Stálu vélum frá Jaguar Land Rover að andvirði 420 milljóna Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2017 14:01 Bílvél frá Jaguar Land Rover. Lögreglan í Birmingham í Bretlandi leitar nú þjófa sem stálu bílvélum frá Jaguar Land Rover að andvirði 420 milljóna króna. Þjófarnir komu síðastliðinn þriðjudag að verksmiðju Jaguar Land Rover í Solihull á stolnum trukki og hengdu aftur í hann flutningavagn sem fullur var af vélum frá breska bílaframleiðandanum. Þjófarnir létu sér ekki nægja að stela einum vagni, því þeir snéru aftur og hengdu annan slíkan vagn fullan af vélum og óku á brott. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vélum er stolið frá Jaguar Land Rover í Solihull og það einmitt á sama hátt. Þjófunum þá, fimm að tölu, var náð af lögreglu, en leit stendur yfir af þjófunum nú. Jaguar Land Rover hefur heitið hverjum þeim sem koma fram með upplýsingar sem leitt geta til handtöku þjófanna verðlaunum. Ekki fylgdi sögunni af hvaða gerðum þessar stolnu vélar eru eða hvort þjófnaðurinn muni valda framleiðsluvandamálum hjá Jaguar Land Rover.Verksmiðja Jaguar Land Rover í Solihull, í nágrenni Birmingham. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Lögreglan í Birmingham í Bretlandi leitar nú þjófa sem stálu bílvélum frá Jaguar Land Rover að andvirði 420 milljóna króna. Þjófarnir komu síðastliðinn þriðjudag að verksmiðju Jaguar Land Rover í Solihull á stolnum trukki og hengdu aftur í hann flutningavagn sem fullur var af vélum frá breska bílaframleiðandanum. Þjófarnir létu sér ekki nægja að stela einum vagni, því þeir snéru aftur og hengdu annan slíkan vagn fullan af vélum og óku á brott. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vélum er stolið frá Jaguar Land Rover í Solihull og það einmitt á sama hátt. Þjófunum þá, fimm að tölu, var náð af lögreglu, en leit stendur yfir af þjófunum nú. Jaguar Land Rover hefur heitið hverjum þeim sem koma fram með upplýsingar sem leitt geta til handtöku þjófanna verðlaunum. Ekki fylgdi sögunni af hvaða gerðum þessar stolnu vélar eru eða hvort þjófnaðurinn muni valda framleiðsluvandamálum hjá Jaguar Land Rover.Verksmiðja Jaguar Land Rover í Solihull, í nágrenni Birmingham.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent