók á tökustað í Los Angeles ásamt myndbandinu sem hún gerði fyrir LOVE Magazine.Tökurnar fóru meðal annars fram í flottu húsi sem eins og ekta amerískur "diner".Mynd/Ísold The wonderful Ísold Halldórudóttir (@7520c ), a young Filmmaker and Artist, was one of the winners of our #LOVEME17 talent search, selected by LOVE and Kendall Jenner. She travelled all the way from Iceland to LA to be shot by Kendall 'I do it all: paint, take pictures, film. I want to travel the world making art. That's the dream' Isold will be taking over our stories later today — stay tuned!! A photo posted by LOVE MAGAZINE (@thelovemagazine) on Jan 28, 2017 at 12:30am PST Here is a sneak peak of how Ísold caught our attention - full film online at thelovemagazine.co.uk A video posted by LOVE MAGAZINE (@thelovemagazine) on Jan 28, 2017 at 1:10am PST Kaia Gerber, one of our #LOVEME17 covers photographed by Kendall wearing @burberry @kendalljenner on @kaiagerber: 'I feel like even between the first time I shot her and now she has grown a lot. She has definitely matured in terms of how she is in front of the camera. She's in her prime, both physically and mentally. She's getting more beautiful, which I did not even think was possible. Listen, were all trying to get all our work in now before she hits the scene. When that happens we'll all go broke!' A photo posted by LOVE MAGAZINE (@thelovemagazine) on Jan 27, 2017 at 4:06am PST Proudest moment of my life... so far #loveme17 @thelovemagazine @kendalljenner @kegrand A photo posted by Isold (@7520c) on Oct 17, 2016 at 3:40pm PDT Glamour Tíska Tengdar fréttir Kendall Jenner leitar af ofurfyrirsætum í gegnum Instagram Keppni á vegum Love Magazine og Kendall Jenner fer fram á Instagram undir kassamerkinu #LOVEME17. 10. október 2016 14:30 Mest lesið Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýr ritstjóri breska Vogue hefur störf í dag Glamour Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Bað konur í salnum að standa upp með sér Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour
„Þetta var í raun draumi líkast, allt ferlið frá upphafi til enda. Fara til Los Angeles í tökur og fá að taka þátt í svona spennandi verkefni,“ segir hin tvítuga Ísold Halldórudóttir sem var ein af 25 sigurvegurum í Instagramkeppni á vegum LOVE Magazine og Kendall Jenner undir yfirskriftinni #loveme17. Tilgangur keppninnar var að uppgötva nýja ferska einstaklinga til að umfjöllunar í LOVE Magazine þar sem fyrirsætan og Kardashian systirin Kendall Jenner var aldrei þessu vant fyrir aftan myndavélina. Yfir 110 þúsund manns sóttu um en aðeins 25 manns fengu tækifærið til að láta ljós sitt skína og var Ísold meðal þeirra heppnu. Tökurnar fóru fram í Los Angeles aðra helgina í nóvember þar sem Ísold var mynduð af Kendall Jenner en auk þess bað ritstjóri LOVE Magazine, Katie Grand, Ísold um að vera með þeim yfir alla tökudagana og gera bakvið tjöldin myndband um tökuferlið. LOVE Magazine, the #loveme17 issue, kom út í dag og er Kaia Gerber á forsíðunni en inn í blaðinu er að finna allan myndaþáttinn eftir Kendall Jenner þar sem myndin af Ísold er þar á meðal. Auk þess er myndbandið sem Ísold gerði í sambandi við tökurnar komið upp á heimasíðu tímaritsins og hægt er að skoða hér. Myndin af Ísold sem var tekin af Kendall Jenner og birtist í tímaritinu ásamt viðtali við hana. Hún klæðist kápu frá Balenciaga.En hvernig kom þetta alltsaman til?„Ég var í raun nýkomin aftur á Instagram eftir smá hlé frá samfélagmiðlinum og ein af fyrstu myndunum sem ég sé er myndin af Kendall Jenner þar sem hún er að auglýsa þessa keppni. Ég fer beint inn á LOVE Magazine en ég hef alltaf elskað það tímarit og les mér til um keppnina og ákveð mjög spontant að taka þátt. Mamma mín, Halldóra Hafdísardóttir, ákvað að smella af mér mynd sem ég sendi inn í keppnina með því að merkja hana #loveme17 á Instagram. Tveimur vikum seinna var haft samband við mig og ég var komin inn í annan úrtökuhóp og beðin um að gera myndband. Sem ég gerði og sendi inn,“ segir Ísold en þetta var í fyrsta sinn sem hún gerir myndbönd af þessu tagi. Það liðu svo nokkrir dagar þegar Ísold fær tölvupóst frá LOVE Magazine þar sem henni er tilkynnt að hún sé ein af 25 útvöldum til að taka þátt í myndatökunni með Kendall Jenner og að henni bíði flugmiði til Los Angeles í tökur. „Ég var í vinnunni þegar ég fékk þennan póst og var í svo mikilli geðhræringu að ég bað vinkonu mína um að lesa þetta fyrir mig.“ Ísold segir Kendall hafa verið mjög almennileg en viðurkennir að hún muni ekki svo mikið frá tökunum því hún var svo spennt yfir þessu öllusaman enda ansi yfirþyrmandi að vera umvafin öllu þessu fræga fólki. Kendall tók allar myndirnar á filmu og var ritstjóri LOVE Magazine, Katie Grand listrænn stjórnandi, Panos Yiapanis var tískuritstjóri, stílisti var Oliver Volquardsen en Ísold klæðist kápu frá Balenciaga á myndinni. „Það var mjög áhugavert að hitta Kendall Jenner og var gaman að sjá hversu afslöppuð hún var, hún lét alla líða vel í kringum sig. Aðstoðarkonan hennar Ashlea Gonzales sem var þarna líka með henni var einnig mjög elskuleg. Mér varð eiginlega meira um að hitta Katie Grand því ég er mikill aðdáandi hennar og það var mikil upphefð fyrir mig að vera beðin um að gera bakvið tjöldin myndband fyrir tímaritið af tökunum. Ég þurfti eiginlega að halda aftur af tárunum þegar hún bað mig um það til að líta ekki út eins og hálfviti,“ segir Ísold hlæjandi. Grand segir sjálf að hún sjái mikla hæfileika í hinni ungu Ísold og hrósar henni mikið. „Ísold er núna að gera fleiri myndbönd fyrir heimasíðu LOVE og er svo svakalega hæfileikarík að ég von að hún haldi áfram og gerir myndir í anda Woody Allen.“ Ísold er í góðum félagsskap í tímaritinu, sem kemur út í dag, en meðal þeirra sem eru líka í myndaþættinum eru Gwendoline Christie, Hailee Steinfeld, Hari Nef, Saleh Marley og Sienna Marley. Ljósmyndarinn Kendall Jenner sem flestir tískuunnendur þekkja betur fyrir hæfileikana fyrir framan myndavélina.Mynd/ÍsoldOg hvert er framhaldið? „Ég hef alltaf vitað að mig langaði að vera í listum, bæði fyrir aftan og framan myndavélina, og ætla að halda áfram á þessari braut. Það má segja að þetta hafi gefið mér góða byrjun í þá átt. Ég er strax byrjuð að vinna meira með LOVE, sem ég má ekki segja frá að svo stöddu. En ég er allavega í skýjunum með þetta alltasaman, sem hefur verið eitt stórt ævintýri frá upphafi til enda.“ Við hlökkum til að fylgjast meira með þessari flottu hæfileikaríku ungu konu í framtíðinni en hér er að finna nokkrar myndir sem Ísold tók á tökustað í Los Angeles ásamt myndbandinu sem hún gerði fyrir LOVE Magazine.Tökurnar fóru meðal annars fram í flottu húsi sem eins og ekta amerískur "diner".Mynd/Ísold The wonderful Ísold Halldórudóttir (@7520c ), a young Filmmaker and Artist, was one of the winners of our #LOVEME17 talent search, selected by LOVE and Kendall Jenner. She travelled all the way from Iceland to LA to be shot by Kendall 'I do it all: paint, take pictures, film. I want to travel the world making art. That's the dream' Isold will be taking over our stories later today — stay tuned!! A photo posted by LOVE MAGAZINE (@thelovemagazine) on Jan 28, 2017 at 12:30am PST Here is a sneak peak of how Ísold caught our attention - full film online at thelovemagazine.co.uk A video posted by LOVE MAGAZINE (@thelovemagazine) on Jan 28, 2017 at 1:10am PST Kaia Gerber, one of our #LOVEME17 covers photographed by Kendall wearing @burberry @kendalljenner on @kaiagerber: 'I feel like even between the first time I shot her and now she has grown a lot. She has definitely matured in terms of how she is in front of the camera. She's in her prime, both physically and mentally. She's getting more beautiful, which I did not even think was possible. Listen, were all trying to get all our work in now before she hits the scene. When that happens we'll all go broke!' A photo posted by LOVE MAGAZINE (@thelovemagazine) on Jan 27, 2017 at 4:06am PST Proudest moment of my life... so far #loveme17 @thelovemagazine @kendalljenner @kegrand A photo posted by Isold (@7520c) on Oct 17, 2016 at 3:40pm PDT
Glamour Tíska Tengdar fréttir Kendall Jenner leitar af ofurfyrirsætum í gegnum Instagram Keppni á vegum Love Magazine og Kendall Jenner fer fram á Instagram undir kassamerkinu #LOVEME17. 10. október 2016 14:30 Mest lesið Victoria Beckham sýnir hvernig vetrartískan getur verið fjölbreytt Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Nýr ritstjóri breska Vogue hefur störf í dag Glamour Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Bað konur í salnum að standa upp með sér Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour
Kendall Jenner leitar af ofurfyrirsætum í gegnum Instagram Keppni á vegum Love Magazine og Kendall Jenner fer fram á Instagram undir kassamerkinu #LOVEME17. 10. október 2016 14:30